Sögunum um Bláskjá og Oliver Twist snúið við.

Þegar ég var barn lásum við börnin mörg söguna af Bláskjá, fallegu ljósleitu barni með blá augu, sem glæpahyski, vondir dökkir menn, höfðu rænt og farið illa með inni í skóginum. 

Sagan af Bláskjá var þýsk og féll inn í fræði nasista um yfirburði hins aríska kynþáttar eins og flís við rass. 

Í sögunni um Oliver Twist lásum við um Gyðinginn Fagin í hlutverki hins vonda illþýðis sem ekki er kristið fólk, ógnar börnum okkar, rænir þeim af okkur og fer illa með þau.

Skilaboð þessara sagna voru skýr fyrir okkur, börn þess tíma:  Hvítt, kristið, ljósleitt, bláeygt og sæmilega efnað fólk er af hinu góða, en dökkleitir heiðingjar eru vont fólk sem verður að varast og jafnvel berjast gegn og uppræta.  

Harmræn saga hins danska Marcus Vestergaard Pedersen sýnir okkur hvernig þessi gamla hugmynd um góða og slæma kynþætti lifir enn góðu lífi og sækir jafnvel í sig veðrið. 

Þetta er sagan um hlutskipti barns, sem er dökkt yfirlitum, lendir í höndum hvíts, kristins fólks og á illa daga vegna litarhátts síns, rétt eins og Bláskjár átti í höndum hinna dökkleitu vondu heiðingja í sögunni forðum. 


mbl.is Fæddist inn í ranga fjölskyldu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vel mælt Ómar!

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 23.8.2015 kl. 22:10

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Mörlenski rasistaskríllinn rottar sig saman hér á Moggablogginu.

Meindýraeyðir Íslands

Þorsteinn Briem, 23.8.2015 kl. 22:40

3 identicon

Litli ljóti andarunginn fæddist líka inn í ranga fjölskyldu.  Sagan er ekki búin hjá þessum ágæta dreng.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 23.8.2015 kl. 23:32

4 Smámynd: Sólbjörg

Í barnæsku voru mörg ævintýri og skáldsögur lesnar. Aldrei kom upp í hugann að útlit eða hörundslitur hefi neitt með innrætið að gera, annað en til að krydda söguna. Börn eru ótrúlega klár í að láta ekki neitt trufla skemmtilega sögu eins og flóknar raunveruleikatengingar.  Skáldsaga sem ég las um sigauna og rómantískt líf þeirra, gerðu þá hvorki betri eða verri en aðra og engin samanburður var gerður,  man ég glögglega. Það má vara sig á oftengingum. Það er til fólk sem hefur viljað banna Línu Langsokk, þar sem hún býr ein og sé því slæmt fordæmi, eins andrés Önd, alltaf buxnalaus. Munum börn eru ekki bjánar. Engu barni held ég að hafi nokkurntímann dottið í hug að litli svarti Sambó væri annað en súrelísk skáldsaga. Eins og tígrisdýrin í þeirri sögu sem hlupu svo hratt kringum tréð að þau bráðnuðu, urðu að smjöri og voru notuð í pönnukökur. Rænum okkur ekki fjölbreytileika lífsins og sköpunargleðinni með óþarfa ótta og oftúlkunum.

Sólbjörg, 23.8.2015 kl. 23:55

5 Smámynd: Kristján P. Gudmundsson

Gott Blogg, Ómar Ragnssson

Kristján P. Gudmundsson, 24.8.2015 kl. 04:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband