Fordæmin 1962-65 og 1990. "Bimm-bamm, bimm-bamm?"

1961 var harðvítugt verkfall sem endaði með 13% launahækkun og í kjölfarið var gengi krónunnar fellt um 13%. Báðir aðilar höfðu spilað út trompum sínum, allir höfðu tapað og verðbólgan hélt áfram. 

Hálfu öðru ári síðar stefndi í annað eins verkfall og einnig í það að ríkisstjórnin myndi setja lög á kjaradeilurnar. 

Ég man enn vel hve mikill uggur var í fólki yfir þeim enn stærri og verri átökum sem virtust óumflýjanleg þegar fylgst var með umræðum á Alþingi. 

Þá gerðist það að sæst var á það að gefa frest til þess að forðast ófarirnar, sem blöstu við, og leita eftir lausn. 

Hún fannst í júní 1964, var kölluð Júnísamkomulagið og síðan framlengd réttu ári seinna með öðru Júnísamkomulagið. Sagt var að trúnaður og vinátta milli oddvita launafólks og Bjarna Benediktssonar hefði gert þessa óvæntu lausn mögulega. 

Í grínvísusyrpu sem ég söng á útmánuðum 1965, lýsti ég hugsanlegum nýjum samkomulagsumleitunum Eðvarðs Sigurðssonar, formanns Dagsbrúnar og Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra undir laginu "Bimm-bamm, bimm-bamm, bimmbi-rimmbi-rimm-bamm.

Þetta var lag vinsæls barnaleiks þar sem börnin heimsóttu hvert annað, tvö og tvö, og hægt að nota textann orðréttan úr barnaleiknum, en í honum var valið hverju sinni, hvað í boði væri og hvað fengist að launum. 

Auðvelt var fyrir einn söngvara að setja hann á svið varðandi samskipti Eðvarðs og Bjarna, vegna þess hve auðvelt var að herma eftir Bjarna, sem hafði sérkennilega rödd, áherslur og tón. Orð Bjarna eru skástrikuð: 

"Bimm-bamm, bimm-bamm, bimmbi-rimmbi-rimmbamm!

Hver er að berja?, Bimmbi-rimmbi-rimm-bamm!

Það er hann Eðvarð, bimmbi-rimmbi-rimmbamm!

Hvern vill hann finna? Bimmbi-rimmbi-rimmbamm.

Elskulegan Bjarna sinn, bimmbi-rimmbi-rimmbamm. 

Hvað vill hann honum?, bimmbi-rimmbi-rimmbamm.

Leysa kjaradeiluna, bimmbi-rimmbi-rimmbamm. 

Hvað fær hann að launum?, bimmbi-rimmbi-rimmbamm. 

Annað júnísamkomulag, bimmbi-rimmbi-rimmbamm. 

Allt í lagi, all-right, bimmbi-rimmmbi-rimmbamm. 

Á þeim tíma sem lagið var sungið á útmánuðum stefndi að nýju í verkföll (það má finna á hljómplötu undir heitinu "Syrpa um allan fjandann.") þannig að spádómurinn um nýtt Júnísamkomulag var dálítið glannalegur.

En hann rættist samt.

Nú er það eina von okkar að reynslan frá árunum 1962-65 og síðan reynslan af Þjóðarsáttinni 1990 verði nýtt og búið til "einn eitt Júnísamkomulag".

Má biðja um Bimmbamm-bimmbamm aftur? Nýr Bjarni Ben er kominn til sögunnar. 


mbl.is Milljarðar í verkfallssjóðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Sæll Ómar, ég var orðinn virkur í kjaramálum 1964 og ætla mér ekki að líkja þessum tímabilum saman. Auðvitað var nauðsynlegt að reyna að stokka þessi mál upp. 

Ég var þátttakandi svo nefndum ,,Þjóðarsáttarsamningum" og var þátttakandi í þeim undirbúningi sem nauðsynlegur var til að hægt að væri að fara í slíkan samning. 

Samningar allann 9. áratuginn snérust að miklu leiti um að stíga dansinn um vísitöluna og hvernig mætti auka kaupmátt með tiltölulega litlum launahækkunum. 

Samningurinn 19990 var út af fyrir sig aldrei þjóðarsátt því fjölmargir aðilar stóðu fyrir utanþessa samninga og gerðu baksamninga  

Alli vissu að þessi samningur var aldrei ætlaður til langstíma. Samið var um lækkuð laun margra hópa og þá var verið að reyna að koma í veg fyrir fyrirsjáanlega kollsteypu. 

Það stóðu bara ekki aðilar við þann samning

Kristbjörn Árnason, 29.4.2015 kl. 11:48

2 Smámynd: Ragna Birgisdóttir

Ríkisstjórn Íslands er eins og lélegt íþróttalið skipað leikmönnum úr mörgum íþróttagreinum,í lélegu formi ,vitandi ekki hvar á vellinum þau eiga að vera. Arfaslakar sendingar,markmaðurinn gefur mörk,fyrirliðinn eins og hálfviti sem gerir ekkert annað en að rífa kjaft,þjálfarinn algjörlega úr takti við liðið,varamennirnir sitja og prjóna á bekknum og fylgismenn liðsins steindauðir af meðvirkni á pöllunum.

Ragna Birgisdóttir, 29.4.2015 kl. 11:52

3 Smámynd: Jack Daniel's

Gaman að finna þetta hérna.
Kemur þegar komið er rúmlega eina og hálfa mínútu inn í lagið.
https://www.youtube.com/watch?v=NI_1FG76kqY

Jack Daniel's, 29.4.2015 kl. 12:11

4 identicon

Ragna Birgisdóttir finnst þér ekki óábyrgt af launafólki að reyna að koma af stað verðbólgubáli af því það er óánægt með ríkisstjórnina? Er fólk að fara í verkfall því það er á móti kaupmáttaraukningu eða auknu atvinnuframboði?

Er það ekki ólýðræðislegt að ríkisstjórnir(þessi eða einhverjar aðrar) séu neyddar í einvher útspil til að aðilar geti gert samninga sín á milli?

Góður pistill Ómar, takk fyrir hann. 

Jón Viðar Þorsteinsson (IP-tala skráð) 29.4.2015 kl. 13:18

5 identicon

Það er líka erfitt að skilja svona

Boðaðir verkfallsdagar eru eftirfarandi

    • 30. apríl: frá kl 12:00 á hádegi til miðnættis.

    • 6. maí: allur dagurinn.

    • 7. maí: allur dagurinn.

    • 19. maí: allur dagurinn.

    • 20. maí: allur dagurinn.

    • 26. maí: Ótímabundin vinnustöðvun hefst á miðnætti aðfaranótt 26. maí 2015.

    Grímur (IP-tala skráð) 29.4.2015 kl. 16:04

    6 identicon

    Gaman að þessu.  Við þetta má bæta að starfsmenn Útvegsbankans fóru í verkfall í nóvember 1964 til að mótmæla pólitískri stöðuveitingu.  Þeir voru dæmdir í fangelsi fyrir vikið.

    Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 29.4.2015 kl. 17:24

    7 Smámynd: Ragna Birgisdóttir

    Jón Viðar! Nei mér finnst það ekki.

    Ragna Birgisdóttir, 29.4.2015 kl. 18:13

    Bæta við athugasemd

    Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

    Innskráning

    Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

    Hafðu samband