Tæknin og sjálfvirknin stundum of mikil?

Í flugslysasögu síðustu áratuga má finna fjölmörg atvik þar sem hin gríðarlega tölvustýrða sjálfvirkni átti þátt í slysum. Stundum má segja, að því flóknari og fullkomnari sem sjálfvirknin er, því erfiðara getur verið að greiða úr vandamálum, sem tengjast henni og koma upp.

Til eru dæmi um að flugmennirnir sjálfir fylgdust ekki nóg vel með hvað sjálfstýringin var að gera og upplýsa þá um hvað væri í gangi, þannig að þeir urðu ruglaðir og ringuleið örvæntingar skapaðist í stjórnklefanum.

Einn Íslendingur hefur farist í slíku flugslysi með AF 447 á Suður-Atlantshafi fyrir nokkrum árum.

Dæmi eru um að flugmennirnir héldu ranglega að sjálfstýringin stjórnaði vélarinni þegar svo var ekki, til dæmis þegar stór farþegaþota flaug niður í Everglades-fenin í Flórída vegna þess að flugmennirnir tóku ekki eftir því í hvað stefndi.

Í nýjustu þotunum er sjálfvirknin orðin svo flókin og upplýsingagjöfin svo yfirgengileg að það eitt getur valdið vandræðum og krafist ítrustu færni og hugarró afburða flugmanna.

Dæmi um það er þegar smávægilegur galli í einum af hreyflum Airbus 380, ein gölluð leiðsla, olli sprengingu sem skaddaði væng hennar.

Airbus 380 er stærsta farþegaþota heims og upplýsingaflóðið og aðvörunarljós og -hljóðin voru svo flókin og mörg, að það eitt hefði getað valdið því að flugstjórarnir hefðu orðið ringlaðir og gert afdrifarík mistök í örvæntingu. 

Þegar tölvustýrð sjálfvirkni er talin vera þáttur í slysi er það oft svo, að flugmennirnir gerðu mistökin sem úrslitum réði.  

Þessi atvik eru ekki bundin við vélar eins framleiðanda farþegaflugvéla umfram aðra eins og sjá má fullyrt um hér á blogginu, heldur er tölvustýrð sjálfvirkni og upplýsingagjöf öryggisatriði sem enginn flugvélaframleiðandi kemst hjá að bjóða upp á.

Öryggisatrðið sem getur valdið slysum? Já, öryggisatriði. Slysatölur síðustu áratuga sýna sívaxandi öryggi og feiknarlega fækkun slysa, þannig að það er hættulegra að fara út í daglega umferð á jörðu niðri en að fljúga með farþegaflugvélum. 


mbl.is Bent á svipað atvik hjá Lufthansa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Var þetta CFIT: Controlled flight into terrain.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 25.3.2015 kl. 11:50

2 identicon

Tölvukerfin þurfa "innput" fyrir sitt "output" eru þetta hraðamælarnir í Airbus vélunum sem eru að klikka?

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 25.3.2015 kl. 11:56

3 identicon

Af hverju er svona erfitt að hita upp "pitot tube" svo það stíflist ekki?

Þegar ég var að fljúga um hásumar yfir Íslandi í þetta 14 -16.000 feta hæð, var ég orðinn svo vanur því að sjá hraðamælinn fara hægt og sígandi í núllið, að ég var hættur að láta það trufla mig (Piper Turbo Arrow IV). Önnur tæki og eigin skilningarvit sögðu mér að hraði vélarinnar væri fínn.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 25.3.2015 kl. 12:19

4 identicon

No aeroplane can be save, if it control surfaces can be moved only under coputer control.

Giskið nú á hvaða flugvéla tegundir falla í þennan flokktongue-out

Jón Ólafur (IP-tala skráð) 25.3.2015 kl. 13:37

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það að ekkert neyðarkall hafi borist getur þýtt að það hafi orðið þrýstingsfall af einhverjum ástæðum og menn misst meðvitund rétt eftir að þeir reyndu að lækka niður í 10.000 fet til að fá súrefni.

Þetta er annars mjög dulafullt mál fyrir þetta sambandsleysi. Flugturninn er fyrri til að senda út neyðarkall vegna þess að augljóst var að það stefndi í voða, en það kom ekki múkk frá vélinni.

Jón Steinar Ragnarsson, 25.3.2015 kl. 14:51

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Slysatölur síðustu áratuga sýna sívaxandi öryggi og feiknarlega fækkun slysa, þannig að það er hættulegra að fara út í daglega umferð á jörðu niðri en að fljúga með farþegaflugvélum."

Væntanlega hættuminnst að ferðast með járnbrautarlestum og jafnvel einnig sporvögnum.

Og hugsanlega einnig strætisvögnum.

Aldrei að fullyrða eitthvað nema hægt sé að sanna það.

Og það gildir ekki síst um fréttamenn.

Þorsteinn Briem, 25.3.2015 kl. 14:56

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

"The cockpit voice recorder - recovered by a helicopter team on Tuesday - was damaged but could still provide information, French Interior Minister Bernard Cazeneuve said.

Investigators are still searching for the second "black box" - the flight data recorder."

Damaged flight voice recorder. 25 March 2015

Leaders visit Alps plane crash site

Þorsteinn Briem, 25.3.2015 kl. 15:07

8 identicon

http://www.spiegel.de/wissenschaft/technik/germanwings-a320-absturz-in-suedfrankreich-war-druckverlust-schuld-a-1025501.html

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 25.3.2015 kl. 15:10

9 identicon

Mögulega hefur verið eins með þessa og hugsanlega var með Singapúrvélina, að menn hafi ekki sent út neyðarkall af því að þeir hafi talið sig vera að vinna í málinu og sjá fyrir endan á vandanum.  Að þetta hafi verið ítrekað ofris á leiðinni niður, rangt mat á hraða og öfug viðbrögð við ofrisi. Sbr. Airbus vélina sem fórst í Atlandshafi á leið frá Brasilíu til Frakklands. 

Ef svo er þá er þarna alvarlegur hönnunarvandi og þjálfunarvandi að vinna saman.  Fer að verða tilefni til fyrir flugmálayfirvöld að taka í taumana!

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 25.3.2015 kl. 16:12

10 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þegar þetta stolt Airbus var sýnt á sínum tíma þá tók talvan völdin og stýrði vélinni inn í skóg fyrir framan þúsundir áhorfenda. Margir farþegar létust, sem höfðu þegið boð um sightseeing þar á meðal 14 ára stúlka. Airbus kenndi þaulvönum flugstóranum um eins og í öllum öður tilfellum, en sá fór í langt og erfitt mál til að hreinsa sig af áburðinum. Man nú ekkí hvernig það fór.

Erfitt að sjá að þessi vél hafi stollað, Á hefði hún fallið hraðar niður í 6000 en á 8 mínútum. Liklega stollaði þó vélin sem fórst yfir miðju hafi fyrir nokkrum árum. Allavega segir flugritinn það.

Jón Steinar Ragnarsson, 25.3.2015 kl. 16:25

11 identicon

Jón Steinar (16:25).

Air France Flight 296 on 26 June 1988 was flying over Mulhouse–Habsheim Airport. ICAO code LFGB.

PROBABLE CAUSES: "The Commission believes that the accident resulted from the combination of the following conditions: 1) very low flyover height, lower than surrounding obstacles; 2) speed very slow and reducing to reach maximum possible angle of attack; 3) engine speed at flight idle; 4) late application of go-around power. This combination led to impact of the aircraft with the trees. The Commission believes that if the descent below 100 feet was not deliberate, it may have resulted from failure to take proper account of the visual and aural information intended to give the height of the aircraft."

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 25.3.2015 kl. 17:08

12 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég er að ræða um það að fara út í daglega umferð hér á landi, þar sem eru hvorki járnbrautarlestir né sporvagnar. 

Ómar Ragnarsson, 25.3.2015 kl. 19:08

13 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hér á Íslandi eru til að mynda strætisvagnar og rútur, sem eru hluti hér af daglegri umferð og sinna að sjálfsögðu farþegaflutningum.

Og margfalt fleiri í heiminum ferðast með strætisvögnum, sporvögnum, rútum og járnbrautarlestum en flugvélum.

Þorsteinn Briem, 25.3.2015 kl. 19:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband