Ekki nóg, heldur að bæta í.

Helstu hugmyndasmiðir Græðgisbólunnar og Hrunsins hafa verið að sækja í sig veðrið að undanförnu. "Það þýðir ekki að hugsa smátt" er kjörorðið. Hljómar kunnuglega:

"Árangur áfram - ekkert stopp" var kjörorð í síðustu Alþingiskosningunum fyrir Hrunið og var þá átt við það, sem Hannes Hólmsteinn sagði um Græðgisbóluna, að vöxtur íslenska bankakerfisins væri ekki nógur, það þyrfti að bæta í!

Árið 2002 má kalla upphafsár þessa fyrirbæris, því að þá hófst sóknin á mörgum sviðum samtímis, enda "dugði ekki að hugsa smátt."

Bankarnir og fleiri ríkisfyrirtæki voru gefin einkavinum græðgisgauranna á silfurfati og vaðið út í langstærstu og verstu framkvæmdir Íslandssögunnar með þvílíkum umhverfisfórnum og spjöllum í "hernaðinum gegn landinu" að tók jafnvel því fram sem Nóbelskáldið varaði við í frægustu blaðagrein sinni 1970.

Ofstopamennirnir á þessu sviði hafa lag á að nýta sér þörf venjulegs fólks á bjartsýni og framsýni og klæða loftkastala sína og sápukúlur í skrumkenndar umbúðir þar sem dans í kringum gullkálfinn og skammgróðadýrkun á kostnað komandi kynslóða eru dásömuð.

"Sælir eru hógværir því að þeir munu jörðina erfa" var einhvern tíma sagt og einni "gætið að liljum vallarins."

Ætli það sé ekki farsælast að íhuga æðruleysisbæn fíkla, þar sem ekki aðeins er brýnt fyrir fólki að reyna að breyta því sem hægt er að breyta en einnig að sætta sig við það, sem ekki verður breytt, - og biðja um vit til að greina þarna á milli.  


mbl.is Þýðir ekki að hugsa smátt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband