Vanmetin jurt. "Mosasetur" í Eldhrauni?

Íslenski mosinn hefur löngum staðið í skugganum af öðrum jurtum landsins og verið stórlega vanmetinn. 

Gras, víðir, birkikjarr og birkiskógar hafa notið mestrar virðingar, og síðan eiga erlendar jurtir á borð við lúpínu og barrtré sér öfluga aðdáendur en að vísu gagnrýnendur þegar kappið við gróðursetningu þessara tegunda hefur þótt fara of víða. 

Fegurð og yndi reyntrjáa hefur viljað falla í skuggann.

Mosinn er að vísu misjafn en alls staðar afar mikilvægur sem nauðsynleg og þörf landnámsjurt í kjölfar eldgosa til þess að þekja breiður af ösku og vikri, að ekki sé minnst á hraunin.

Ég átti því láni að fagna sem drengur á aldrinum 7-9 ára að fá að leika mér í hrauninu þrjú heil sumur við Kaldársel og uppgötva töfra mosans.

Það ætti að vera skylda hjá ferðafólki að stansa í miðju Eldrhrauni fyrir vestan Kirkjubæjarklaustur, aka þar eftir stuttri vegtengingu yfir á gamla veginn um Eldhraun, skoða gamla veginn og hnausþykkan mosann og njóta fyrirlesturs kunnugs manns eða leiðsögumanns um gildi mosans í þeirri hringekju landslagsbreytinga þarna, sem tekur margar aldir að fara hringinn en er einstæð í heiminum, "the greatest show on earth" eins og mætti kalla það í kynningu fyrir erlendu fólki.

Í þessari stórbrotnu hringekju skiptast á stórgos eins og Eldgjárgosið og Skaftáreldar með allmargra ára millibili, en á þess á milli eru skeið sandsins og mosans, sem breiða sig yfir nýju hraunin þangað til enn eitt nýtt eldgos dreifir hraunum yfir hið breytta land af völdum sands og mosa.

Alveg væri tilefni til þess að setja upp haganlegt og léttbyggt "Mosasetur" á hentugum krossgötum í hrauninu.     

 


mbl.is Eitt spor getur drepið mosann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Hér ætlaði ég víst að segja þetta :)

Reyndar ver ég einmitt líka í Kaldárseli sem var stórkostlegur tími og staður að kynnast fyrir 7 ára strák — en við eins og allir sem höfðu verið þarna á undan vorum duglegir við að bú til leiki úr efniviðnum, reisa virki og kofa í hrauninu þar sem enginn hikaði augnablik við að rifa upp, hvort sem væri grjót til að hlaða eða mosa til að þétta eða mosa til leggja yfir þakspítur á virkjunum eða mosa til að setja á steinana sem voru sæti inni í kofunum.

Mosinn var ekki bara til að horfa á heldur til að rífa upp og nota og til að þétta með eins og ferðamennirnir sem við hneyksluðumst mest á við Þingvallavatn gerði við tjöldin sín.

Kynnin af mosanum urðu við að handleika hann, traðka á honum, sitja á honum og liggja á honum en ekki síst við að rífa hann upp, nota hann og byggja úr honum.

Mælum við með því fyrir börn í dag?

Helgi Jóhann Hauksson, 12.8.2015 kl. 13:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband