Vorið er komið, - en fólk virðist ekki trúa því.

"Vorið er komið og grundirnar gróa, - en sumardekkin, hvað með þau?" Þetta kom mér í hug i gær þegar ég fór með bíl konunnar til þess að setja sumardekkin undir. Og þótt fyrr hefði verið.

Við ´það sparast minnst 1500 krónur á mánuði í bensínkostnað og sumardekkin rúlla betur, eru hljóðlátari og með mun betra grip  og hemlun á malbikinu, einkum þegar ekið er hratt í vatni og pollum.  

Ég hafði búið mig undir að fara í langa biðröð, en í ljós kom að það var lítið að gera á hjólbarðastöðvunm. Þar sögðu starfsmenn að fólk héldi að sér höndum í stórum stíl við að skipta um dekk.  

Hvernig mátti það vera þegar spáð er vorveðri að mestu eins og langt og spáin nær, fram í að minnsta kosti miðja næstu viku, 5-13 stiga hita?

Meðalhiti að degi til í Reykjavík 22. apríl er 5 stig og fer hækkandi um 0,1 stig á hverjum degi, en samt ætlar fjöldi fólks að halda áfram að berja göturnar með nöglum áfram. 

Fyrr má nú vera trúin á að það byrji að snjóa og snjóa og það dag eftir dag ! 


mbl.is Tímabundið vor á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Nú í ár er spáð tímabundnu vori, sumri, hausti og vetri.

"Þetta verður allt saman tímabundið," segir Trausti Jónsson veðurfræðingur.

Þorsteinn Briem, 15.4.2015 kl. 09:47

2 identicon

Fyrir þrem árum var allt á kafi í snjó 1. maí.

Fæstir eiga þrjá ganga; nagladekk yfir háveturinn þegar hætta er á klaka sérstaklega í íbúðagötum, vetrardekk til að nota snemma og síðla vetrar þegar von er á snjó og hálku en klakamyndun ekki svo líkleg og svo sumardekk.

Nýleg sumardekk geta reyndar sloppið til talsvert fram á vetur og óhætt að setja frekar snemma undir.  Séu menn með ónelgd vetrardekk má líka setja þau snemma undir og skipta frekar seint á sumarganginn.

ls (IP-tala skráð) 15.4.2015 kl. 10:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband