"Orkuskipti, - koma svo!"

Aflstöðvarnar í Soginu, sem greint er frá í tengdri frétt á mbl.is, eru gott dæmi um þá einstæðu möguleika sem við Íslendingar eigum til þess að nýta hreinar og endurnýjanlegar orkulindir okkar til að setja öðrum þjóðum fordæmi í þvi hvernig best verði að komast í gegnum þau orkuskipti, sem óhjákvæmilega verða hjá þjóðum heims á þessari öld.

Á síðustu mánuðum hef ég verið að undirbúa aðgerð til að leggja lið brýnum umhverfis- og náttúruverndarmálum samtíma og framtíðar, þótt í smáu sé, - bara eitt rafhjól í einni ferð.

Ekki hefur dregið úr, að stutt er í 75 ára afmæli og að á slíkum tímamótum sé gott að gera eitthvað nýtt og sérstakt til að kvitta fyrir að hafa fengið að lifa og vera til.

En kjörorðið í umhverfismálum heimsins er: "Think globally - act locally!" eða "hugsum á heimsvísu - aðhöfumst heima!"  

Það sem við getum gert í eigin ranni kann að virðast hlægilega smátt en margt smátt gerir eitt stórt. 

Flestir geta fundið viðfangsefni á þessu sviði, meira að segja olíufyrirtækin. Þau hafa reyndar staðið fyrir einstökum verkefnum, sem draga úr orkueyðslu og útblæstri.

Má nefna framtak Olís til að gera dísilolíu sína vistvænni, stuðning N1 við kvikmyndagerð um umhverfis- og náttúruvernd og Atlantsolía hugði á sparakstur milli Akureyrar og Reykjavíkur fyrr í sumar, en óveður hamlaði, svo dæmi séu nefnd. 

20. júlí fór Gísli Gíslason hringinn á Tesla S og setti hraðamet rafbíla. Ætlunin var þá að báðir leiðangrarnir, á öflugasta rafbílum og á aflminnsta rafhjólinu, yrðu farnir á sama tíma til að sýna að viðfangsefnið snerti allan samgönguflotann, frá smæstu farartækjum til hinna stærstu.

Enn uppgjöfin á Öxnadalsheiði frestaði hjólreiðinni.  

Síðustu vikurnar verkefnið "Orkuskipti - koma svo!" verið gefandi í samstarfi við Gísla Sigurgeirsson rafeindavirkja, sem hefur tekið reiðhjól, sem átti að henda, og sett á það búnað sem á að gera því kleyft að setja nokkur Íslandsmet í ferð út frá Akureyri, sem ætlunin er að hefjist í fyrramálið. 

Það sem eftir lifir þessa árs á umræðan um loftslagsvandann, sem tekin verður á ráðstefnu í París, - umræða um rányrkju auðlinda jarðar og hernað mannsins gegn vistkerfum hennar eftir að þyngjast og verða mál málanna. Náttfari í Bakkaselsbrekkunni.

Leiðin framundan fyrir mannkynið er löng og ströng, ekki vantar það, en viðfangsefni er fyrir bragðið enn meira heillandi. 

Í aðdraganda fyrirhugaðrar ferðar á morgun á rafhjólinu Sörla þurfti að yfirstíga ýmis tæknileg vandamál og játa sig sigraðan á leið upp Bakkaselsbrekkuna upp á Öxnadalsheiði á rafhjólinu Náttfara aðfararnótt 13. júlí síðastliðinn.

Í úrvinnslu úr þeirri uppgjöf, sem sést á myndinni, sem tekin var af Náttfara í brekkunni með þungbúinn Öxnadalinn í baksýn, hefur verkefnið tekið á sig mynd hugmynda um nýjar lausnir og sannfært mig um að vilji er allt sem þarf til að þoka orku-, umhverfis- og náttúruverndarmálum heimsins áfram.  

 


mbl.is Gagnvirk orkusýning í Ljósafossstöð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Alltaf fullur Ómar kall,
af orku, nú rafknúinn,
allt að lokum saman small,
en syðra alveg búinn.

Þorsteinn Briem, 17.8.2015 kl. 12:09

2 identicon

Gangi þér vel með hjólasprettinn til Reykjavíkur, Ómar.

Ágúst Ásgeirsson (IP-tala skráð) 17.8.2015 kl. 12:46

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Takk. 

Ómar Ragnarsson, 18.8.2015 kl. 00:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband