Að næra óttann við hið ókunna.

Þeir 54% stuðningsmanna Donalds Trump, sem halda að Obama sé múslimi, vita ekki betur, og þegar þessi trú þeirra tengist við vitneskju allra Bandaríkjamanna, að það voru múslimar sem sprengdu Tvíburaturnana, múslimar hafa verið í styrjöld við Bandaríkjamenn í Afganistan og Írak og eru mesta ógn nútímans í líki villdýranna í Ríki Íslams er það orðið trúaratriði að fylgja Donald Trump að málum. 

Þegar búið er að setja óttann hina miklu múslimaógn í forgang, er það hin mesta nauðsyn í augum þessa stóra hóps Bandaríkjamanna að taka Obama úr umferð.

Að næra og efla óttann, einkum við hið ókunna, er afar áhrifarík aðferð til að ná eyrum fólks.  

   


mbl.is Enn ranghugmyndir um trúarbrögð Obama
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hann er alltaf að hella olíu á eldinn þessi mannandskoti.  Skiptir ekki máli hvaða trúarbrögð hann ber fyrir sig.

http://www.visir.is/obama-sendir-hergogn-til-uppreisnarhopa-i-syrlandi/article/2013706159949

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 13.9.2015 kl. 21:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband