Lélegt slitlag vegna skammtímasjónarmiða.

Borgarbúar hafa verið óvenju seinir til að taka neglda hjólbarða af bílunum í vor. 

Lögreglan tilkynnti um miðjan apríl að vegna þess að það væri smá von um hálku einhvern hluta úr degi yrði ekki sektað fyrir að berja göturnar með nöglunum eftir að leyfilegum tíma til nota þeirra yrði lokið. 

Smá hálka kom einn morgun og göturnar voru miskunnarlaust barðar með nöglunum fram í maí. 

Önnur aðalástæðan fyrir svifrykinu er sú að slitlag í götum borgarinnar er að mestu leyti miklu lélegra en í nágrannalöndunum vegna þess að notað er grágrýti í það. 

Af þessum tveimur orsökum er slitið miklu meira hér en erlendis og það skapar svifrykið. 

Skammtímasjónarmið verða ævinlega ofan á. Menn tíma ekki að nota miklu dýrara efni vegna fjárhags í núinu þótt dýrara efni muni borga það upp með tímanum í formi margfalt minna slits. 


mbl.is Mengun yfir heilsuverndarmörkum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Tek undir með þér með slitlagið og naglana, annar þáttur er saltið sem leysir upp tjöruna í malbikinu og svo koma naglarnir og tæta það upp.

Mér finnst að það mætti líka huga að því að steypa götur sem eru undir miklu álagi. Keyrði um daginn á Akranesi á steyptum vegi sem ég veit ekki hvenær var steyptur, en það eru örugglega mörg ár síðan.

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 2.6.2015 kl. 20:55

2 identicon

„annar þáttur er saltið sem leysir upp tjöruna í malbikinu...“

Einu sinni sá ég og heyrði Inga Ú. gatnamálastjóra hrekja þessa bábilju. Hann klykkti út með því að segja að heppilegt væri að loka saltuppleysingartrúarmenn inni með lykilinn að dyrunum innsteyptan í bikmola og fötu með saltpækli. Hann vænti þess að þeim yrði þá ekki skotaskuld úr því að leysa upp malbikið og sleppa. Merkilegt nokk; enginn bauð sig þó fram til þessa meinta auðvelda verks og hefði þó trúlega mátt veðja talsverðu á úrslitin.

Þorvaldur S (IP-tala skráð) 2.6.2015 kl. 21:47

3 identicon

Hættið að keyra á nagladekkjum og notið þess í stað góð vetrardekk. Nagladekk hafa verið bönnuð í Þýskalandi í meira en 40 ár.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 2.6.2015 kl. 22:06

4 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Best væri ef að íbúum borgríkis Reykjavíkur yrði bannað að aka út á land á vetrum til að ógna þar umferðaröryggi á felgunum og að landsbyggðinni yrði bannað að aka um í Borgríkinu til að minnka útrýmingarhættu.

Þá getur saltpækill borgríkisins andað að sér söltu loftinu og einbeitt sér að svífandi ryki innandyra.

Innflutningur á geislavirku graníti með radongasuppgufun væri hins vegar bestur fyrir Borgríkið. Hagkvmæastur og best því það kemur frá alþjóðasamfélaginu.

En hvað með að nota tóbakstjöru sem vanabindandi slitlag í borgríkinu?

Gunnar Rögnvaldsson, 3.6.2015 kl. 02:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband