Sænskur Breivik?

Hafa Svíar nú eignast sinn Breivik? Svo er að sjá af fréttum, þótt afköst hins sænska morðingja séu hvergi nærri eins mikil og hjá Breivik.

Það er engin furða að Svíar séu í sjokki eftir voðaatburðinn í Trollhattan, sem bætist við síendurteknar íkveikjum í vistarverum erlendra flóttamanna.

Rétt eins og dráp Breiviks snertu norræn samfélög hljóta verknaðir hins sænska morðingja að gera það líka.

Það leiðir hugann að því kvöldi þegar Olof Palme forsætisráðherra Svía var myrtur fyrir hálfum fjórða áratug.

Það var tímamótaatburður á Norðurlöndum þegar sakleysi þeirra og frelsi einstaklinganna og öryggi þeirra dóu.

Eða öllu heldur trúin á þetta norræna fyrirbæri.  

 


mbl.is Morðin talin hatursglæpur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Af hverju ætti Svíum að vera brugðið?
Þeim var nú aldeilis ekki brugðið s.l. sunnudag, þegar arabar í Malmö fylktu liði, og öskruðu slagorð gegn gyðingum, og hvöttu til að þeim yrði slátrað.
Það er varla að minnst hafi verið á þessi mótmæli, og ekki fyrr en gyðingar mótmæltu gyðingahatri, og þá einungis til að gera lítið úr því að mælt sé með fjöldamorðum í sænskri borg.
Og af hverju ætti þeim að vera meira brugðið nú, en þegar útlendi hnífamaðurinn drap tvo í Ikea versluninni í ágúst s.l.?

Nei, í nauðgunarhöfuðborg Evrópu ættu menn ekkert að vera sjokkeraðir. Þeir ættu að vera öllu vanir.

Hilmar (IP-tala skráð) 23.10.2015 kl. 10:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband