Stæstu gosmekkir gætu komið illilega að óvörum.

Lofthjúpurinn yfir Íslandi er yfirleitt það kaldur hér á þessara norðlægu breiddargráðu, að öflugustu gosmekkir brjotast upp ur skýjaþykkninu ef alskýjað er. 

Grímsvatnagosið 2011 var öflugasta gosið af 24 sem ég hef séð eða verið í návígi við. 

Á rúmum sólarhring kom upp meira gosefni en samanlagt í öllu gosinu í Eyjafjallajökli.

Grímsvatnagosið var "alvöru" stórgos en stóð stutt.

Allar ráðstafanir til þess að forðast ófarir fyrstu klukkustund stórgosa á Íslandi eru þarfar og góðar.

Og það koma fyrir aðstæður þar sem ský ná alveg frá jörðu upp undir 30 þúsund feta hæð og þá eiga flugstjórar í blindflugi efir viðkomanedi eldstöð enga möguleika a að varast hinn gereyðandi kraft alvöru stórgosa.

Og þota á flugi rétt ofan við efsta skýjalagið getur verið berskjöldið gagnvart gosmekki, sem brýst hratt og af miklu afl upp undir hana í gegnum efsta yfirorð skýjahulunnar, rétt neðan við þotuna.

Þegar Hekla gaus árið 2000 var ég svo heppinn að vera um borð í Fokker F50 vél á leið frá Reykjavík til Akureyrar.

Flugstjorinn féllst á að sveigja af leið til þess að sjá hvort eitthvað sæist til gosmakkarins.

skýin voru lagskipt og mér tókst að ná mynd út um framgluggann af mekkinum, og það var fryrsta myndin af gosinu.

Stundum hefur mér liðið svipað og ég væri náskyldur Forrest Gump á ferli mínum og þetta var eitt af þeim skiptum.

Síðast gerðist þetta fyrir hálfum mánuði þegar ég var á leiðinni frá Calais til Dover og áfram þaðan einmitt á þeim tíma sem fyrstu fréttirnar bárust að umferðaröngþveiti á þessari leið svo að sjá mátti að þrefaldur einstefnuveguinn frá Dover til London var lokaður almennri umferð á 70 kílómetra kafla  og röð kyrrstæðra flutningabíla var tvöföld á 40 kilómetra kafla. '


mbl.is Sveigði hjá gosmekkinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hvumpinn

Hver er fréttin í þessari "frétt"?  Að maðurinn hafi verið kominn í loftið hálftíma eftir að hann frétti af gosi og flogið í hálftíma?  Þetta hafi semsagt staðið í rúma klst áður en hann sá þetta?

Hvumpinn, 4.8.2015 kl. 08:49

2 identicon

Sæll Hvumpinn. Ætli þessi frétt sé ekki í framhaldi af þeirri umræðu sem verið hefur um ráðleggingar Páls Einarssonar jarðvísindamanns til flugmálayfirvalda um ráðstafanir vegna flugumferðar yfir Heklu, sem í raun er verið að bíða eftir að gjósi. Slíkt gos kemur væntanlega án mikils fyrirvara og það sem Páll hefur áhyggjur af er að gosmökkur getur á skammri stundu náð upp í þá hæð sem þotur fljúga um og ekki víst að flugmenn hafi ráðrúm til að forðast mökkinn.

Þrátt fyrir að í fréttinni fari mest fari fyrir því að flugmaður hafi komið snemma að þessu Grímsvatnagosi þá vekur athygli á meðfylgjandi mynd þoturákin ofan við gosmökkinn sem sýnir svo sannarlega að þarna þurfti þota að sveigja af leið, og hafði sem betur fer nægan tíma til, en ekki er víst að það gangi eftir við Heklugos.

Kv. Guðmundur

Guðmundur (IP-tala skráð) 4.8.2015 kl. 11:30

3 Smámynd: Hvumpinn

Sæll Guðmundur,

Svona "sveigja" menn bara af leið til að skoða þetta betur... Hann beygir undan vindi og með gosmekkinum. Ef maður ætlar að forðast þetta beygir maður uppí vindinn. Mér virðist að hann sé þokkalega vel yfir þessu líka.

En hvað veit ég. Bara flogið s.l. rúm 35 ár og framhjá öllum gosum síðan 1980...

Hvað fréttamatið varðar virðist vera á ferðinni sér áhugamál einhvers á Mogganum.

Hvumpinn, 4.8.2015 kl. 13:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband