Svipað viðhorf og oft hjá Bandaríkjamönnum.

Ástæða þess að Rússar hafa ævinlega staðið við bakið á Assad Sýrlandsforseta er áreiðanlega ekki sú að þeir séu hrifnir af stjórnarháttum þess manns, sem byggjast á því að hluti landsmanna og mikill minnihluti hefur haft öll ráð landsins í hendi sér og beitt valdi sínu af hörku.

Ástæðan er sú, að í augum Rússa er Assad illskásti kosturinn í landinu, og þetta mat þeirra, sem hefur reynst ekki svo galið í ljósi grimms veruleika og fyrir bragðið   sterkari staða en áður hefur nú orðið sjálfri Angelu Merkel ljóst, þótt ekki farið það mjög hátt.

Þetta minnir um margt á þá afstöðu sem Bandaríkjamenn tóku áratugum saman gagnvart ráðamönnum margra ríkja og taka enn, til dæmis gagnvart stjórnvöldum í Sádi-Arabíu.

Þar í landi eru stækt trúarofstæki, mannréttindabrot og einræðisstjórn við völd, en Vesturveldin og þjóðir heims þora ekki að rugga bátnum vegna hinnar einstæðu og sterku stöðu sem Sádarnir hafa í olíubúskap heimsins.   


mbl.is Hafa farið eftirlitsflug yfir Sýrland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

2 identicon

http://www.attac.is/greinar/liðsafnaður-%C3%AD-ranga-átt-á-ný

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 26.9.2015 kl. 14:19

3 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

"Ástæðan er sú, að í augum Rússa er Assad illskásti kosturinn í landinu"

Rússar eru meira praktískt þenkjandi en þetta.  Mundu: Assad & co eru/voru *yfirvöld* í Sýrlandi, og fóru því með stjórn auðlinda, sem er það sem rússar eru á höttunum eftir.

Money, maður.

Ásgrímur Hartmannsson, 26.9.2015 kl. 15:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband