Mormónar björguðu Muhammad Ali óbeint frá fangelsun.

Mormónar hafa komið víða við sögu í Bandaríkjunum og gera enn, samanber beiðni þeirra til hæstaréttar um að hafna hjónaböndum samkynhneigðar.

Á árunum 1967-71 háði Muhammad Ali stærsta bardaga sinn þegar hann neitaði að gegna herþjónustu af trúarástæðum. Sumir myndu kannski segja að bardagi hans við Parkinson-veikina sé hans stærsti, en látum það liggja á milli hluta. 

Ali vitnaði í meginreglu múslimatrúarinnar sem er algert bann við að drepa menn. Sennilega vita það fáir miðað við umræðuna um þessa trú og athæfi öfgafullra morðingja í hryðjuverkasamtökum, sem bera fyrir sig það ákvæði, að Allah einn geti ákveðið um Jíhad, heilagt stríð. Og telja sig hafa umboð frá almættinu til að heyja slíkt stríð. 

Ali tapaði í undirrétti og fangelsi upp á mörg ár beið hans auk þess sem honum var strax bannað að keppa í hnefaleikum og þar með bannað að verja heimsmeistaratitil sínn. 

Við þetta missti hann af næstum fjórum árum af þeim tíma sem hefði verið besti tími hans í íþróttinni. 

En hann áfrýjaði málinu til hæstaréttar og þar stefndi allt til hins síðasta í að meirihluti dómaranna myndi knýja fram einróma staðfestingu á dómi undirréttar. 

En glöggskyggn aðstoðarmaður eins hæstaréttardómarans, sem var á síðasta ári sínu sem dómari og vildi ekki enda ferilinn öðruvísi en með heiðri og góðri samvisku, fann fordæmi í hæstaréttardómi, þar sem Mormónar fengu undanþágu frá herþjónustu út á sams konar bann í trúarriti þeirra og er í Kóraninum. 

Hann sneri því við blaðinu og þegar hinum hæstaréttardómurunum varð ljóst að þeir gætu orðið sakaðir um að dæma ólíkt í sams konar málum, eftir því hvor hinn ákærði var hvítur eða svartur, söðluðu þeir um og Ali var sýknaður.

Það má því segja að Mormónar hafi ráðið úrslitum um að Ali vann sigur í stærsta bardaga sínum.  


mbl.is Vilja viðhalda „hefðbundnum hjónaböndum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll.

Það er ekki alveg ljóst í fréttinni hvort um er að ræða að samkynhneigðir geti fengið "trúarlega" giftingu í t.d. kirkju eða mosku eða borgaralega. Það skiptir máli hvort er.

Kristnir fyrir vestan virðast ekki hrifnir af slíku og eru gagnrýndir fyrir. Ekki segja menn þó orð þegar múslimar gera hið sama eins og þegar gengið var inni bakarí í eigu múslima og viðkomandi beðinn um að útbúa kökur fyrir samkynhneigt brúðkaup. Músliminn tók það ekki í mál. Ekki fór það hátt. Hvers vegna?

Varðandi íslam virðist leika mikill vafi á því hvort íslam sé trúar friðar og ástar eða ekki. Menn eru ósammála um það efni eins og sjá má:

https://www.youtube.com/watch?v=7gcUjqmmMjI

https://www.youtube.com/watch?v=2bgDXO6twKc

Helgi (IP-tala skráð) 12.4.2015 kl. 08:05

2 identicon

Ég get trúað því að þú sért að hugsa um þessi dómsmál hér en það var vísað til þeirra í máli Ali

https://supreme.justia.com/cases/federal/us/348/385/

https://supreme.justia.com/cases/federal/us/348/375/case.html

Muhammad Ali v united states https://www.law.cornell.edu/supremecourt/text/403/698

Ómar Þór (IP-tala skráð) 12.4.2015 kl. 08:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband