Páfi nýrra tíma.

Frans páfi er sá fyrsti sem á uppruna sinn í þriðja heiminum. Hann þekkir því betur en fyrirrennarar hans til aðstæðna þess yfirgnæfandi meirihluta mannskyns sem þarf að búa við örbirgð, rányrkju, spillingu og kúgun.

Hann talar tæpitungulaust um þau risavöxnu viðfangsefni sem hrannast munu upp og valda meiri óförum jarðarbúa en dæmi eru um í mannkynssögnunni ef ekki verður strax spyrnt við fótum.

Hann talar fyrir því að gömul og sígild gildi varðandi skyldu hverrar kynslóðar að ganga ekki á rétt þeirra sem á eftir koma.

Frans páfi kemur fram á hárréttum tíma þegar hrópað er á einhvern sem getur vísað veginn úr úr þeim ögöngum sem við blasa.

Ef þjóðir heims hafa einhvern tíma þurft á slíkum leiðtoga að halda er það nú.  


mbl.is Páfa fagnað eins og rokkstjörnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað kallar þú þriðja heiminn? Ég spyr vegna þess að það hafa komið páfar frá ríkjum eða landsvæðum sem eftir venjulegum flokkunum eru eða voru þriðja heims. Og nokkrir páfa síðustu 100 ára hafa komið frá svæðum þar sem örbirgð, rányrkja, spilling og kúgun var síst minni en í Argentínu.

Og hvað gerir kjaftavaðal páfa merkilegri en svartsýnis og dómsdagsraus annarra? Er hann að segja eitthvað sem ekki hefur áður verið sagt? Bendir hann á lausnir sem aðrir hafa ekki nefnt?

Hábeinn (IP-tala skráð) 26.9.2015 kl. 02:26

2 Smámynd: Már Elíson

Það er bara svona...Nýr illskeyttur, neikvæður og reiður "besservisser" byrjaður að spama bloggið hans Ómars. Hélt nú að St.Br. hefði einkarétt á því. Frans páfi sýnir algerlega að hann er með nýja og nútímalega sýn páfa á þau vandamál heimsins sem hafa einmitt aldrei blasað sterkar við með ofbeldi, ránum og morðum en um þessar mundir. Það skiptir ekki máli úr hvaða hluta heims það er. - Þar sem hann nýtur mikillar hylli (sem Hábeinn hefur kannski ekki tekið eftir) og "rokkstjörnu" vinsælda, þá spilar hann vel úr þeim mætti sem páfi hefur til að koma nauðsynlegum guðlegum (lesist : góðum) boðskap sínum á framfæri. Miklu betur en fyrirrennarar hans.

Már Elíson, 26.9.2015 kl. 08:23

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ef einhver er hér illskeyttur og reiður besservisser ert það þú, Már Elíson.

Hér birti ég staðreyndir en það þolir þú að sjálfsögðu ekki.

Hvað mér finnst um hitt og þetta skiptir hins vegar engu máli, rétt eins og engu máli skiptir hvað þér finnst um undirritaðan.

Þorsteinn Briem, 26.9.2015 kl. 13:04

4 Smámynd: Már Elíson

Nú...Ert þú þá "Hábeinn" líka....Hvurt í heitasta....Hvernig átti ég að vita það, fýlupokinn þinn...

Már Elíson, 26.9.2015 kl. 16:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband