Þörfin til að líta niður á aðra.

Fyrir um hálfri öld kom fram hugmynd í Bandaríkjunum um að ein vika á ári væri helguð bræðralagi og vinsemd á milli allra, svonefnd "National Brotherhood Week." 

Háðfuglinn Tom Leehrer dró þessa hugmynd sundur og saman í nöpru háði þegar hann lýsti í ástandinu í þessum málum og því, hverju menn trúðu að hægt væri að ná fram þessa einu viku ársins.

Söngur hans um þetta viðfangsefni tekur aðeins 1 mínútu og 45 sekúndur á Youtube en svo virðist sem ekkert hafi breyst síðan 1965 og söngurinn og ádeila hans i fullu gildi í dag: 

"All the poor folks

hate the rich folks

and the rich folks 

hate the poor folks. 

All of my folks 

hate all of your folks.."

Á þessum fyrir hálfri öld var mikill órói í Bandaríkjunum meðal annars vegna heitra deilna um aðskilnað í skólakerfinu. Leehrer segir í lagi sínu að hatursástandið á milli hópa og kynþátta sé "old and established rule" og "as American as apple pie" og að kannski "getir þú umborið einhverja sem þú fyrirlítur, svo framarlega sem þeim sé ekki hleypt inn í skólana þína."

Minnir svolítið á umræðuna um mosku og trúarlega innrætingu í skólum á Íslandi.

Um þjóðlegu vináttuvikuna segir hann í lokin: 

 

"Be nice to people who

are 

inferior to you, - 

it´s only for a week, so have no fear. 

Be grateful that it does'nt last a year!"

 

Í fróðlegum sjónvarpsþætti í gærkvöldi um átök og illindi milli múslima og Gyðinga, sem fyrir tæpri öld höfðu lifað saman í sæmilegri sátt og samlyndi í 1300 ár, kom glögglega fram hvernig í ótal löndum myndast hatursástand vegna þess að einstakir hópar fólks líta niður á aðra hópa. 

Þannig fluttu Gyðingar, sem voru í minnihluta í ýmsum Arabaríkjum, þaðan til Ísraels vegna þess að litið var niður á þá í löndunum, sem þeir bjuggu í. 

Þegar Gyðingar frá löndum í Norður-Afríku komu síðan til Ísraels, fengu þeir afar niðurlægjandi meðferð við móttökurnar og fyrst eftir hana, vegna þess að Gyðingarnir, sem fyrir voru í Ísrael, litu niður á þá.

Í París bjuggu múslimar og Gyðingar við sæmilega sátt við þekkta verslunargötu allt þar til áhrifin af tveimur stríðum milli Arabaríkja og Ísraels og átökin í framhaldi af því hleyptu þar öllu í bál og brand.

Öfund og einhver sérkennileg þörf til að líta niður á aðra virðist vera snar þáttur í því að kalla fram hatur, átök og styrjaldir. 

Þessi þörf til á sér ómeðvitaða undirrót, sem sé þá, að með því að líta niður á aðra upphefur fólk sjálft sig. 

Fyrir hálfri öld var skálmöld á Norður-Írlandi milli kaþólikka og mótmælenda og Tom Leehrer lýsir ástandinu í heiminum á þessum tíma í einu erindi lagsins "National Brotherhood week" á þessa lund:

 

"All the Protestants 

hate the Catholics 

and the Catholics 

hate the Protestants

and the Hindus

hate the Moslims 

and everybody hates the Jews."

 

 

 

 


mbl.is „Hann hafði stjórn á Scott“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Heimsbyggðin er á leið í stríð. það er nú þegar orðið svo augljóst að tárum tekur cry

Sigurður Haraldsson, 9.4.2015 kl. 10:38

2 identicon

Þessi þörf til að upphefja sjálfan sig á kostnað annarra er ekki bundin við kynþætti eða trúarbrögð.  Þetta er líka meðvituð aðferð stjórnvalda til að deila og drottna:

"Milliliður var skammaryrði, notað til háðungar verslunar- og skrifstofufólki.  Haftastjórn fjórða áratugarins kallaði sig stjórn hinna 'vinnandi' stétta og þá átt við bændur, sjómenn og verkafólk.  Einn þingmaður viðraði þá hugmynd að senda heildsala, smásala, búðarlokur og skrifstofublesa til sjós!”

Þjóð í hafti:11-12.

Verktaki virðist vera skammaryrði dagsins í dag sbr. hugtakið verktakaskipulag.  Öllum "betri borgurum" þykir þægilegra og skemmtilegra að skamma verktaka en stjórnmálamenn fyrir skýra stefnu stjórnvalda um þéttingu byggðar. 

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 9.4.2015 kl. 12:11

3 identicon

Max Igan kann að lýsa hlutunum alveg eins og það er

http://thecrowhouse.com/stm405.html

Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 10.4.2015 kl. 00:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband