Einn stöðugur þverpólitískur meirihluti í 56 ár.

Einn stöðugur þverpólitískkur meirihluti hefur verið á Alþingi síðan í október 1959. Hann skipa þingmenn, sem geta setið í rólegheitum fyrir framan kosningasjónvarpið, fullvissir um að kosningarnar skipta þá sjálfa engu máli, - þeir eru í "öruggu sæti."

Þetta er vegna þess að val kjósenda á þingmönnum fer ekki beint fram í kjörklefanum, heldur hefur verið raðað niður á framboðslistana mörgum vikum fyrir kosningarnar í prófkjörum, á kjördæmisþingum og flokksfundum eða með uppstillingarnefndum.

Meðvitað eða ómeðvitað hefur þetta verið undirliggjandi ástæða fyrir tregðunni við því að breyta nokkru í kosningalögunum í lýðræðisátt.

Í fyrri kosningunum 1959 féll forsætisráðherrann í kjördæmi sínu og forseti Sameinaðs alþingi líka í sínu kjördæmi. 

Prófkjörin eru meingölluð og komin hefð fyrir þeirri siðlausu hegðan að "smala" í opnum prófkjörum utanflokksfólki inn á kjörskrár flokkanna og síðan hafa viðkomandi sagt sig úr flokkunum eftir prófkjörin.

Reglur um útstrikanir eru meingallaðar enda hagga þær yfirleitt engu um það, hverju komast á þing.

Þar að auki er aðferðin neikvæð, - það er verið að toga frambjóðendur niður.

Mun betra er að hafa jákvæða aðferð, - það er, að þeir verði efst á listum sem fá mestan stuðning.

Í ofanálag geta engir haft áhrif á röðina nema þeir sem kjósa listann í leynd kjörklefans.

Furðulegt er að sjá mótbárurnar gegn því að auka lýðræði á þennan hátt frá mönnum sem aðhyllast sem mest fulltrúalýðræði.

En það er hið fullkomna fulltrúalýðræði að kjósendur feli vald sitt beint til þeirra frambjóðenda sem þeir treysta best, - en það er eins og sumir geti með engu móti sætt sig við þetta.     


mbl.is Vilja persónukjör í kosningum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þjóðaratkvæðagreiðslan 20. október 2012 er enn í fullu gildi.

Og næsta víst, eins og Bjarni Fel. myndi segja, að ríkisstjórn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins kolfellur í næstu alþingiskosningum.

Þorsteinn Briem, 14.9.2015 kl. 20:13

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar 20. október 2012:

1.
Vilt þú að tillögur stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá?

Já sögðu 67,5%.


2.
Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði náttúruauðlindir sem ekki eru í einkaeigu lýstar þjóðareign?

Já sögðu 82,9%.


3.
Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um þjóðkirkju á Íslandi?

Já sögðu 57,1%.


4.
Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði persónukjör í kosningum til Alþingis heimilað í meira mæli en nú er?

Já sögðu 78,4%.


5.
Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um að atkvæði kjósenda alls staðar að af landinu vegi jafnt?

Já sögðu 66,5%.


6.
Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um að tiltekið hlutfall kosningarbærra manna geti krafist þess að mál fari í þjóðaratkvæðagreiðslu?

Já sögðu 73,3%.

Þorsteinn Briem, 14.9.2015 kl. 20:15

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

19.5.2015:

"Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir að ef Píratar myndu verða í þeirri stöðu að hafa áhrif á ríkisstjórnarmyndun eða áherslur á næsta kjörtímabili, yrðu þær á lýðræðisumbætur og tiltekur sérstaklega þrennt í þeim efnum, auk þess að endurvekja þurfi stjórnarskrármálið:

    • Málskotsréttur þjóðarinnar, þannig að einhver prósenta þjóðarinnar (til dæmis 5-10%) geti knúið fram þjóðaratkvæðagreiðslu um mál á Alþingi. Þetta sé hugsað til að draga valdið nær þjóðinni sjálfri, þar sem þingið geti aldrei orðið fullkominn málsvari almennings.

      • Málskotsréttur minnihlutans á Alþingi, þannig að 1/3 þingsins geti knúið fram þjóðaratkvæðagreiðslur um mál á Alþingi. Þetta sé hugsað til þess að bæta vinnubrögðin á Alþingi og draga úr óþörfum leiðindum af allri sort, svo sem gerræði meirihlutans og í beinu kjölfari málþófi minnihlutans.

        • Aðskilnaður framkvæmdavalds og löggjafarvalds, þannig að ráðherrar megi ekki vera þingmenn á sama tíma og þeir eru ráðherrar.

        Hvað varðar fiskveiðistjórnun segir hann að Píratar leggi áherslu á stuðning sinn við nýja stjórnarskrá sem byggi á frumvarpi Stjórnlagaráðs. Í 34. grein þess frumvarps sé að finna afgerandi og mikilvæga breytingu á grundvallaratriðum fiskveiðistjórnunar sem felist í eftirfarandi málsgrein:

        Enginn getur fengið auðlindirnar, eða réttindi tengd þeim, til eignar eða varanlegra afnota og aldrei má selja þær eða veðsetja.

        Og hvað virkjanir varðar segir Helgi Hrafn að menn hefðu haldið að með rammaáætlun þyrfti ekki sérstaka stefnu í málaflokknum en hins vegar sé stjórnarmeirihlutinnað rífa þá áætlun í tætlur á þinginu.

        Varðandi Evrópusambandið sé það stefna Pírata að þjóðin eigi að ákveða með þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald viðræðna.

        Segi hún nei sé málinu lokið þar til pólitískt umboð yrði sótt til að sækja um að nýju, verði vilji til þess. Segi hún já skuli viðræðum haldið áfram."

        Þorsteinn Briem, 14.9.2015 kl. 20:17

        Bæta við athugasemd

        Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

        Innskráning

        Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

        Hafðu samband