Norðlingaölduveita rangt metin og rangnefnd.

Norðlingaölduveita er rangt metin og rangnefnd og mikil blekking í gangi varðandi hana. Í fyrsta lagi er nafnið haft þannig að hinu rétta eðli virkjunarinnar er leynt. 

Það er ekki verið að virkja Norðlingaöldu, enda eru hólar og hæðir ekki virkjaðar neins staðar.Kjálkaversfoss

Hið rétta eðli hennar er að taka vatn af löngum kafla í efsta hluta Þjórsár og veita því yfir í Þórisvatn.  Með því er vatn tekið af þremur stórum fossum í ánni, og eru tveir þeirra á stærð við Gullfoss.  

Myndirnar eru af tveimur hinum efstu af þessum þremur fossum, Kjálkaversfossi og Dynk. 

Virkjunin ætti því að heita Þjórsárfossavirkjun, rétt eins og að Urriðafossvirkjun heitir því nafni en ekki nafni næsta bæjar eða hæðar, svo sem Þjórsárholtsvirkjun. Dynkur, neðri hluti

Ljósafossvirkjun, Írafossvirkjun og Skeiðsfossvirkjun heita réttum nöfnum, sem voru gefin á þeim tíma sem menn voru ófeimnir við að segja í hverju virkjanirnar fælust.

Sá faghópur, sem mat gildi Þjórsár á svæðinu, sem nú er nefnt áhrifasvæði Norðlingaölduveitu, komst að þeirri furðulegu niðurstöðu að svæðið hefði nánast ekkert gildi fyrir ferðamennsku vegna þess að þar væru svo fáir ferðamenn á ferli núna!

Ef samræmi hefði átt að vera í matinu, hefði þá átt að meta gildi þess sem virkjunarsvæðis á núll krónur, af því að þar væri ekki nein virkjun núna.

Í mati þessa faghóps var forðast að rannsaka hvað bætt aðgengi að fossunum gæti gefið ferðaþjónustunni miklar tekjur.

Í engu var sinnt þeim möguleika að viðhafa svonefnd "skilyrt verðmætamat", sem beitt hefur verið sums staðar erlendis og því síður virtist þessi faghópur hafa frétt af þeirri skoðun, sem nýtur vaxandi fylgis, að það eitt að vitað sé um náttúrugersemi, geri hana verðmæta þótt fáir ferðamenn sjái hana.

Ef þarna hefði verið unnið eftir nútímalegum aðferðum er ljóst að Þjórsárfossavirkjun hefði ekki orðið hagkvæmasti kosturinn eins og tönnlast er á.  


mbl.is Hagkvæmasti kosturinn ekki metinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

 verða menn ekki að sætta sig við niðurstöður nemdana. ef menn eru að lofsíngja þá á öðrum stöðum. um norðlíngaölduveitu. þá er þettað ekki ósvipað og flóaveitan. vita menn hvað fossar í neðri þjórsá þurfa mikið vatn. ef landsvirkjun gétur látið þjórsá renna í gamla farveiginum yfir sumarið en nýtt það í þórisvatn á vetrum verður þá lítill skaði fyrir ferðaþjónustu. ekki veit ég hvernig frost skemdir munu hafa áhrif á fossanna ef þeir verða þurrir á vetrum

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 22.8.2015 kl. 10:48

2 identicon

Sultartangavirkjun? Búðarhálsvirkjun? Vatnsfellsvirkjun? Kárahnjúkavirkjun?Hrauneyjafossvirkjun? Búrfellsvirkjun? Hvammsvirkjun? Gönguskarðsárvirkjun? Sleitustaðavirkjun? Kröfluvirkjun? Þeistareykjavirkjun? Halldórsstaðavirkjun?

Er ekki bara allur gangur á því hvað virkjanir heita; fer yfirleitt annaðhvort eftir helstu kennileitum í nágrenninu eða vatninu sem um þær rennur.

Þorvaldur S (IP-tala skráð) 22.8.2015 kl. 11:08

3 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Hvar verður stöðvarhús þessarar Þjórsárfossavirkjunar sem þú nefnir svo, og hve margar túrbínur?

Ha, ekkert stöðvarhús, engar túrbínur?



Ágúst H Bjarnason, 22.8.2015 kl. 11:36

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Upp­gang­ur í ferðaþjón­ustu knýr hag­vöxt­inn."

Sem sagt "grasatínsla" Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins.

Þorsteinn Briem, 22.8.2015 kl. 15:16

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Síðastliðinn þriðjudag:

Hlutabréf álframleiðenda hríðfalla

Þorsteinn Briem, 22.8.2015 kl. 15:22

6 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Elliðaárvirkjun notar vatnið í Elliðaánum. Ljósafossvirkjun tekur vatn frá Ljósafossi. Írafossvirkjun  vatn frá Írafossi, Andakílsárvirkjun virkjar vatn í Andakílsá, Mjólkárvirkjun vatnið í Mjólká, Gönguskarðsárvirkjun notar vatnið í Gönguskarðsá, Skeiðsfossvirkjun tekur vatnið af Skeiðsfossi, Laxárvirkjun notar vatnið í Laxá, Fjarðarárvirkjun vatnið í Fjarðará, Grímsárvirkjun vatnið í Grímsá, Smyrlabjargaárvirkju vatnið í Smyrlabjargaá, Hrauneyjafossvirkjun tekur vatn frá Hrauneyjafossi.

Í öllum þessum nöfnum er skilmerkilega sagt frá því hvaða á eða hvaða fossar skapi aflið.

Skrýtið er að sjá hér að ofan reynt að þræta fyrir það að svonefnd Norðlingaölduveita sé virkjun vatnsafls, af því að ekkert sérstakt stöðvarhús sé reist vegna virkjunarinnar og engar sérstakar túrbínur.

Það þarf ekki að reisa sérstakt stöðvarhús, því að með auknu rennsli vatns í gegnum Vatnsfellsvirkjun, Sigölduvirkjun, Hrauneyjafossvirkjun og Búðarhálsvirkjun er ætlunin að auka afl þessara virkjana inni í stöðvarhúsum þeirra, annað hvort með því að stækka túrbínurnar eða fjölga þeim.   

Ómar Ragnarsson, 23.8.2015 kl. 01:08

7 identicon

Alveg hárrétt hjá þér, Ómar. En það er hin vegar fremur langsótt að nafnið á Norðlingaölduveitu sé til þess gert að fela hvaðan vatnið kemur. Þá mætti í framhaldi af síðasta pistli þínum spyrja hvaðan vatnið í Sultartangavirkjun kemur? Hvammsvirkjun, Búrfellsvirkjun, Vatnsfellsvirkjun, Sleitustaðavirkjun, Sigölduvirkjun, Kárahnjúkavirkjun? Er ekki verið að fela hvaðan vatnið kemur? Það er ekkert leyndarmál og allir sem kæra sig um geta vitað að vatnið kemur úr Þjórsá, Tungnaá, Þórisvatni, Kolku, Jökulsá.

En annars er þetta bara tuð um tittlingaskít, vitaskuld verða menn að fara með löndum en ekki með stóru sleggjuna til að stilla klukkuna. Það mun gefast best til langs tíma. Það er nefnilega skammgóður vermir að pissa í skó sinn.

Þorvaldur S (IP-tala skráð) 23.8.2015 kl. 11:07

8 identicon

Virkjunin fer fram í Vatnsfellsvirkjun, Sigölduvirkjun, Hrauneyjafossvirkjun og Búðarhálsvirkjun. Það væri því rangnefni og blekking að kalla veituna virkjun, engin virkjun fer fram í veitunni sjálfri.

Fjarðarselsvirkjun er elsta starfandi virkjun á Íslandi. Fjarðarsel er hvorki á né foss. Hinu rétta eðli virkjunarinnar var ekki verið að leyna með því að kalla hana Fjarðarselsvirkjun. Það er hvorki hefð né siður að nefna virkjanir og veitur eingöngu eftir ám eða fossum.

Vagn (IP-tala skráð) 23.8.2015 kl. 12:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband