"Þegar jörðin þiðnar koma ormarnir upp."

Æ ofan í æ kemur upp í hugann þetta rússneska máltæki, sem Hrafn Gunnlaugsson sagði mér frá eftir Rússlandsferð hans fyrir 30 árum þegar Glasnost og Perestroika sköpuðu ólgu og óvissu. 

Þessi hefur orðið raunin á samfélagsmiðlunum. 

Ormarnir, rógur og illmælgi, voru alltaf til, en komu bara ekki upp á yfirborðið fyrr en með samfélagsmiðlunum. 

Þessi óhroði mallaði og talað var á bak fólki. Það var óþægilegt að vita af því en sjá samt ekki framan í slefberana. 

Þegar netsíðurnar komu til sögunnar komu ormarnir upp og nú sjáum við í hverju óvægin illmælgi felst, en því miður eru leyninöfn oftast notuð hjá þeim, sem lengst ganga.

Það er að vísu ógeðfellt að horfa upp á það og þarf að taka á þessu fyrirbæri, en að sumu leyti er ekki verra að vita hvað kraumar undir hjá sumum.

Og kostir samfélagsmiðlanna eru svo miklu, miklu meiri en gallarnir, að viðfangsefnið við að fága þá og nýta þá til þarfra mála er áhugarvert og áskorun, sem á tívmælalaust að taka.  

 


mbl.is Óvægin orðræða á samfélagsmiðlum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nú skríður þetta upp og heimtar ættarnöfn.  Allir Jónarnir og dónarnir og hvað þetta drasl allt heitir.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 17.8.2015 kl. 14:45

2 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Ekki má gleyma því, að áður var í gangi ströng ritskoðun sem kom í veg fyrir frjálsar umræður. Jafnvel öll sú umræða sem þú heldur á lofti í bloggpistlum þínum Ómar, hefðu ekkist fengist birtir á tímum ritskoðunarinnar. 

Það er alveg dagljóst að sá hópur fólks sem lengst hefur setið yljað sig við kjötkatlana er ekki hrifið af frjálsri umræðu á samfélagsmiðlunum. En þeir miðlar eru í raun enn að slíta barnsskónum

Kristbjörn Árnason, 19.8.2015 kl. 14:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband