Valdaöflin fara sínu fram og herða sóknina.

Á sama tíma og yfirburða stuðningur er í skoðanakönnununum við stofnun miðhálendisþjóðgarðs herða valdaöflin sókn sína í virkjanir á hálendinu.Hálendið hjarta landsins

Sjá má yfirlit yfir þetta á vefsíðu Landverndar "Hjarta landsins" og á "Náttúrukortinu" hjá Framtíðarlandinu. 

Herfræðilega byggist virkjanasóknin á svipaðri aðferð og notuð var í Seinni heimsstyrjöldinni undir heitinu "blitzkrieg" eða "leifturstríð".

Hún fólst í því að bruna sem hraðast um langan veg og hertaka mikilvægustu staðina fyrst þannig að landssvæðið, sem ná átti valdi yfir, var bútað í sundur og síðan hægt að klára dæmið í rólegheitum á eftir.Aldeyjarfoss

Þegar litið er á áform um "mannvirkjabelti" þvert yfir hálendið auk virkjana við Langjökul, tangarsókn um Sprengisandsleið, annars vegar úr suðri til Skrokköldu og hins vegar úr norðri suður af Aldeyjarfossi og Hrafnabjörgum, blasir hinn einbeitti brotavilji gagnvart íslenskri náttúru og verðmætum hennar, þótt ekki væri nema bara þetta. 

En þá eru ótalin áform í tugatali, sem sýnd eru nokkur dæmi um á yfirlitinu hér að ofan. Skaftá

Þegar þessum áformum er andæft er talað um "öfgafólk" og í nýlegri grein í Morgunblaðinu var fullyrt að "allir vissu" að á miðhálendinu væri ekkert annað að sjá en urð, grjót, sand, mela, og rofabörð, rétt eins og gróðurvinjar á borð við Þjórsárver og hinn hálfgróna Krókdal, sem á að sökkva í miðlunarlón væru ekki til. 

Að ekki sé nú nefnt að 40 ferkólómetrar af grónu landi fóru undir lón Blönduvirkjunar og ríflega það undir lón Kárahnjúkavirkjunar.Gljúfurleitar-foss

Þess má geta, að í mati á umhverfisáhrifum Búlandsvirkjunar, sem tekur Skaftá í burtu á því svæði sem horft er yfir á myndinni, er ekki minnst einu orði á fimm fallega fossa, sem eru í ánni fyrir ofan Skaftárdal.

Þeir eru einfaldlega ekki til samkvæmt skýrslunni.

Og í áratug var ekki við það komandi að fjölmiðlar minntust á stórfossana þrjá, sem Norðlingaölduveit myndi þurrka upp.

Neðstur þeirra er Gljúfurleitarfoss sem er á myndinni hér við hliðina.  

Í skoðanakönnuninni 2011 um miðhálendið og skoðanakönnun 2002 um Kárahnjúkavirkjun kom sú merkilega staðreynd fram að stærsti flokkspólitíski hópurinn hvað höfðatölu snerti, sem var andvígur virkjanaáformum, voru þeir sem sögðust ætla að kjósa Sjálfstæðisflokkinn! 

Hins vegar skilar þetta sér engan veginn á landsfundi flokksins, enda eru þar aðeins innan við 2 prósent af þeim sem kjósa flokkinn, 98 prósent eru fjarverandi þann fund sem "flokkseigendafélagið" fræga hefur löngum stjórnað eins og leikbrúðum í þeim málum, sem hún telur sér henta að hafa töglin og hagldirnar. 

Það er engin tilviljun að þessi valdaöfl hatist við beint lýðræði og bætt lýðræði og stjórnarhætti í nýrri stjórnarskrá. 

 


mbl.is Yfir 60% styðja þjóðgarð á miðhálendinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Leggja á raflínur í jörð í stað heljarinnar raflínumastra úti um allar koppagrundir, sem spilla hér góðu útsýni til allra átta og er að sjálfsögðu mikils virði fyrir okkur Íslendinga almennt og ferðaþjónustuna, þann atvinnuveg sem skapar hér mestu útflutningsverðmætin.

Þorsteinn Briem, 25.3.2015 kl. 20:24

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Burtséð frá því hvaða stjórnmálaflokka menn hafa kosið hafa þessi atriði einfaldlega ekki virkað:

Stóriðjustefnan:

Djöfulgangur sumra gegn náttúru Íslands, sem vilja láta ríkið sjá um að skapa atvinnu á örfáum stöðum á landinu með gríðarlegri raforkunotkun stóriðju, þegar einkafyrirtæki hafa með margfalt minni tilkostnaði skapað miklu meiri atvinnu og útflutningsverðmæti með til að mynda ferðaþjónustu í öllum bæjum, þorpum og sveitum landsins.

Hernaðurinn gegn höfuðborgarsvæðinu:

Djöfulgangur sumra á landsbyggðinni, sem halda því fram að fyrirtæki utan höfuðborgarsvæðisins skapi hér flest störf og mestu tekjurnar og greiði þar að auki mestu skattana, sem er í engu samræmi við staðreyndir.

Hernaðurinn gegn Reykjavík:

Djöfulgangur sumra gegn því að flytja Reykjavíkurflugvöll af Vatnsmýrarsvæðinu og virða þannig í engu meirihlutaeign Reykjavíkurborgar og einkaaðila á svæðinu.

Hernaðurinn gegn 101 Reykjavík:

Djöfulgangur sumra sem fullyrða að íbúar þessa svæðis geri ekkert annað en að fá sér kaffi á kaffihúsum, þegar það er staðreynd að í engu öðru póstnúmeri á landinu eru skapaðar meiri gjaldeyristekjur.

Hernaðurinn gegn aðild Íslands að Evrópusambandinu:

Djöfulgangur sumra gegn því að Ísland geri samning um aðild landsins að Evrópusambandinu, sem kosið verði um í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Hernaðurinn gegn nýrri stjórnarskrá:

Djöfulgangur sumra gegn því að stjórnarskrá landsins verði breytt til að auka hér lýðræði.

Enginn Pírati hefur svo ég viti tekið nokkurn þátt í einhverjum af þessum djöfulgangi.

Þorsteinn Briem, 25.3.2015 kl. 20:32

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

23.1.2014:

"Vinna við landvörslu í sumar minnkar um helming frá því í fyrra vegna lægri fjárframlaga til Umhverfisstofnunar.

Landverðir starfa í íslenskum þjóðgörðum og á náttúruverndarsvæðum á sumrin.

Þeir taka á móti gestum, veita upplýsingar og fræðslu, gæta þess að ákvæði friðlýsingar og náttúruverndarlaga séu virt, hafa eftirlit með umferð og umgengni og sjá um framkvæmdir eins og að leggja göngustíga og halda tjaldsvæðum við."

Vinna við landvörslu minnkar um helming frá því í fyrra vegna minni fjárframlaga

Þorsteinn Briem, 25.3.2015 kl. 20:53

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

Árið 2012 voru útgjöld erlendra ferðamanna til íslenskra fyrirtækja samtals 238 milljarðar króna.

Þessi íslensku fyrirtæki greiða alls kyns skatta til íslenska ríkisins og þeir níu þúsund Íslendingar sem hjá þeim starfa greiða að sjálfsögðu einnig skatta til íslenska ríkisins, tekjuskatt og næst hæsta virðisaukaskatt í heimi af vörum og þjónustu sem þeir kaupa hér á Íslandi.

Svo og útsvar til íslenskra sveitarfélaga.

Erlendir ferðamenn greiða í raun alla þessa skatta með útgjöldum sínum til íslenskra fyrirtækja, 238 milljörðum króna árið 2012.

Og ekki þarf nema örlítið brot af öllum þessum sköttum til íslenska ríkisins til að stækka hér bílastæði við ferðamannastaði, bæta þar salernisaðstöðu, leggja fleiri göngustíga og viðhalda þeim gömlu.

Steini Briem, 8.11.2014

Þorsteinn Briem, 25.3.2015 kl. 20:55

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn gapa nú mjög um hagvöxt hér á Íslandi síðastliðin ár en útflutningur á þjónustu hefur skapað þann hagvöxt.

Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn hafa ekkert gert til að skapa þennan hagvöxt, heldur þvert á móti gapað af mikilli lítilsvirðingu um ferðaþjónustu hér á Íslandi.

Þorsteinn Briem, 25.3.2015 kl. 20:56

13 identicon

Stjórnarandstæðan verður að sína ríkisstjórninni meiri hörku, miklu meiri hörku. Hóta að draga vissar ákvarðanir til baka eftir næstu kosningar. Þeir sem ráða núna eru nefnilega eitilharðir og óforskammaðir. Þýðir ekkert að klappa þeim á öxlina og biðja þá að vera góða og láta skynsemina ráða. Þessir menn eru í business, eigin business, þeir eru ekki að vinna fyrir þjóðina.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 25.3.2015 kl. 21:02

14 identicon

Sammála er ég þér Steini með flest en ekki allt. Sérstaklega þennan:
"Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn hafa ekkert gert til að skapa þennan hagvöxt, heldur þvert á móti gapað af mikilli lítilsvirðingu um ferðaþjónustu hér á Íslandi."
Stjórnarliðar og FLEIRI tala nefnilega akkúrat þannig.
Og svo þessi, - 100% rétt:
"Og ekki þarf nema örlítið brot af öllum þessum sköttum til íslenska ríkisins til að stækka hér bílastæði við ferðamannastaði, bæta þar salernisaðstöðu, leggja fleiri göngustíga og viðhalda þeim gömlu." !!!!!!!!
Þarna varstu nú eiginlega bara umorða mig frá í gær.

En....ósammála um margt. Sérstaklega eitt:

"Hernaðurinn gegn 101 Reykjavík:

Djöfulgangur sumra sem fullyrða að íbúar þessa svæðis geri ekkert annað en að fá sér kaffi á kaffihúsum, þegar það er staðreynd að í engu öðru póstnúmeri á landinu eru skapaðar meiri gjaldeyristekjur."

Þarna gætir misskilnings. Það eru fyrir það fyrsta líkast til hvergi fleiri íbúar í neinu póstnúmeri. En aðalatriðið er það, að þú ert líkast til að nota tölur Hagstofu og þar með RSK, og þá er það SKRÁÐ á póstnúmer.
Verðmætasköpun ferðaþjónustu á sér að mestu stað úti á landi, og væri án landsins ærið rýr. En fyrirtækin sem velta því eru flest skráð í Rvík.
Sama er með sjávarútveg, - hann væri lítill án Íslandsmiða, og mestur afli verður að söluvöru utan Reykjavíkur.
Matvælaframleiðsla Íslendinga í Reykjavík? Nær engin, bara úrvinnsla. En mikill virðisauki er SKRÁÐUR SKATTLEGA í Reykjavík, þar sem fyrirtækin eru skattskráð í bænum. Mestöll vinnsla MS fer fram á Selfossi, en fyrirtækið er skráð í Bænum. Mestöll slátrun SS fer fram á Selfossi, og vinnslan á Hvolsvelli,  -en fyrirtækið er skráð í bænum. Bensínstöðvar út um land eru flestar undir Reykvískum hatti, og víða kjörbúðir einnig. Innflutningur rennur svo og mest í gegnum Reykjavík og þar með álagning á hann. En væru þetta aðskilin ríki vildi ég ekki búa í bænum.....
Og svo Reykjavíkurflugvöllur....ohhhhh. Hafa flugvallar-færslusinnar nokkurn tíman látið hvarfla að sér það viðskiptatjón sem það hefði í för með sér að þrengja svo að eignarhluta ríkisins, að kosta verði upp á nýjan völl? Hugsanlega dómsmál. Ætti ekki borgin að kaupa ríkið útmeð fullu landverði + öllum kostnaði við að byggja allt upp? Svo og færslu Flugumsjónar, sem yrði að byggja algerlega upp áður en "hitt" plássið yrði lagt niður. Þetta eru ansi margir milljarðar, og enginn "hernaður" í gangi með það að líta þetta raunsæum augum

Jón Logi (IP-tala skráð) 26.3.2015 kl. 09:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband