Tíðindi ef læknar yrðu ósammála alþjóða heilbrigðismálastofnuninni.

Þótt ég hafi alla tíð verið bindindismaður á hin leyfilegu fíkniefni áfengi og tóbak þótti mér bjórbannið fræga ekki ganga upp í framkvæmd og vera orðið óframkvæmanlegt í ljósi sívaxandi alþjóðlega samskipta.

Öðru máli gegnir um það hvar leyfilegt er að selja áfengi því að það er misjafnt eftir löndum, hvaða reglur gilda um það.

Lengi vel var streist gegn öllum takmörkunum á reykingum og maður horfði upp á vini sína drepna af óbeinum reykingum svo að maður orði nú bara það fyrirbæri hreint út.

Andóf tóbaksframleiðenda áratugum saman var ljót saga, en í baráttunni gegn tóbakinu hefur loks náðst árangur með því að setja skorður við reykingum.

Það er viðurkenndi staðreynd, byggð á fjölmörgum rannsóknum, meðal annars á vegum alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar og reynslu allra þeirra, sem standa að aðstoð við áfengissjúklinga, að því aðgengilegra sem áfengi og önnur fíkniefni eru, því meiri er neyslan og þar fleiri eiga á hættu að verða háður henni  og þeim mun meira mun hver þeirra neyta.

Engan þarf því að undra þótt íslenskir læknar andæfi enn einu áhlaupinu til þess að koma áfenginu inn í matvöruverslanirnar.

Jafnvel þótt flytjendur frumvarpsins um þetta tækist að finna rök fyrir þeirri ótrúlegu fullyrðingu sinni, að það sé hagkvæmara fjárhagslega að Bónus og allar hinar verslanirnar láti hillur sínar svigna á bestu stöðunum innanbúðar af víninu í stað þess að halda því áfram innan vínbúða ríkisins, örlar ekki á því að leggja kostnaðarmat á það, hvað útgjöld heilbrigðiskerfisins og þjóðfélagsins alls vegna vaxandi áfengisböls myndi kosta.

Það er í rauninni stórmerkileg þessi áratuga langa þráhyggja varðandi fyrirgreiðsluna við áfengið, sem virðist engan enda ætla að taka.    


mbl.is „Okkur varð öllum illa við“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég er ekki að kommentera á þessa grein, en vildi nefna Germanwings slysið, af því þú veist svo mikið um flug.

Þegar ég las um viðhaldsvinnu rétt fyrir flugið þar sem minnst var á að það hafi verið vegna hljóða frá hurð, þá datt mér strax í hug Helios slysið 2005. Þar var ástæðan sú að ekki var gengið rett frá eftir þrýstiprófun svo vélin varð súrefnislaus þegar hún náði flughæð og allir misstu meðvitund.

Gæti það hafa endurtekið sig hér?

http://youtu.be/1JRoozoz6Zk

Jón Steinar Ragnarsson, 25.3.2015 kl. 02:35

2 identicon

Það er þetta með bjálkann og flísina.  Læknar ættu að líta í eigin barm og hætta að spæna út lyfseðlum.  Við eigum heimsmetið í lyfjaáti.  Hvers vegna í ósköpunum eru aðrir dópsalar ekki spurðir álits?  Hefur fólk með háskólapróf eitthvað hærri siðferðisþröskuld en aðrir?  Var það niðurstaða Rannsóknarskýrslu Alþingis?  

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 25.3.2015 kl. 08:21

3 identicon

Það verða ætíð einhverjir sem berjast gegn höftum, ríkisafskiptum og einokun. Það er ekki öllum gefið að sætta sig við neyslustýringu stórabróður. Og margir sem telja að sá skaði sem einhver mögulega getur gert sér eigi ekki að skerða frelsi allra.

Það er þannig í frjálsu samfélagi að frelsið er ekki ótakmarkað og hvar draga skal línur verður ætíð að vera til umræðu og í endurskoðun.

Hábeinn (IP-tala skráð) 25.3.2015 kl. 16:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband