Sambærilegt við að stöðva þegar gult ljós birtist.

Það þykir ekki fréttnæmt þótt bílstjóri stórrar rútu ákveði að stöðva hana þegar hann sér framundan að gult ljós kviknar á umferðarljósum til merkis um það að rautt ljós muni kvikna þar á eftir. 

Eða þegar bílstjóri sér álengdar þegar hann ekur vestur Miklubraut í átt að gatnamótum hennar og Grensásvegar og sér í talsverðri fjarlægð, að rautt ljós hefur kviknað við gangbraut yfir Grensásveg, en veit af reynslunni, að gult ljós muni birtast skömmu síðar á umferðarljósunum fyrir bílaumferðina vestur Miklubraut og þar á eftir muni birtast rautt ljós.

En einhvern veginn er eins og að allt verði miklu æsilegra í flugi, þótt um sambærileg atvik sé að ræða og í rauninni um "ekki-frétt" að ræða. 

Á flugvöllum með þokkalega mikilli umferð gerist það oft á dag að flugumferðarstjórar biðja flugmenn um að hætta við lendingu og fljúga umferðarhring í staðinn eða að "lengja í" aðfluginu eða taka þar aukalega hring, allt eftir aðstæðum, án þess að það ætti að vera fréttnæmt nema þegar um bráða hættu á slysi er að ræða. 

Og fréttafólk flaskar stundum á því að nota réttar skilgreiningar þegar það notar í fréttaflutningi orðið nauðlendingu um varúðarlendingu, en á þessu tvennu er skýr munur. 


mbl.is Of lengi að fara af brautinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

Það er ekki hægt að leggja bílaumferð að jöfnu við flugumferð eins og hér er gert. Útsýn farþega í flugi er mun takmarkaðri en úr bílum og þeir sjá ekki hvað framundan er og hafa minni vitund um hvað er að gerast þegar frávik eiga sér stað.

Þar að auki ætla ég að efast um fullyrðinguna að svona fráflug séu framkvæmd oft á dag á umferðarmiklum flugvöllum eins og Heathrow. Þvert á móti ætla ég að fullyrða að þau séu frekar sjaldgæf miðað við fjölda lendinga og miða þar við eigin reynslu og tölur frá Heathrow frá árinu 2010, þar sem fráflug voru færri en 2 á dag að jafnaði alla daga ársin.

Flugmenn eru almennt ekki lengi að rýma braut eftir lendingu og ef fráflug væru algeng á ákveðnum flugvelli ætti að skoða starfsaðferðir flugumferðarstjórnar á viðkomandi velli.

Hvort svona lagað er fréttnæmara en eitthvað annað er svo annað mál.

Erlingur Alfreð Jónsson, 22.6.2015 kl. 12:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband