Góðar fréttir fyrir Norðausturland?

Veiking Golfstraumsins og kaldari sjór sunnan við landið virðist síðustu tvö ár hafa leitt til lakara ferðaveðurs á sunnanverðu landinu en áður var. 

Þrálátar suðvestan- og suðlægar áttir færðu fólki dumbung og rigningu sunnan hálendisins en hins vegar bjartara veður norðan þess. 

Ef norðurljósin eiga eftir að fara minnkandi og spár um votviðrasamt og leiðinlegt sumar sunnanlands rætast gæti útkoman orði sú að beina ætti umferð norðurljósaunnenda til norðausturlands.

Fleiri flugferðir beint frá útlöndum til Akureyrar og Egilsstaða gætu hjálpað til í þessu efni nema að ferðaþjónustan sé og verði eins miðstýrð inn á suðvesturhornið og hún hefur verið. 


mbl.is Skrúfað niður í norðurljósunum?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

"... nema að ferðaþjónustan sé og verði eins miðstýrð inn á suðvesturhornið og hún hefur verið."

Keflavíkurflugvöllur er á Suðvesturlandi, skammt frá Reykjavík, og þangað fara langflestir erlendir ferðamenn.

Þar að auki man ég ekki betur en að Ómar Ragnarsson hafi gagnrýnt að Suðvesturland væri kallað Suðvesturhornið.

Þorsteinn Briem, 9.4.2015 kl. 17:38

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Útgjöld erlendra ferðamanna til íslenskra fyrirtækja voru 238 milljarðar króna árið 2012.

Erlendir ferðamenn
voru að meðaltali 6,6 gistinætur hér á Íslandi að vetri til en 10,2 nætur sumri til árið 2012.

Það ár voru 77% gistinátta erlendra ferðamanna á hótelum eða gistiheimilum, samtals 2,2 milljónir gistinátta.

Rúmlega 94% þeirra heimsóttu þá Reykjavík sumri til en 72% Þingvelli, Gullfoss eða Geysi og 42% Mývatnssveit en að vetri til 95% Reykjavík og 61% Þingvelli, Gullfoss eða Geysi en 33% Vík í Mýrdal.

Færri
erlendir ferðamenn heimsóttu hins vegar Mývatnssveit sumarið 2012 en Vík í Mýrdal (52%), Skaftafell (48%) og Skóga (45%) en jafn margir heimsóttu Akureyri og Húsavík (42%).

Um 44% gistinátta erlendra ferðamanna voru á höfuðborgarsvæðinu sumri til árið 2012 en 77% vetri til.

Níu af
hverjum tíu Íslendingum ferðuðust innanlands árið 2012, líkt og árið 2011.

Íslendingar voru að meðaltali 15 gistinætur á ferðalögum innanlands árið 2012, þar af samtals 465 þúsund á hótelum eða gistiheimilum.

Og það ár heimsóttu 43% þeirra Akureyri en 27% Þingvelli, Gullfoss eða Geysi og 18% Mývatnssveit.

Þorsteinn Briem, 9.4.2015 kl. 17:47

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

28.6.2012:

"Ný skýrsla VSO Ráðgjafar um gististaði í Reykjavík var kynnt í borgarráði í dag. Í henni eru margvíslegar upplýsingar um gististaði í virkum rekstri á höfuðborgarsvæðinu, fjölda rúma, herbergja, stjörnugjöf og stærð húsnæðis.

Þá er í skýrslunni greining á ferðaþjónustunni og rekstrarumhverfi hennar. Lagt er mat á stöðu mála í dag og sett fram greining á þörf fyrir gistirými á höfuðborgarsvæðinu fram til ársins 2030. Skýrslan var unnin fyrir skipulags- og byggingarsvið Reykjavíkurborgar.

Fram kemur að 182 gististaðir í rekstri eru á höfuðborgarsvæðinu, þar af eru 167 í Reykjavík og 114 í miðborginni. Af þessum gististöðum eru 145 svokölluð gistiheimili eða íbúðahótel, t.a.m. heimagisting. Hótel eru 37.

Þá er birt fróðleg tölfræði um gistinætur og skiptingu þeirra á milli höfuðborgar og landsbyggðar. Þar kemur m.a. fram að flestar gistinætur yfir árið eru á landsbyggðinni og hlutdeild Reykjavíkur í gistináttafjölda sumarsins er mjög lítil, aðeins 20% en mun meiri á veturna eða 80%.

Verði árleg fjölgun ferðamanna á bilinu 5-7% þarf um 180-380 herbergi á gististöðum í Reykjavík árlega. Alls gæti því þurft 3.600-7.500 ný hótelherbergi fram til ársins 2030. Er þá miðað við að ársnýting gistirýma verði á bilinu 45-55%.

Þekkt áform um stærri gististaði í höfuðborginni nema 1.500 herbergjum en eru mislangt komin. Þess má geta að fjölgun ferðamanna á Íslandi á milli ára á tímabilinu janúar-maí 2011 og 2012 er tæp 21% samkvæmt upplýsingum frá Ferðamálastofu."

Mikil þörf fyrir gistirými í Reykjavík

Þorsteinn Briem, 9.4.2015 kl. 17:50

5 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Var það ekki þannig í einhverri skýrslunni um afleiðingar hlýnunar fyrir Ísland, að samt var að gera mætti ráð fyrir tíðari illviðrum?  Jú, það var sagt þannig.  Tíðari og líka verri.  Og þá skildi ég það sem vind aðallega.  Yrði meiri vindur.  Og vindur gerir snjókomu og regn verri o.s.frv.

Ok. punktur minn er:  Þarf ekki að fara að búa íslendinga undir þetta?  Þ.e. að hér verði hugsanlega miklu meiri illviðri en áður?  

Ómar Bjarki Kristjánsson, 9.4.2015 kl. 18:15

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Mars 2015:

"Störf í ferðaþjónustu og tengdum greinum eins og veitingarekstri eru yfir 22% allra starfa á Íslandi.

Sé tekið mið af meðaltali undanfarinna sjö ára gegna konur 54% þessara starfa en karlar 46%."

Í ferðaþjónustunni eru 69% starfa á höfuðborgarsvæðinu.

Ferðaþjónusturit Landsbankans - Mars 2015

Þorsteinn Briem, 9.4.2015 kl. 18:57

7 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég gagnrýndi orðalagið "á suðvestanverðu horninu" og spurði: "Suðvestanvert á hvaða horni?" 

Ég samþykki að réttara væri að segja "á suðvesturhorni landsins", því að miðstýringin kemur ekki frá öllu Suðvesturlandi heldur frá Reykjanesbæ og þó fyrst og fremst Reykjavík. 

Ómar Ragnarsson, 9.4.2015 kl. 21:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband