Einu sinni voru þúsundir Íslendinga flóttamenn.

Sú var tíð að fimmtungur íslensku þjóðarinnar flutti til Vesturheims, og var ekki alltaf talað vel um þá vestra. 

1976 fór ég með hjón frá Manitoba í ferð norður í land, og var ætlunin að fara til þess staðar þar sem afi og amma höfðu búið, áður en þau fluttu vestur. 

Bærinn hafði staðið uppi á heiði sunnan Víðidals og var hægt að komast eftir jeppaslóða að eyðibýlinu. 

Þaðan var víðsýnt til allra átta, hringur húnvetnsku fjallanna og Eiríksjökull gnæfði í allri sinni dýrð yfir heiðalöndin í suðaustri. Það var bjart en auðvitað svolítið svalt þarna uppi.

Hjónin stóðu við rústir bæjarins og ég sá að þau grétu.

Ég spurði þau hvort þau væru svona hrifin af fegurðinni.

"Nei," sögðu þau. "Hvers vegna grátið þið þá?" spurði ég.

Þegar við vorum krakkar var mikið talað um það hvað landið, sem afi og amma fóru frá, væri fagurt og gjöfult, og látið í það skína að þau hefðu svikið land sitt og þjóð og farið til Vesturheims í tómri græðgi, enda hlytu þau að hafa verið vel stæð, fyrst þau fluttust svona langa leið til þess eins að ryðja sér til rúms á kostnað annarra. Nú sjáum við að þau höfðu svo sannarlega fulla ástæðu til þess að flýja þessar ömurlegu slóðir þar sem verið var að berjast fyrir því að komast af við óbærilegar aðstæður. Þess vegna grátum við."

Nú eru þeir ansi margir sem tala á svipaðan hátt um Sýrlenska flóttamenn. Ég ræddi um daginn við landa minn, sem er afar vel að sér í alþjóðamálum og því ástæða til þess að heyra hvað hann hefði til málanna að leggja. 

Hann sagðist hafa alist upp á höfuðbóli þar sem oft komu margir af undirmálsfólki og þurfalinga þess tíma, og hann hefði fljótlega komist að því að þetta væri upp til hópa rumpulýður og ekki að marka orð sem það segði.

Hann sagðist hafa fylgst með kosningabaráttu Donalds Trump sem væri yfirburðamaður í bandarískri pólitík og því engin furða að sjónarmið hans varðandi þann óþjóðalýð, sem gerðist ólöglegir innflytjendur í Bandaríkjunum ætti miklu fylgi að fagna. Sem kunnugt er sagði Trump um daginn að full ástæða væri ástæða til að íhuga það í alvöru að hreinsa landið af þeim ellefu milljónum ólöglegra innflytjenda sem væru þar.  

Þessi vinur minn sagði, að svipað gilti um flóttafólk frá Sýrlandi. Þetta væri upp til hópa glæpalýður og misyndisfólk sem stefndi að því að grafa undan vestrænum samfélögum og koma ár sinni enn betur fyrir borð í Evrópu en í heimalandinu, því að auðvitað væri þetta fólk vel stætt, annars hefði það ekki efni á að fara úr landi. 

Inn á milli væri að sjálfsögðu fólk, sem væri í neyð, en það væri alger undantekning. 

Þetta mat þessa vel menntaða og afar fróða manns um erlend málefni leiddi huga minn að Íslendingunum, sem fóru frá Íslandi alla leið vestur til Utah í Bandaríkjunum á tímum vesturfaranna. 

Það er ein áhrifamesta stund sem ég minnist, að standa við eina af mörgum gröfum Íslendinga í kirkjugarðinum í bænum Spanish fork, suður af Salt Lake City. 

Á legsteinum í nokkrum þessara grafa var stór gylltur borði á steininum með þessari áletrun: "Faith in every footstep", - "trúartraust í hverju spori.

Hann var á legsteinum þeirra sem gengu alla síðustu 2400 kílómetrana yfir slétturnar og Klettafjöllinn til fyrirheitna landsins í Paradísarheimt.

En legsteinninn, sem snart mig mest, var á gröf konu frá Vestmannaeyjum sem gekk alla þessa leið og hlaut þennan heiður fyrir það mikla afrek sem fólst í þessari göngu og því að hafa komist lifandi af, því að margir dóu á leiðinni, náðu aldrei takmarki sínu og fengu aldrei neinn legstein, hvað þá gylltann borða á hann.

Á þessu ári hafa þúsundir Sýrlendinga hafa ekki náð takmarki sínu og drukknað í Miðjarðarhafinu.

Fjöldi vel menntaðra Íslendinga, sem meira að segja eru afar vel að sér í alþjóðamálum, afgreiðir þetta flóttafólk sem glæpahyski mestan part, sem stefni að því að kollvarpa samfélögum Evrópu.

Fróðlegt væri heyra þá gera samanburð við það íslenska flóttafólk, sem flúði óbærileg lífsskilyrði og afleiðingar harðinda og stórs eldgoss á Íslandi á síðari hluta 19. aldar og var tilbúið til að fórna lífinu í þeirri vegferð.     

 


mbl.is Vill hýsa flóttamenn í sumarhúsinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Ástæður fólksflutninga eru fjölmargar. Sumir flytjast búferlum vegna matarskorts, aðrir vegna bágs efnahagsástands og aðrir vegna vopnaðra átaka.

Sumu fólki er ekki vært í heimalandi sínu vegna ofsókna af hendi yfirvalda eða annarra aðila.

Það er grundvallarréttur hvers manns að geta flúið heimaland sitt og fá vernd í öðru landi verði hann fyrir ofsóknum af hendi ríkisvalds í eigin ríki eða ef ríkisvaldið getur ekki veitt viðkomandi vernd fyrir ofsóknum."

Flóttamenn og hælisleitendur - Mannréttindaskrifstofa Íslands

Þorsteinn Briem, 5.9.2015 kl. 14:54

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Tyrkir hafa átt stóran þátt í velgengni Þýskalands og innflytjendur hafa haldið sjávarútveginum gangandi hér á Íslandi.

Turks in Germany

Þorsteinn Briem, 5.9.2015 kl. 14:55

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þúsundir innflytjenda hér á Íslandi starfa í til dæmis fiskvinnslu, byggingariðnaði, gatnagerð, ræstingum, matvöruverslunum, á hótelum, veitingastöðum, gistiheimilum og dvalarheimilum.

Þorsteinn Briem, 5.9.2015 kl. 14:58

5 identicon

Hvernig væri að senda skip Landhelgisgæslunnar niður til Líbanonstrandar að sækja skipsfarm af flóttafólki og koma með það milliliðalaust hingað heim?
Þeir sem þannig kæmu myndu losna við að eyða aleigunni í smyglara og hætta lífi sínu í sjóferð yfir Miðjarðarhafið. Slík ferð gæti verið flott fordæmi fyrir önnur þjóðlönd sem hiksta á að hjálpa og græfi um leið undan smyglurum.

Eygló (IP-tala skráð) 5.9.2015 kl. 15:39

6 identicon

Þetta er nú ekki alveg sambærilegt.  Það voru framin þjóðarmorð í Ameríku áður en Vesturfarar drösluðust af stað með allt sitt hafurtask.  Ef okkur verður slátrað í stórum stíl þá er kannski hægt að fara að tala um einhver líkindi.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 5.9.2015 kl. 15:44

7 identicon

Ekki flóttamenn heldur velkomnir innflytjendur.  Engin líkindi með þessu tvennu.

ocram (IP-tala skráð) 5.9.2015 kl. 15:53

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Íslenskir ríkisborgarar - Brottfluttir umfram aðflutta árið 2014: Alls 760.

Íslenskir ríkisborgarar - Brottfluttir umfram aðflutta árin 2006-2014: Alls 8.136.

Hagstofa Íslands - Búferlaflutningar milli landa eftir kyni, ríkisfangi og landsvæðum 1986-2014

Þorsteinn Briem, 5.9.2015 kl. 16:11

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Skoðanakannanir um aðild Íslands að Evrópusambandinu eru lítils virði þegar samningur um aðildina liggur ekki fyrir.

Tugþúsundir Íslendinga hafa ekki tekið afstöðu til aðildarinnar og aðrar tugþúsundir geta að sjálfsögðu skipt um skoðun í málinu.

Fólk tekur afstöðu til aðildarinnar fyrst og fremst út frá eigin hagsmunum, til að mynda afnámi verðtryggingar, mun lægri vöxtum og lækkuðu verði á mat- og drykkjarvörum, fatnaði og raftækjum með afnámi allra tolla á vörum frá Evrópusambandsríkjunum.

Og harla ólíklegt að meirihluti Íslendinga láti taka frá sér allar þessar kjarabætur.

Þorsteinn Briem, 5.9.2015 kl. 16:13

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ísland gæti fengið aðild að gengissamstarfi Evrópu, ERM II, þegar landið fengi aðild að Evrópusambandinu.

"The currency of Denmark, the krone (DKK), is pegged at approximately 7.46 kroner per euro through the ERM.

Although a September 2000 referendum rejected adopting the euro, the country in practice follows the policies set forth in the Economic and Monetary Union of the European Union and meets the economic convergence criteria needed to adopt the euro."

10.2.2015:

"Í Danmörku hafa lágir vextir á húsnæðislánum einnig styrkt efnahagslífið og komið því enn betur í gang.

Nú er hægt að fá lán til 30 ára með föstum 1,5 prósenta vöxtum en aldrei hefur verið boðið upp á lægri fasta vexti.

Þessi lán eru óverðtryggð."

Þorsteinn Briem, 5.9.2015 kl. 16:14

11 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Þetta rifjar upp hve innbyggjar hérna hafa alltaf verið tregir til að hjálpa.

Hérna var í gegnum aldirnar hreppafyrirkomulag.

Það var alltaf verið að senda fólk til baka í fæðingarhreppinn.

Og þetta er örstutt síðan.

Grimmdin var óskapleg.

Fólk var látið drepast hjá garði eða sent heim í fæðingarhrepp og látið drepast þar.

Þetta var stefna ráðandi aðila, þess tíma framsjalla.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 5.9.2015 kl. 16:55

12 Smámynd: Loncexter

Það er að mörgu að huga í þessu máli.

Loncexter, 5.9.2015 kl. 17:06

13 identicon

Það er líka liðin tíð að fólk auglýsi ekki hástöfum sín góðverk

jafnvel þau væntanlegu og hugsanlegu ef..........

Grímur (IP-tala skráð) 5.9.2015 kl. 17:37

16 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Að bera saman flóttafólk frá stríðshrjáðum löndum við þann flótta sem Íslendingar þurftu að stunda undir lok nítjándu aldar, er nokkuð langt gengið, Ómar.

Fólksflutningarnir héðan vestur um haf stöfuðu af náttúruhamförum hér á landi, ekki stríðsátökum.

En það var fleira sem hjálpaði. Þó vissulega engin einhlýt skýring geti talist rétt, þá hagaði þannig til á seinni hluta nítjándu aldar, að stór óbyggð svæði voru í Kanada og nyrsta hluta Bandaríkjanna. Svo lítil byggð var á þessu svæði að ekki höfðu verið sett niður landamæri milli þessara ríkja. Þá var Kanada undir beinni stjórn Stóra Bretlands og menn þar umhugað að ná yfirráðum yfir því sem nú kallast mið-Kanada. Þegar höfðu yfirráð verið tryggð bæði á austur og vesturströndinni.

Því var að stjórn Kanada var gert að senda menn út af örkinni til að afla innflytjenda, svo byggja mætti þetta víðfeðma svæði. Fulltrúar þeirra voru starfandi hér á landi og verðlaunin sem þeir fengu sem flytjast vildu á þessi svæði voru frítt land. Fyrir Íslendinga þess tíma hljómaði það vel að komast úr örbyrgð og óáran yfir í að eignast land og geta hafið búskap.

Flestir þeir sem fóru lærðu fljótt að nýta sér dýrðina og á ótrúlega skömmum tíma efnuðust flestir vesturfararnir nokkuð vel. Auðvitað voru undantekningar, eins og alltaf í stórum hóp.

Varðandi það illa umtal sem þú leggur í munn þessa vinafólks þíns frá Manitóba, þá var það illa umtal fyrst og fremst af hálfu þeirra sem eftir voru hér á landi. Þar gengu sumir mjög hart í skrifum sínum, svo hart að til skammar var. Þessi skrif rötuðu vissulega til þeirra sem fluttu vestur, enda Íslendingarnir duglegir við lestur og dagblaðaútgáfa þeirra þar ytra með blóma á þeim tíma.

Það er megin munur á því hvort fólk fer búflutningum milli landa vegna náttúruhamfara og gylliboða um frítt land, eða hvort þeir búferlaflutningar stafa af stríðsrekstri.

Náttúruhamfarir verða ekki stöðvaðar, en stríðsrekstur er tiltölulega auðvelt að stoppa. En til þess þurfa þeir sem stríðstólin framleiða að draga örlítið úr sinni græðgi. Þar ættum við kannski að skammast okkar fyrir náin tengsl við eitt af öflugasta drápstólaframleiðsluríkis heims, Svíþjóð. Hvað ætli miklir fjármunir hafi ratað til Svíþjóðar frá öfgasamtökum ISIS, fyrir vopn. Hvað ætli sænska stálið hafi drepið marga Sýrlendinga, eða gert þá örkumla.

Auðvitað eru fleiri sem selja vopn. Assad er haldið uppi á vopnum frá Rússlandi og hugsanlega Kína. Þessi vopn hefur hann fengið með afslætti og stórar skuldir vegna vopnakaupa verið felldar niður.

ISIS virðist hafa yfir nægu fjármagni að ráða. Þeir þurfa ekki að fá niðurfellingu vopnaskulda, borga bara þeim sem vilja selja vopnin. Og þau vopn fá þessi öfgasamtök fyrst og fremst frá ríkjum sem skilgreind eru til hins vestræna heims. Auk Svíþjóðar þá fá ISIS vopn frá USA, Frakklandi, Þýskalandi og fleiri ríkjum.

Öflugasta og í raun eina leiðin til hjálpar þessu stríðshrjáða landi er að loka á vopnasölu til þessara stríðandi afla. Jafnvel þó einungis eitt eða tvö þeirra ríkja sem halda uppi vopnaframleiðslu fyrir stríðsaðilana, tækju upp slíkt vopnasölubann, væri svo stórt skarð hoggið í stríðsreksturinn að hann væri sennilega ekki lengur mögulegur.

Án vopna heyir enginn stríð og án stríðs þarf enginn að flýja sitt föðurland.

Gunnar Heiðarsson, 5.9.2015 kl. 19:31

17 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Byssur í eigu Íslendinga nægja til að vopna alla íbúa Garðabæjar, Kópavogs og Hafnarfjarðar. Ásókn Íslendinga í skotvopn hefur stóraukist, að sögn lögreglu.

Íslendingar eiga um fimmtíu þúsund byssur
en það samsvarar því að sex einstaklingar séu um hvert skotvopn.

Íslendingar eiga hartnær þrjátíu og eitt þúsund haglabyssur. Rifflar í eigu Íslendinga eru nálega 17 þúsund og skammbyssur eru um fjórtán hundruð talsins hér á landi."

Um fimmtíu þúsund byssur hér á Íslandi

Þorsteinn Briem, 5.9.2015 kl. 19:58

18 Smámynd: Þorsteinn Briem

Í Seinni heimsstyrjöldinni lifðu Íslendingar fyrst á breska hernum en þvínæst á þeim bandaríska fram á þessa öld.

Þáverandi utanríkisráðherra
, nú á jötu sægreifanna og kominn út í móa, grátbað bandaríska herinn um að vera hér áfram en allt kom fyrir ekki og sá undir iljarnar á hernum þegar hann fór héðan út um allar heimsins koppagrundir sumarið 2006 til að verja mann og annan.

Þá var hins vegar svo mikið "góðæri" í landinu að ráða varð tugi Pólverja, búsetta í Reykjavík, og greiða þeim 700 þúsund krónur á mánuði fyrir að pakka niður búslóðum bandaríska hersins á Miðnesheiði eins fljótt og auðið væri.

Lítils voru þá virði mörg og fögur íslensk tár sem féllu í Hvíta húsinu.

Þorsteinn Briem, 5.9.2015 kl. 20:05

19 identicon

  Sjáðu til Gunni, þetta snýst ekki um það hver selur hverjum vopn og hvers vegna. Auðvitað verður að taka á því einsog þú bendir á. En að segja þessu fólki að snúa til síns heima og bíða eftir næsta vopnasölusamningi er engin lausn, því að þetta er fyrst og fremst eru þetta  hörmungar venjulegs fólks en ekki vopnaðra manna. 

Vilhjálmur Gunnarsson (IP-tala skráð) 5.9.2015 kl. 20:06

20 Smámynd: Þorsteinn Briem


George W. Bush
og Davíð Oddsson í Hvíta húsinu
í júlí 2004. Davíð var utanríkisráðherra frá
15. september 2004 þar til Halldór Ásgrímsson
skipaði hann seðlabankastjóra ári síðar.

Þorsteinn Briem, 5.9.2015 kl. 20:07

21 Smámynd: Loncexter

Vonum bara að íslendingar noti skotvopnin eingöngu til dýraveiða í framtíðinni.

Loncexter, 5.9.2015 kl. 20:10

22 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Undirliggjandi orsök flóttastraums íslendinga vestur um haf í lok 19.aldar var auðvitað andstaða Bændasamfélagsins við þéttbýlismyndun.  Það gekk svo seint og illa að þoka málum áfram. Vistabandið (þrælabandið) var beisiklí ekki formlega afnumið með öllu fyrr en kom frá 20. öld.  Fólk varð að vera í sveitum, lifa af landinu og þá af moldinni.  Ekki fiskinum.   

Nú nú.  Þetta leiddi auðvitað til þess, að fólk var háð veðráttunni.

Það er hægt að benda á nokkur atriði sem stuðluðu að flóttastraumnum vestur, - en ég er helst á því að veðráttan sé vanmetin.  Þ.e. sem atriði sem ,,triggeraði" flóttann.

Veðrið var svo vont í lok 19.aldar.  Jú jú, komu saæmileg misseri inná milli, - en í heildina var tímabilið undirlagt vondum vetrum og - það sem verra var - vondum sumrum.  Var jafnvel ekkert sumar.

Ofanlýst bitnaði svo mest á norðursvæðum Íslands.  Og þaðan fóru einmitt flestir.

Einnig má nefna fjárkláðann og/eða ýmsar sauðfjárpestir.

Það var auðvitað ekki bermilegt þegar kannski hálfur bústofninn var dauður úr pest, harðindavetur og í kjölfarið heyleysissumar o.s.frv., - var ekkert bermilegt að ætla að fara að lifa af landinu við þau skilyrði.

Það er svo önnur umræða, að fyrstu árin eftir að íslendingar fóru vestur, að þá ætluðu þeir að búa bara alveg nákvæmlega eins og þeir gerðu áður á Íslandi.  Með rollur.  Hugmyndaflugið var nú ekki meira.

Landið vestra hentaði hinsvegar enganvegin til slíks búskapar og mjög erfið tímbil voru hjá þeim í byrjun.  Gott ef að indíánar aumkuðu sig ekki yfir þá og kenndu þá að veiða á vatninu.   Íslendingar launuðu svo greiðan með því að stela landi þeirra, býst eg við.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 6.9.2015 kl. 00:18

23 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Ómar. Það eru enn þann dag í dag, Íslandsbúar sem eru á flótta frá Íslandi.

Á flótta frá spilltum okurvaxta-verðtryggingar-bankaránsglæpum á Íslandi!

Indíánahjartað mitt myndi ekki leyfa mér að loka útidyrahurðinni á varnarlaust flóttafólk. Ekki lokuðu indíánarnir dyrunum á flóttafólk frá Íslandi, heldur hjálpuðu þeim að bjarga sér í Vesturheimi.

Hvernig afgreiddu íslendingar gyðingana sem voru á flótta undan útrýmingardjöflunum?

Samviskuspurningarnar eru margar þessa dagana!

Mitt einkahjarta er ekki marktæk skoðanaheimild í stjórnlausri hagfræðinganna heimsbanka-kauphallarspilavítis-tortímingunni. Það eina sem ég fæddist með inn í þetta jarðlíf var hjartans samviskusálin mín, og það eina sem ég fer með héðan úr þessu jarðlífi er sú sama sál.

Vitið og viskan mín er ekkert annað né meira en það sem almættið skammtar mér til daglegra nota.

Ég bið almættið algóða um að stýra heimssamfélaginu, því án almættisvisku Guðs erum við ekkert annað en varnarlausir hvítvoðungar hér á jörðinni.

M.b.kv. 

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 6.9.2015 kl. 00:33

24 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Mannréttindaákvæði stjórnarskrárinnar frá 1874 og aðdragandi að setningu hennar:"

"Sérstök mótstaða var hér á landi við atvinnufrelsið enda var það talið höggva að undirstöðum hins fábreytta íslenska bændasamfélags þar sem gildandi voru strangar reglur um vistarbönd og vistarskyldu vinnufólks og lausamennska var litin hornauga.

Fyrir setningu stjórnarskrárinnar 1874 hafnaði Alþingi þannig öllum tillögum dönsku stjórnarinnar um afnám hafta á atvinnufrelsinu."

"Að ýmsu leyti gengu tillögur dönsku stjórnarinnar lengra en þær kröfur sem Íslendingar sjálfir gerðu."

"Hér á landi var við lýði fábreytt og íhaldssamt bændasamfélag sem tók hugmyndum um ýmis frelsisréttindi borgaranna fremur fálega.

"Þannig voru Danastjórn og fulltrúar hennar í raun þau öfl á Alþingi sem voru helstu boðberar aukins frjálslyndis og ýmissa frelsisréttinda á Íslandi á síðari hluta 19. aldar."

(Björg Thorarensen, prófessor í stjórnskipunarrétti við Háskóla Íslands, Stjórnskipunarréttur - Mannréttindi, útg. 2008, bls. 27-30.)

Þorsteinn Briem, 6.9.2015 kl. 00:44

25 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Öll mannréttinda- og neytendavernd hefur komið frá Evrópu; óumbeðin og í óþökk íslenskra yfirvalda; allt frá mannvirðingarákvæðum í stjórnarskránni frá 1874 og að þessum nýjustu mannréttindadómum."

Þorsteinn Briem, 6.9.2015 kl. 00:46

26 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

""Fátækt Fólk" og "Baráttan um Brauðið"....

Ævisaga Tryggva Emilssonar ætti að vera holl lesning öllum. Flóttamenn eru ekki það sama og flóttamenn. Sumir komast ekkert og engu skiptir hvursu hérlendir virðast góðir á fáránlegum netmiðlasora. Manni liggur við uppsölum af lestrinum, á köflum.

Góðar stundir, með kveðju að sunnan. (Þar er líka fullt til af flóttamönnum, sem öllum er skítsama um)

Halldór Egill Guðnason, 6.9.2015 kl. 02:09

27 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Halldór Egill. Allir eru háðir sinni eigin upplýstu samviskuskoðun og einstaklingsmiðaðri fórn fyrir mannúðarhjálpar-málstaðinn. Það hefur líklega mikið með hjartans tilveruréttarskilning hvers og eins að gera.

Verst af öllu ef þessi gífurlega mannauðuga, hámenntaða og vestrænt siðmenntaða þjóð skilur ekki raunverulegt siðferði?

Hvert ætlar gráðufjölmiðlaprófessora-akademían að sækja sínar réttlætingar fyrir sinni raunveruleika-siðmenntunarsamfélags-sjónskekkju?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 6.9.2015 kl. 02:45

28 identicon

Það er ekki tímabært fyrir menn að skrifa blogg um málefnið, fyrr en þeir geta gert greinarmun og innflytjendum og flóttamönnum.

Hilmar (IP-tala skráð) 6.9.2015 kl. 03:44

29 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Skiptir ekki öllu í samhengi pistils Ómars hvort menn flýðu vegna framsjalla, veðurs eða stríðs.  

Staðreyndin er að  hóparnir voru á flótta.

Voru að lyja landsvæði og leita gæfunnar annarsstaðar.

Þetta ætti eki að vera erfitt að skilja.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 6.9.2015 kl. 09:36

30 identicon

Það er nú algert grundvallaratriði Ómar Bjarki.  Á meðan við styðjum stríðsrekstur þá er það hræsni að þykjast taka þátt í björgunaraðgerðum og stæra sig af þeim í ofanálag.  Samstarf Bandaríkjanna og Þýskalands getur aldrei orðið gæfulegt.  Það endar bara með ósköpum.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 6.9.2015 kl. 10:33

31 identicon

Íslandshreyfingarsamfylkingarforkólfurinn Ómar Ragnarsson lætur sér ekki muna um að skálda upp söguna, ef það hentar fjölmenningarruglinu :(

Nú á það að heita svo að Íslendingar eigi að taka fagnandi á móti þúsundum islamskra flóttamanna frá öðrum menningarheimi, með milljarða kostnaði fyrir þjóðina, vegna þess að Íslendingar lögðust í vesturvíking fyrir 150 árum síðan!

ÓRar síðuhöfundar eru af þeirri stærðargráðu að sennilegast er best fyrir hann að ganga til liðs við geimverurnar og proppsin í Bjartri framtið. Ómar er greinilega orðinn bensínlaus.

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 6.9.2015 kl. 17:57

32 Smámynd: Aztec

Ég er sammála því sem Gunnar Heiðarsson skrifar, þar sem hann útskýrir hvers vegna ekki er hægt að líkja saman vesturförum frá Evrópu á 19. öldinni við sýrlenzka flóttamenn.

Það er einnig billegt hjá þér, Ómar að setja alla þá sem eru ekki hrifnir af að taka á móti hundruðum þúsunda islamistum undir sama hatt og einhvern sem dáist að helvítinu honum Donald Trump. Flóttamannastraumur Mexíkana til USA er beint og óbeint Bandaríkjamönnum sjálfum að kenna, þeir hafa gegnum aldirnar nauðgað ríkjunum í Mið-Ameríku alveg á sama hátt og Evrópuríki nauðguðu Afríku á nýlendutímanum auk þess að eyðileggja landbúnað Mexíkana með hinum óréttláta NAFTA-samkomulagi sem var gert við svikulan mexíkanskan forseta og önnur handbendi Bandaríkjamanna.

Einnig er vert að gefa gaum að því að Bandaríkjamenn stálu fjórum ríkjum af México á sínum tíma. Auk þess lifa ólöglegir mexíkanskir innflytjendur við mjög bág kjör í USA sem þrælar "hvítra" fjölskyldna. Fæstir múslímar líða skort í Evrópu né eru kúgaðir, þvert á móti líta þeir á sjálfa sig og sína menningu sem yfir aðra hafna og hegða sér samkvæmt því. Og Evrópubúar skulda aröbum nákvæmlega ekki neitt, sögulega séð.

Í núverandi þjáningum flóttafólks ætti fyrst og fremst og eingöngu að hjálpa börnunum og mæðrunum, því að þau eru raunveruleg fórnarlömb islams.

Aztec, 6.9.2015 kl. 20:44

33 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Ég er sammála athugsemdum #7 og #28, og það þarf ekkert við það að bæta.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 7.9.2015 kl. 01:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband