Óli Jó stóð í ströngu.

Fjárkúgun er nýtt fyrirbrigði hér á landi þegar sögusagnir og getgátur fljúga um. En harkaleg ummæli varðandi sögusagnir og getgátur eiga fordæmi, svo sem árið 1976, þegar Ólafur Jóhannesson, þáverandi dómsmálaráðherra, stóð í ströngu og ásakanir gengu á báða bóga. 

Sérkennileg tilviljun er að andi helstu upphlaupsmála frá 1976 er á sveimi í nokkrum fréttum þessara daga um Geirfinns- og Guðmundarmál, ummæli um mafíu  (Sikiley Íslands) og fjárkúgun á grundvelli getgátna og sögusagna.

Vilmundur Gylfason sakaði Óla Jó um óeðlileg afskipti af svonefndum Klúbbmáli þar sem flokksbróðir hans kom við sögu og sögusagnir leiddu til þess að framkvæmdastjóri Klúbbsins var handtekinn og hafður saklaus í haldi vikum saman vegna Geirfinnsmálsins.

Óli Jó sagði að á bak við þetta stæði "Vísis-mafía" og klykkti út með orðunum: "Mafía er hún og mafía skal hún heita!"

Nú les maður á blogginu að fréttastofa RUV sé aðal skúrkurinn í fjárkúgunarmálinu, enda hafi fréttastjóri og fréttamaður RUV "setið á sakabekk" þegar kveðinn var upp sýknudómur yfir þeim.  


mbl.is Hótað vægðarlausri umfjöllun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Grein Vilmundar "Er hægt að þegja öllu lengur?" er í Vísi 30. janúar 1976:9. Spurning hvort að blint hatur á Framsóknarflokknum hafi leitt til réttarmorðs? 

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 2.6.2015 kl. 22:28

2 identicon

"Fréttaflutningur" Ríkisútvarpsins af þessu máli hefur verið harla einkennilegur í dag.

Fyrst er getið tengsla milli annarrar konunnar við  Björn Inga, eigenda Vefpressunar og DV og "flokksbróður" Sigmundar Davíðs, og "fjárhagslegum tengslum" Björns og Sigmundar. Ekki er sleginn varnagli við þessum tengslum, þetta eru ekki "meint fjárhagsleg tengsl", nei, samkvæmt Ríkisútvarpinu eru þessi tengsl til staðar.

Seinna um daginnn er rætt við framkvæmdastjóra fjölmiðlanefndar, og bragð gert úr innihaldi kúgunarbréfsins, að Sigmundur Davíð kunni að hafa lagt Birni fé til kaupanna, og hún spurð hvort könnuð hafi verið fjárhagsleg tengsl við kaupin.

Við vinnslu á fyrri fréttinni er nafnlausra heimilda getið.

Og nú koma spurningarnar:
1. Af hverju gat Ríkisútvarpið þess ekki, að annar kúgaranna er fyrrverandi starfsmaður Ríkisútvarpsins?
2. Hver var nafnlausi heimildarmaðurinn sem hafði þessa vitneskju um innihald bréfsins?
3. Hvaða vitneskju hefur Ríkisútvarpið um fjárhagsleg tengsl Björns Inga og Sigmundar Davíðs?
4. Var Ríkisútvarpið þáttakandi í blekkingarleik (sting operation) tveggja blaðamanna, sem ætluðu að "afhjúpa" Sigmund Davíð?
5. Var flýtirinn við fréttaflutninginn, að koma "upplýsingum" úr kúganarbréfinu á framfæri til landsmanna, áður en Sigmundi Davíð gæfist færi á að tjá sig?
6. Af hverju gerði Ríkisútvarpið sér mat úr "fjárhagslegum" tengslum Sigmundar Davíðs og Björns Inga, en ekki þeim alvarlega glæp að fyrrverandi blaðamaður Ríkisútvarpsins gerðist sekur um fjárkúgun?

Stóra spurningin er, er Ríkisútvarpið orðin svo rotin stofnun, að starfsmenn þar álíti það tilgang sinn að "taka niður" forsætisráðherra landsins?

Áður en þeirri spurningu er svarað, sem hver getur fyrir sig, af hverju lagði Ríkisútvarpið áherslu á Sigmund Davíð og Björn Inga, en ekki tvo glæpamenn úr blaðamannastétt?

Hilmar (IP-tala skráð) 2.6.2015 kl. 23:04

3 identicon

Þess skal getið, að hér að ofan er talað um "tvo glæpamenn úr blaðamannastétt", auðvitað á að tala um tvo "meinta" glæpamenn úr blaðamannastétt. Betra að bíða eftir því að þessir tveir blaðamenn verði fundnir sekir af réttum aðilum, áður en stimplar eru notaðir.

Hinsvegar er líka rétt að geta þess, að þó þessir blaðamenn verði fundnir sekir um meintan glæp, þá geta þeir hugsanlega leiðrétt hlut sinn hjá mannréttindadómstól Evrópu.

Hilmar (IP-tala skráð) 2.6.2015 kl. 23:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband