Of stór frétt til að vera meðal helstu frétta?

Þessi bloggpistill er skrifaður tæpri klukkustund eftir að fréttatímum sjónvarpsstöðvanna lauk í kvöld. Ein frétt gnæfði þar upp úr í mínum huga og ég vildi því sjá hana aftur. 

Leitaði fyrst í yfirliti yfir helstu fréttir á Stöð 2 og fann þessa frétt ekki þar, þótt mig minnti að hún hefði verið í fréttatímanum þar. 

Renndi síðan í gegnum "helstið" hjá Sjónvarpinu og fann fréttina ekki heldur þar. 

Fór þá í annað sinn inn í fréttatíma Stöðvar 2 og fann þessa stærstu frétt kvöldsins að mínu mati loks þar, vandlega falda inni á meðal annarra frétta aftarlega í fréttatímanum. 

Þar kom fram í viðtali við Hrönn Egilsdóttir að um þessar mundir dælir mannkynið meiri koltvísýringi út í loftið en dæmi eru um að farið hafi í lofthjúpinn í allri jarðsögunni. 

Þetta gerðist síðast fyrir 250 milljónum ára og þá olli útblástur frá eldgosum í Síberíu því að vegna þess að sjórinn tekur til sín fjórðung af kolefnunum sem eru i lofthnjúpnum, olli það svo mikilli súrnun sjávar að 96% af lífinu í honum drapst. 

Núna er útblásturinn af mannavöldum meira en tvöfalt hraðari og meiri en hann var á hamfaraeldgosatímanum fyrir 250 milljón árum þegar 95% af lífríki jarðar eyddist og engin merki um að draga muni úr honum, heldur þvert á móti.

Ekki er að efa að þeir, sem mestan skammtímagróða hafa af því að aðhafast ekkert, muni verða fljótir að finna vísindamenn, sem muni ráðast gegn þessu atriði varnaðarorða við skefjalausum útblæstri með því að tína til allt það sem mögulegt er að nefna til að varpa rýrð á efni fréttarinnar yfirlætislausu í kvöld.

Nú gæti farið svo að í fyrsta sinn taki kona við embætti valdamesta manns heims, sem því miður reynist oft svo óskaplega valdalítill þegar kemur að atriðum sem hagga við völdum gróðaaflanna.

Bill Clinton sýndi að vísu tilburði á sinni tíð til þess að hlusta á Al Gore varaforseta sinn, en náði engum árangri.

Allir vita hvernig Bush yngri lét vísindamenn á launum frá olíuiðnaðinum drepa allt sem gæti slegið á veldi auðhringanna og Obama forseti er fyrst nú byrjaður að sýna þessum málum einhvern áhuga.

Héðan af mun hann litlu fá áorkað og því mæna margir til Hillary Clinton í von um að eitthvað fari að rofa til. Forvitnilegt verður að sjá stefnumál hennar.  


mbl.is Beðið eftir kosningaloforðunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góður pistill Ómar.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 14.4.2015 kl. 21:31

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Skilst að ný og vaxandi iðnríki heims,hirði ekkert um aðvaranir,eins og t.d. Kína. 

Helga Kristjánsdóttir, 14.4.2015 kl. 22:36

3 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Þetta er gjörsamlega út í hött og gott dæmi um þau gervivísindi sem nú grasser. Annars ættu menn að lesa ritgerð mína, „Að flýta ísöldinni“ en þar segi ég m.a. þetta um koldíoxíð:

 „Á sama hátt og aldrei er talað um „endurhlýnun” heldur aðeins „hlýnun” er ávallt talað um koldíoxíð- „mengun”, aldrei nokkurn tímann eins og rétt er, um „hringrás”. Og sú staðreynd heyrist aldrei nefnd að þessi „lofttegund lífsins” streymir úr iðrum jarðar allan sólarhringinn í gífurlegu magni alla daga ársins ofansjávar og neðan og raunar ekki síst hér á Íslandi. Þetta nær hámarki í eldgosum, en þótt ekkert sé eldgosið streymir koldíoxíð upp frá jarðhitasvæðum jarðar allan ársins hring, ekki aðeins ofansjávar, heldur jafnvel enn frekar á Atlantshafshryggnum og öðrum slíkum eldvirkum neðansjávarhryggjum, sem ná meira en fjörutíu þúsund kílómetra   neðansjávar í öllum heimshöfum í mörgum hlykkjum allt umhverfis jörðina. Á þessum hryggjum eru ótaldar þúsundir, ef ekki milljónir eldstöðva og loftventla, sem koldíoxíð streymir upp úr. Án þessa uppstreymis nýs koldíoxíðs mundi jurtalífið í sjó og á landi stórlega dragast saman, því það sem kemur frá mönnum, dýrum, fiskum, bakteríum og sveppum dugar engan veginn til. Jurtirnar eru gráðugar í koldíoxíð. 

 Hér kemur að dálítið merkilegu atriði: Enginn veit, eða getur vitað hve mikið náttúrulegt uppstreymi koldíoxíðs er. Mæling á uppstreymi lofttegunda úr jörðu er gífurlegum erfiðleikum bundin sem m.a. má sá á því að nýlega var tveimur aðilum falið að mæla uppstreymi brennisteinsvetnis frá Hellisheiðarvirkjun. Annar aðilinn sagði uppstreymið vera 5000 rúmmetra á sólarhring, hinn sagði það vera 80.000 rúmmetra. Hver sá vísindamaður, sem gefur frá sér áætlanir og yfirlýsingar um uppstreymi koldíoxíðs úr eldfjöllum og hverasvæðum ofansjávar og neðan allt umhverfis jörðina fer aðeins með getgátur gjörsamlega út í loftið og verður sjálfum sér og vísindunum til minnkunar. Enginn veit þetta og enginn getur mælt þetta. Það eina sem er öruggt er, að magnið er gríðarlegt. En af hverju er ekki settur „kolefniskvóti” á hverasvæði og eldfjöll Íslendinga? Ástæðan virðist harla einföld: Menn virðast almennt alls ekki vita um þetta uppstreymi, sem er þó lykilatriði í koldíoxíðhringrásinni. Kyoto- menn nefna það aldrei. 

Sömuleiðis er aldrei talað um það gífurlega magn koldíoxíðs, sem kemur frá sveppagróðri og  þeim bakteríum sem nýta súrefni, í höfum, í landi og í lofti. Þessir sveppir og bakteríur eru langflestar ósýnilegir, en allar þessar örverur framleiða koldíoxíð án þess að nokkur taki eftir því nema þá sem loftbólum í brauði eða ostum eða þegar freyðir í ölglasi. Allt sem deyr, jafnt ofansjávar sem í höfunum, frá smæsta grasstrái upp í stórhveli er leyst upp af þessum sveppagróðri og bakteríum og breytist að stórum hluta í koldíoxíð. Í höfunum kemur líka mikið frá fiskum og öðrum lífverum  Margt smátt gerir eitt stórt, og menn ættu að hafa í huga að örverur eru meira en helmingur af því sem lifir, öllum lífmassa jarðar.

Um allt þetta tala þeir sem býsnast út af „súrnun sjávar“ aldrei. Það er út af fyrir sig rétt að vatn getur tekið til sín lofttegundir, súrefni, koldíoxíð o.fl. að vissu marki í hlutfalli við loftþrýsing og hitastig. Gróðurhúsamenn virðast hins vegar halda, að allt koldíoxíð í höfunum komi úr því agnarlitla magni sem er í andrúmsloftinu, þ.e.  þeim ca 400 grömmum (ekki kílóum)  þess sem finnast í hverju tonni gufuhvolfsins, og aukning þess um fáein grömm í hverju tonni muni breyta heimshöfunum í gallsúra eyðimörk!“

Vilhjálmur Eyþórsson, 14.4.2015 kl. 22:54

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Mannkynið hefur haft mikil áhrif á umhverfið, land, vatn, sjó og loft, sem mannkynið lifir allt á, og mikil loftmengun er víða í heiminum, eins auðveldlega má sjá.

Miklu máli skiptir að minnka mikið mengun í heiminum og harla einkennilegt ef einhverjir eru á móti því.

Menn ráða því hins vegar að sjálfsögðu sjálfir hvaða skoðanir þeir hafa á alls kyns staðreyndum.

Vísindi byggjast á staðreyndum og alltaf verða til menn sem ekki vilja viðurkenna staðreyndir, til að mynda þá staðreynd að mikil loftmengun er slæm fyrir alla menn.

Það er aðalatriði málsins.

Þorsteinn Briem, 14.4.2015 kl. 22:56

5 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Ritgerðina í heild sinni má lesa hér: http://vey.blog.is/blog/vey/entry/1639746/#comments

Vilhjálmur Eyþórsson, 14.4.2015 kl. 22:56

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

10.3.2015:

"Vaxandi öfgar í veðri kunna að vera af völdum aukinnar mengunar í andrúmsloftinu.

Gríðarleg loftmengun, sérstaklega frá Kína, er talin hafa víðtæk áhrif á veðurfar víða um heim.

Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA.

Í niðurstöðum NASA kemur fram að miklir stormar í andrúmsloftinu séu af völdum mengunar.

Hún hafi áhrif á háloftavindana og geti haft áhrif á þær kröppu lægðir sem menn upplifi nú."

Telja mengun valda öfgum í veðurfari

Þorsteinn Briem, 14.4.2015 kl. 22:59

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

24.3.2015:

"Zheng Guogang æðsti yfirmaður veðurfræðistofnunar Kína varar við að veðurfarsbreytingar vegna mengunar muni hafa mjög alvarlegar afleiðingar í Kína.

Veðurfarsbreytingar skapi alvarlega ógn og muni draga úr kornuppskeru og skaða lífríkið.

Kína mengar mest allra ríkja heims og því er spáð að losun Kínverja á lofttegundum sem valda loftslagsbreytingum muni ná hámarki innan 15 ára.

Zheng segir í viðtali við kínversku ríkisfréttastofuna Xinhua að verði ekkert að gert stefni Kína hraðbyri í hörmungar af völdum loftslagsbreytinga.

Hitastig vegna loftslagsbreytinga hafi nú þegar hækkað meira í Kína en sem nemur meðaltali í heiminum.

Þrátt fyrir að loftmengun mælist nú yfir hættumörkum í Peking og mörgum öðrum stórborgum þá hafa stjórnvöld ekki sett sér ákveðin markmið í að draga úr losun mengandi gróðurhúsalofttegunda eins og koltvísýringi.

Þetta geti leitt til meiri öfga í veðri, þurrka, meiri úrkomu og hærri lofthita, sem ógni rennsli fljóta og uppskeru."

Veðurfarsbreytingar skapi alvarlega ógn

Þorsteinn Briem, 14.4.2015 kl. 23:00

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þorsteinn Briem, 14.4.2015 kl. 23:06

11 identicon

Sæll Ómar.

Hverjir hagnast svo mest á þessum gervivísindum;
hamfara- og heimsendaspám?

Þú þarft endilega að líta inní kaffi
hjá Páli Bergþórssyni!
(mér er sagt að hann eigi fulla þrjá poka af vínirbrauðum
og tebollum útí bílskúr hjá sér)

Húsari. (IP-tala skráð) 15.4.2015 kl. 02:30

12 identicon

http://co2now.org/

Matthías (IP-tala skráð) 15.4.2015 kl. 10:14

13 identicon

Ágætt video frá potholer54
https://www.youtube.com/watch?v=VUk0tm47yr8

DoctorE (IP-tala skráð) 15.4.2015 kl. 11:43

14 identicon

Gjálpargosið í Vatnajökli 1996 , skilaði þvílíkum efnum í andrúmsloftið,

að íslendingar í 100 ár og meira munu aldrei ná að jafna það í útblæstri.

Gosin sem komu eftir það, hafa alveg séð út um það, að við munum aldrei

ná þessari mengun. En gott að geta skattlagt það á almenning sem ekur

um á mengandi bílum. En þegar litið er til sögunnar, þá er það móðir

náttúra, sem hefur titilinn, sem mest mengandi skaðvaldur.

Ef við lítum á Íslandssöguna, þá sá móðir náttúra,

algjörlega um þetta sjálf. Hér er smá saga, bara af Íslandi...

    • fyrir um 16 000 000 árum - elsta berg sem þekkt er á Íslandi myndaðist í hraungosi.

    • um 6700 f.Kr. - Stórgos á Veiðivatnasvæðinu, þá rann Þjórsárhraunið mikla. Þetta er mesta hraungos sem vitað er um að orðið hafi á Íslandi. Þjórsárhraunið er hátt í 1000 ferkílómetrar að flatarmáli og rann yfir 100 km leið allt til sjávar og myndar ströndina milli Þjórsár- og Ölfusárósa.

    • um 5000 f.kr. - Hekla (H5). Fyrsta súra gjóskugosið í Heklu. Þá féll öskulagið H5 en það finnst í jarðvegi á miðhálendinu og víða um Norðurland.

    • um 3000 f.Kr. - Vestmannaeyjar. Myndun Helgafells og eldra hraunsins á Heimaey.

    • um 2500 f.Kr. - Hekla (H4)

    • um 1000 f.Kr. - Katla. Tvö öskulög á Suðurlandi og Reykjanesskaga.

    • um 900 f.Kr. - Hekla (H3)

    9. og 10. öld

      • um 870 - Ösku- og hraungos í Vatnaöldum, Landnámslagið myndast

      • um 900 - ? í Vatnajökli

      • um 900 - Krafla

      • um 900 - Hallmundarhraun rennur.

      • um 900 - Rauðhálsahraun í Hnappadal

      • um 905 - ? í Vatnajökli

      • um 920 - Undan Reykjanesi, staðsetning óviss. Gjóskulag frá gosinu er þekkt.

      • um 920 - Katla (öskulag nefnt Katla-R)

      • um 934 - Katla og Eldgjá. Mikið hraunflóð úr Eldgjá rann yfir Álftaver, Meðalland og Landbrot. Sennilega sá jarðeldur, sem Molda-Gnúpur og hans fólk hrökklaðist undan skv. Landnámu. Landnáma segir einnig frá myndun Sólheimasands í miklu hlaupi Jökulsár.

      • um 940 - Í Vatnajökli/Veiðivötnum (gjóskulag á NA-landi)

      • um 1000 - Katla. Gjóskulag er frá þessum tíma. Heimild fyrir hlaupi.

      11. öld

        • um 1060 - ? í Vatnajökli

        12. öld

          • 1104 - Hekla. Fyrsta gos hennar á sögulegum tíma og það mesta. Mikið öskufall til norðurs og norðausturs. Þjórsárdalur eyddist, þ.á m. bærinn Stöng.

          • 1151 - Krýsuvíkureldar. Gos í Trölladyngju; Ögmundarhraun og Kapelluhraun renna.

          • 1158 - Hekla, gos nr. 2

          • um 1160 - ? í Vatnajökli

          • 1160-1180 - Tvisvar gaus í sjó undan Reykjanesi (öskulög þekkt)

          • 1179 - Katla. Heimildir eru óljósar en öskulag hefur fundist í Grænlandsjökli.

          • 1188 - ? Rjúpnadyngjuhraun og Mávahlíðahraun runnu

          13. öld

            • 1206 - Hekla, gos nr. 3

            • 1222 - Hekla, gos nr. 4

            • 1223 - undan Reykjanesi, staðsetning óviss.

            • 1225 - undan Reykjanesi, staðsetning óviss.

            • 1226-27 - nokkur gos á Reykjanesi. Þeim eru eignuð Yngra Stampahraun, (Klofningahraun), Eldvarpahraun, Illahraun og Arnarseturshraun. Sandvetur af völdum mikils öskugoss við Reykjanestá og féll svokallað Miðaldalag. Harðindi í kjölfarið.

            • 1231 - undan Reykjanesi, staðsetning óviss.

            • 1238 - undan Reykjanesi, staðsetning óviss.

            • 1240 - undan Reykjanesi, staðsetning óviss.

            • 1245 - Katla. Eldur og hlaup úr Sólheimajökli.

            • 1262 - Katla. Eldur með miklu öskufalli í Sólheimajökli. Síðasta hlaupið á Sólheimasandi.

            • 1300-01 - Hekla, gos nr. 5. Mikið öskufall í Skagafirði og hungursneyð í kjölfarið.

            14. öld

              • 1311 - Katla. Myrkur á Austfjörðum og öskufall víða um land. Mikið hlaup, sennilega á Mýrdalssandi, en heimildir um það eru óljósar og misvísandi. Ótíð og heybrestur árið eftir með tilheyrandi mannfalli.

              • 1332 - í Vatnajökli, sennilega í Grímsvötnum.

              • 1340 - ? Brennisteinsfjöll (engin hraun frá 14. öld hafa fundist á Reykjanesskaga)

              • 1341 - Hekla, gos nr. 6. Askan barst vestur um Borgarfjörð og Akranes. Mikill skepnufellir, sérstaklega á Rangárvöllum og eyddust margar byggðir.

              • 1341 - ? Grímsvötn

              • 1354 - ? Grímsvötn

              • 1357 - Katla. Mikið gos og tjón.

              • 1362 - Knappafellsjökull. Mesta öskugos Íslandssögunnar. Eyddist Litla-Hérað allt og virðast fáir hafa komist af. Var sveitin nefnd Öræfi þegar hún fór að byggjast aftur og jökullinn Öræfajökull. Mest af öskunni barst til austurs á haf út en eyddi þó miklu af Hornafirði og Lónshverfi í leiðinni. Jökulhlaup fram á Skeiðarársand og út í sjó.

              • 1372 - norðvestan Grímseyjar

              • 1389-90 - í og við Heklu, gos nr. 7. Norðurhraun rennur, Skarð, Tjaldastaðir og e.t.v. fleiri bæir fara undir hraun.

              15. öld

                • 1422 - undan Reykjanesi. Eyja myndast og stendur í nokkur ár.

                • 1440 - Hekla eða nágrenni

                • 1477 - á Heljargjárrein. Gos á langri sprungu í Veiðivötnum allt að vestanverðum Vatnajökli.

                • um 1500 - í Vatnajökli

                16. öld

                  • 1510 - Hekla, gos nr. 8. Stórgos með miklu öskufalli til suðurs. Stærsta Hekluhraun frá sögulegum tíma. Mikil landeyðing í Rangárvallasýslu í kjölfarið.

                  • 1554 - Vondubjallar suðvestur af Heklu. Gosið stóð í 6 vikur um vorið. Rauðubjallar mynduðust og frá þeim rann Pálssteinshraun.

                  • um 1582 - við Eldey

                  • 1597 - Hekla, gos nr. 9. Gos hófst 3. janúar og stóð langt fram á sumar. Gjóska dreifðist víða en olli litlum búsifjum, þó helst í Mýrdal.

                  17. öld

                    • 1612 - Katla (og/eða Eyjafjallajökull). Gos hófst 16. október en heimildum ber ekki saman um í hvorum jöklinum hafi gosið, Katla talin líklegri.

                    • 1625 - Katla. 2. - 14. september. Stórgos með miklu öskufalli til austurs. 25 bæir fóru í eyði. Þorsteinn Magnússon klausturhaldari í Þykkvabæ skrifaði skýrslu um gosið, hina fyrstu sinnar tegundar á Íslandi.

                    • 1636-37 - Hekla, gos nr. 10. Gosið hófst 8. maí og stóð í rúmt ár. Öskufall til norðausturs og tjón lítið.

                    • 1681 - í Vatnajökli

                    • 1684-85 - Grímsvötn. Stórt hlaup í Jökulsá á Fjöllum, einn maður fórst auk fjölda búfjár.

                    • 1693 - Hekla, gos nr. 11. Gos hófst 13. febrúar og stóð fram á haust. Mikið öskufall til norðvesturs í upphafi goss sem olli miklu og varanlegu tjóni í nærsveitum.

                    • 1697 - í Vatnajökli

                    18. öld

                      • 1702 - í Vatnajökli

                      • 1706 - í Vatnajökli

                      • 1716 - í Vatnajökli

                      • 1717 - í Vatnajökli

                      • 1721 - Katla. Mikið öskufall, um 1 km³ og stórhlaup.

                      • 1725 - í Vatnajökli

                      • 1725 - suðaustur af Heklu

                      • 1726 - í Vatnajökli

                      • 1727 - Öræfajökull, við jökulrætur ofan Sandfellsskerja. 3 fórust.

                      • 1746 - Mývatnseldar, 1 gos

                      • 1753 - suðvestan Grímsvatna

                      • 1755-56 - Katla. Gosið hófst 17. október og stóð fram í miðjan febrúar. Barst mikil aska, um 1,5 km³, til austnorðausturs og olli miklu tjóni í Skaftártungu, Álftaveri og Síðu. Mikið hlaup á Mýrdalssandi, mest vestan við Hafursey. Eldingar bönuðu 2 mönnum. Um 50 bæir fóru í eyði, flestir þó aðeins tímabundið.

                      • 1766 - vestanvert í Vatnajökli, sennilega í Bárðarbungu.

                      • 1766-68 - Hekla, gos nr. 12. Öskufall í Húnavatns- og Skagafjarðarsýslum. 10 jarðir fóru í eyði.

                      • 1783 - á Reykjaneshrygg suðvestur af Eldey. Nýey reis úr sjó en hvarf fljótt aftur.

                      • 1783-84 - Skaftáreldar / Grímsvötn. Hraun runnu meðfram Skaftá og Hverfisfljóti niður á láglendi og þöktu um 580 km². Öskufall og eiturmóða ollu heybresti og hungursneyð um mestallt land.

                      19. öld

                        • 1821-23 - Eyjafjallajökull. Gosið hófst 19. desember og var kraftlítið framan af. Ekkert hraun rann en nokkurt öskufall varð. Hlaup til norðurs út í Markarfljót.

                        • 1823 - í Vatnajökli

                        • 1830 - Eldeyjarboði

                        • 1845-46 - Hekla, gos nr. 13. Gosið hófst 2. september og stóð í um 7 mánuði. Mikið öskufall til suðausturs og hlaup í Ytri-Rangá. Hraun runnu til vesturs og norðvesturs, um 25 km², og var bærinn Næfurholt fluttur um set vegna þessa.

                        • 1860 - Katla. Lítið gos.

                        •  ? 1861 - Grímsvötn

                        • 1862-64 - á Heljargjárrein. Gos hófst 30. júní á um 15 km langri sprungu norðan Tungnaárjökuls. Mynduðust þar Tröllagígar og rann frá þeim Tröllahraun.

                        • 1872 - í Vatnajökli

                        • 1874 - Askja. Líklegt gos í febrúar. Gufumekkir sáust.

                        • 1875 - Askja. Hraungos hófst 3. janúar. Sigketill byrjaði að myndast síðar í mánuðinum.

                        • 1875 - Askja. Hraungos hófst í Sveinagjá á Mývatnsöræfum 18. febrúar á 25 km langri sprungu. Stóð það fram í miðjan ágúst og rann frá því Nýjahraun. Talið vera kvikuhlaup undan Öskju.

                        • 1875 - Askja. Eitt mesta öskugos Íslandssögunnar hófst 28. mars og stóð í um 8 klst. Gaus úr Víti og fleiri gígum. Mikið tjón af öskufalli um miðbik Austurlands og fóru margir bæir í eyði. Fluttust margir Austfirðingar til Vesturheims í kjölfarið. Vísir að Öskjuvatni myndaðist og stækkaði það jafnt og þétt. Fleiri gosa varð vart á næstu mánuðum.

                        • 1876 - Askja. Seinast sást til elds í árslok.

                        • 1876 - í Vatnajökli

                        • 1878 - Krakatindur austan Heklu

                        • 1879 - Geirfuglasker

                        •  ? 1884 - nálægt Eldey. Óljósar heimildir.

                        •  ? 1885 - Grímsvötn

                        •  ? 1896 - líklegt gos suður af Vestmannaeyjum

                        20. öld

                          • 1910 - Grímsvötn. Öskufalls varð vart austanlands frá júní til nóvember.

                          • 1913 - Mundafell / Lambafit austan við Heklu.

                          • 1918 - Katla. Gosið hófst 12. október og var lokið 5. nóvember. Gosmökkurinn náði 14,3 km hæð og olli talsverðu tjóni í Skaftártungu. Mikið hlaup á Mýrdalssandi og voru leitarmenn þar hætt komnir en margt fé týndist.

                          • 1921 - Askja. Lítið hraungos.

                          • 1922 - Askja. Lítið hraungos.

                          • 1922 - Grímsvötn. Gos hófst í lok september og lauk innan mánaðar.

                          • 1923 - Askja. Lítið hraungos.

                          • 1923 - Grímsvötn. Smágos.

                          • 1926 - Askja. Gos um sumarið. Lítil eyja myndaðist í Öskjuvatni.

                          • 1926 - við Eldey. Ólga í sjónum í nokkrar klst.

                          • 1927 - við Esjufjöll. Smágos og allmikið hlaup undan Breiðamerkurjökli sem varð einum manni að bana.

                          • 1929 - Kverkfjöll. Eldur sást lengi um sumarið.

                          • 1933 - Grímsvötn. Smágos.

                          • 1934 - Grímsvötn. Gos hófst í lok mars og stóð fram í miðjan apríl.

                          • 1938 - Grímsvötn. Gos nyrst í öskjunni en komst ekki upp úr jökulísnum.

                          •  ? 1941 - Grímsvötn. Hugsanlegt gos.

                          •  ? 1945 - Grímsvötn. Hugsanlegt gos.

                          • 1947-48 - Hekla, gos nr. 14. Gosið hófst 29. mars með sprengingu. Gosmökkurinn náði 30 km hæð; öskufall til suðurs yfir Fljótshlíð og Eyjafjöll. Heklugjá opnaðist endilöng, um 0,8 km³ af hrauni runnu, mest til vesturs og suðvesturs úr Axlargíg.

                          •  ? 1954 - Grímsvötn. Hugsanlegt gos.

                          •  ? 1955 - Katla. Sennilega smágos undir jöklinum. Lítið hlaup.

                          • 1961 - Askja. Hraungos hófst 26. október á um 300 m langri sprungu og stóð fram í lok nóvember.

                          • 1970 - Hekla, gos nr. 15. Gos hófst 5. maí í suðvesturhluta Heklugjár og í Skjólkvíum norðan fjallsins. Talsvert öskufall til NNV, allt norður í Húnavatnssýslur. Í fjallinu sjálfu hætti virknin eftir nokkra daga en í Skjólkvíum gaus í um 2 mánuði.

                          • 1973 - Vestmannaeyjar. 1600 m löng gossprunga opnast austast á Heimaey 23. janúar. Um þriðjungur bæjarins fór undir hraun, yfir 400 eignir eyðilögðust. Eldfell myndaðist og Heimaey stækkaði til austurs.

                          • 1975 - Kröflueldar, 1. gos 20. desember. Hraungos á stuttri sprungu við Leirhnjúk.

                          • 1980-81 - Hekla, gos nr. 16. Gosið hófst 17. ágúst og stóð fram á hinn 20.. Aska barst til norðurs, hraun rann mest til vesturs og norðurs. Gosið tók sig upp aftur 9. apríl árið eftir og lauk endanlega 16. apríl.

                          • 1983 - Grímsvötn. Smágos í maílok.

                          •  ? 1984 - Grímsvötn. Sennilega smágos.

                          •  ? 1985 - Lokahryggur undir Vatnajökli. Hugsanlegt smágos. Gosórói á mælum og sigkatlar í jöklinum.

                          • 1991 - Hekla, gos nr. 17. Gos hófst 17. janúar í suðurhluta Heklugjár en dróst fljótt saman. Einn gígur austan í fjallinu var virkur til 17. mars. Talsvert hraun rann sunnan megin í fjallinu en öskufall var lítið.

                          • 1996 - Gjálpargosið / Bárðarbunga. Gos hófst 30. september á 4-5 km sprungu undir jökli milli Bárðarbungu og Grímsvatna og stóð til 13. október. Skjálftavirknin benti til kvikuhlaups frá Bárðarbungu. Bræðsluvatn rann til Grímsvatna og hljóp þaðan út á Skeiðarársand 5. nóvember.

                          21. öld

                            Bara eldgosið í holuhraui, var svo svæsið, að það tæki bíla og

                            skipaflota okkar Íslendinga hundruð ár, til að ná þeirri mengun.

                            Ég ætla samt ekki að draga úr því að mannkynið eigi góðan hlut

                            í því sem er að gerast, en það er ekkert í líkindum við náttúruöflin.

                            Hún sér um sig, hvað sem hver segir.

                            Sigurður K Hjaltested (IP-tala skráð) 15.4.2015 kl. 22:22

                            Bæta við athugasemd

                            Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

                            Innskráning

                            Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

                            Hafðu samband