Veit um slæmt slys vegna skorts á merkingum.

Nú liggur fyrir að hjóla þjóðveginn vestur frá Akureyri og eins gott að taka mið af því hve hörmulegar axlirnar og oft óútreiknanlegar eru á vegunum. DSCN0040

Það er alveg eins hægt að slasast alvarlega á litlu og léttu hjóli eins og stóru og þungu. 

Mér er kunnugt um mjög slæmt vélhjólaslys sem varð fyrir um 12-13 árum vegna þess að það var rétt verið að ljúka við að malbika kafla í röku veðri og malbikið varð flughált eins og svell.DSCN0041

Engar merkingar voru til að aðvara um að yfirborðið væri allt annað á þessum kafla en báðum megin við hann og vélhjólamaður, sem skrikaði og féll í götuna á hjóli sínu fékk svo slæma áverka á ökkla, og hann var svo mölbrotinn, að það kostaði meira en áratug í aðgerðum til þess að reyna að laga hann og hann verður aldrei góður.

Brotið var þannig, að sérfræðingar komu til þess eins að skoða mylsnuna sem áður hafði verið ökkli, - höfðu flestir ekki séð annað eins.

Svona beinbrot sáust fyrst í einhverjum mæli í Fyrri heimsstyrjöldinni, þegar flugvélar steyptust á nefið og pedalarnir mölbrutu ökklana á flugmönnunum.DSCN0043

Á efstu myndinni hér á síðunni, sem ég er að setja inn, er rafreiðhjólið Sörli, þar sem hann stendur upp vegg hjá eiganda sínum Gísla Sigurgeirssyni, sem hefur sett á hann merkilegan og mjög tæknilegan búnað

Þarna er Sörli með allar sínar sjö rafhlöður og reiðtygi hvers konar.

 

Á næstu mynd er gamli Subaruinn minn kominn með Sörla upp í Norðurárdal í Borgarfirði, þar sem Bifröst, Grábrók, Rauðbrók, Hvassafell og Baula blasa við, og á neðstu myndinnni gægst inn til Sörla þar sem hann liggur í makindum og bíður eftir "vegum fjalla nýjum", þremur fjallvegum á leiðinni frá Akureyri til Reykjavíkur, ef ferðin gengur vel.  


mbl.is „Ástandið er mjög slæmt“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Áfram þeytist Ómar minn,
á ofsalegum hraða,
Sörla hleypur kapp í kinn,
í kvöld fær hann hjólgraða.

Þorsteinn Briem, 18.8.2015 kl. 01:46

2 identicon

Ómar, þó þú sért manna fróðastur um staðarnöfn ferðu ekki rétt með öll fjallaheitinn. Það sem þú kallar Hvassafell, heitir Hraunsnefsöxl. Svo heita Hvassafellsklettar sem bera til vinstri við Grábrók.

jakob jónsson (IP-tala skráð) 18.8.2015 kl. 12:27

3 identicon

Sæll Ómar,

Frábært framtak hjá þér að vekja athygli á rafmagnssamgöngum. Sjálfur smíðaði ég
 mér rafmagnsreiðhjól í sumar (með eins mótor, ég hélt ég væri sá eini á landinu með Bafang) og gæti ekki verið ánægðari með það.

Gætir þú eða Gísli veitt meiri upplýsingar um hjólið og ferðina? Sérstaklega um batteríin, mér þykir áhugavert að þú náir frá Akureyri til Reykjavíkur á einni hleðslu með ekki meira batteríumfang en þetta. Sjálfur er ég með ~600Wh batterí sem dugar circa 120-140km ef ég hjóla með, kannski 60-80km bara á rafmagni.

Er ekkert óþægilegt að stjórna hjólinu með batteríið svona framan á stýrinu? (mitt er inni í þríhyrningnum, þar sem brúsinn er vanalega festur).

Hvað gerirðu ráð fyrir að eyða mörgum wöttum að meðaltali yfir ferðina?

Er þetta 250, 350, 500 eða 750W útgáfan af mótornum?

Gangi þér allt í haginn í ferðinni!

Davíð (IP-tala skráð) 18.8.2015 kl. 12:39

4 Smámynd: Morten Lange

Spennandi tilraun. Það er fr´bært að þú veki athygli á ástandi vegaxla.  Ekki hefur það batnað þar sem búið er að mylja breiðu spori úr malbikinu fyrir utan kantlínu, til að mynda rifflur sem eiga að vekja ökumenn sem eru á leiðinni út af veginum.

Ég er líka forvitinn um afl og velti fyrir mér hvaða hámarkshraða (annarsvegar niður brekkur og hins vegar á jafnsléttu) og meðalhraðinn sem þú sérð á leiðinni.

Það er reyndar ljóst að samkvæmt breyttum umferðarlögum frá því í febrúar 2015, þá er þetta ökutæki skilgreint sem (létt) bifhjól en ekki reiðhjól.  Lagabreytingin var byggt á Evróputilskipum 2002/24/EC frá 2002, sem hafði tafist að innleiða.

Góða ferð / velkominn til borgarinnar !

Morten Lange, 18.8.2015 kl. 16:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband