Vinna nógu margir þarna?

Ef stórlega hefur vantað upp á réttar tölur hjá Hagstofunni varðandi raunverulegan útflutning til Rússlands, er tvennt í stöðunni:  1. Það eru ekki nógu margir í vinnu þarna og sú er ástæðan. 2. Þetta eru mannleg mistök, og þau gerast jafnt hjá litlum sem stórum. 

En það mátti svo sem láta sér detta nr 1 í hug því að ég hef það fyrir satt að við það halda Þjóðskrá eina vinni 90 manns, þar af 14 lögfræðingar. 

Kannski er það ekki nóg og að þar á bæ hafi menn verið að bregðast við atvikum eins og þeim, þegar vinur minn var strikaður út af þjóðskrá og taldist ekki lengur í tölu lifenda. 

Hef áður sagt frá því þegar hann sat í fangelsi í viku fyrir það að segja ekki til nafns, sem hafði verið bókað sem nafn dauðs manns!. 

 


mbl.is Notuðu rangar tölur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Ómar,

Hagstofan notar tölur úr tollkerfi Tollstjóra til að vinna hagtölur um vöruviðskipti. Að sjálfsögðu þarf að leggja nokkra vinnu í að hreinsa þær tölur áður en þær eru birtar, en tölurnar verða aldrei betri en þær upplýsingar sem útflytjendur færa í tollskýrslur. Við höfum vitað að það eru einhver vanhöld á að útflytjendur tilgreini rétta endastöð fyrir útflutningsvöru sína og í sumum tilfellum er endastöð ekki þekkt þegar vöru er skipað upp í erlenda birgðageymslu. Nú er unnið að því að skoða hve þetta vandamál er stórt og er það gert með tilstuðlan og styrk frá utanríkisráðuneytinu, einnig er fyrirhugað í ljósi umræðunnar, og hve mismunurinn virðist mikill í tilfelli Rússlands, að beina því sérstaklega til útflytjenda að það er mikilvægt að þeir tilgreini endastöð vörunnar í tollkerfið.


Þjóðskrá er ekki hluti af Hagstofu Íslands og var færð frá Hagstofunni um mitt ár 2006 og hefur verið sameinuð Fasteingnaskrá undir nafninu Þjóðskrá Íslands. Hagstofan sinnir því eingöngu hagskýrslugerð.

Hagstofa Íslands (IP-tala skráð) 19.8.2015 kl. 13:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband