Athyglisverð tillaga en vekur margar spurningar.

Tillaga þriggja þingmanna Pírata um að opnað verði á leynilega atkvæðagreiðslu um vantraust á ríkisstjórn er athyglisverð en vekur margar áleitnar spurningar.

Ekki er mér kunnugt um að í nokkru landi séu atkvæðagreiðslur um vantraust á ríkisstjórn leynilegar og einhver ástæða hlýtur að vera fyrir því.

Tvö af stefnumálum Pírata varða gegnsæi og ábyrgð, en leynileg atkvæðagreiðsla um traust eða vantraust á ríkisstjórn, firra þingmenn beinni persónulegri ábyrgð og gegnsæið fýkur líka, því að kjósendur hvers þingmanns fá aldrei að vita, hvernig hann greiddi atkvæði.

Í tillögu um leynilega atkvæðagreiðslu felst sú hugsun, að erfitt sé að treysta því að allir þingmenn standi í lappirnar gagnvart sannfæringu sinni þegar þeir þurfa að gera það fyrir opnum tjöldum.

Það kann að vera raunsæislegt mat út af fyrir sig og keppikefli að auðvelda þingmönnum að fylgja eingöngu eigin sannfæringu, en spurningin er líka sú, hvort það að geta skýlt sér á bak við leynd, leiði endilega alltaf til góðs eða þess að niðurstöður atkvæðagreiðslunnar verði betri.

Þingmenn undirrita jú eiðstaf þegar þeir taka sæti á þingi varðandi það að fylgja eingöngu sannfæringu sinni.


mbl.is Vilja leynilegar kosningar um vantraust
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hér er leynilegt en samt áberandi vantraust á Pírata.  Vildi bara koma því að.  Hálfvegis.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 23.10.2015 kl. 13:02

2 Smámynd: Herbert Guðmundsson

  Pælingar Pirata eru sumar eða flestar eins og leki frá einhverjum sem hefur hugsað upphátt og á langt í land að ná áttum í eigin pælingum. Leynileg kosning um vantraust á ríkissjórn brýtur í bága við opna stjórnsýslu, en gæti alveg eins sýnt aukinn meirihluta og vantraust.

  Raunar held ég að leyndin myndi engu breyta. Það fólk sem situr að völdum er ekki að henda þeim frá sér í neinni stríðni, það passar hver upp á sig. Og enda þótt ýmislegt megi gagnrýna hjá hverri ríkissjórn, þyrfti til mikil og augljós axarsköft svo að leiddi til vantrausts.

Herbert Guðmundsson, 23.10.2015 kl. 13:53

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

19.5.2015:

"Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir að ef Píratar myndu verða í þeirri stöðu að hafa áhrif á ríkisstjórnarmyndun eða áherslur á næsta kjörtímabili, yrðu þær á lýðræðisumbætur og tiltekur sérstaklega þrennt í þeim efnum, auk þess að endurvekja þurfi stjórnarskrármálið:

    • Málskotsréttur þjóðarinnar, þannig að einhver prósenta þjóðarinnar (til dæmis 5-10%) geti knúið fram þjóðaratkvæðagreiðslu um mál á Alþingi. Þetta sé hugsað til að draga valdið nær þjóðinni sjálfri, þar sem þingið geti aldrei orðið fullkominn málsvari almennings.

      • Málskotsréttur minnihlutans á Alþingi, þannig að 1/3 þingsins geti knúið fram þjóðaratkvæðagreiðslur um mál á Alþingi. Þetta sé hugsað til þess að bæta vinnubrögðin á Alþingi og draga úr óþörfum leiðindum af allri sort, svo sem gerræði meirihlutans og í beinu kjölfari málþófi minnihlutans.

        • Aðskilnaður framkvæmdavalds og löggjafarvalds, þannig að ráðherrar megi ekki vera þingmenn á sama tíma og þeir eru ráðherrar.

        Hvað varðar fiskveiðistjórnun segir hann að Píratar leggi áherslu á stuðning sinn við nýja stjórnarskrá sem byggi á frumvarpi Stjórnlagaráðs. Í 34. grein þess frumvarps sé að finna afgerandi og mikilvæga breytingu á grundvallaratriðum fiskveiðistjórnunar sem felist í eftirfarandi málsgrein:

        Enginn getur fengið auðlindirnar, eða réttindi tengd þeim, til eignar eða varanlegra afnota og aldrei má selja þær eða veðsetja.

        Og hvað virkjanir varðar segir Helgi Hrafn að menn hefðu haldið að með rammaáætlun þyrfti ekki sérstaka stefnu í málaflokknum en hins vegar sé stjórnarmeirihlutinnað rífa þá áætlun í tætlur á þinginu.

        Varðandi Evrópusambandið sé það stefna Pírata að þjóðin eigi að ákveða með þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald viðræðna.

        Segi hún nei sé málinu lokið þar til pólitískt umboð yrði sótt til að sækja um að nýju, verði vilji til þess. Segi hún já skuli viðræðum haldið áfram."

        Þorsteinn Briem, 23.10.2015 kl. 14:46

        4 Smámynd: Þorsteinn Briem

        Fylgi flokka á landsvísu - Skoðanakönnun Gallup 2.10.2015:

        Píratar 35%,

        Sjálfstæðisflokkurinn 24%.

        Þorsteinn Briem, 23.10.2015 kl. 14:47

        6 Smámynd: Þorsteinn Briem

        7.9.2015:

        "Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, verður formaður flokksins þegar þing hefst á ný á morgun.

        Helgi Hrafn tekur við af Birgittu Jónsdóttur, sem tekur við af honum sem þingflokksformaður.

        Í tilkynningu frá Pírötum kemur fram að formennskan sé eingöngu formlegs eðlis "vegna þinglegra prótókolla" og hafi ekki í för með sér sérstök valdsvið eða ábyrgð.

        "Þess vegna hefur formaður flokksins ávallt hafnað sérstöku launaálagi frá Alþingi fyrir formennskuna og Helgi Hrafn mun einnig hafna álaginu nú," segir í tilkynningunni.

        Formenn fá greitt 50% álag á þingfararkaup sem er 651.446 krónur á mánuði.

        Álagið er því 325.723 krónur á mánuði eða 3.908.676 krónur á ári.

        Píratar spara því ríkinu rúmlega 15 milljónir króna á kjörtímabilinu."

        Þorsteinn Briem, 23.10.2015 kl. 14:58

        7 Smámynd: Þorsteinn Briem

        1.4.2015:

        "12. mars síðastliðinn tilkynnti Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra Evrópusambandinu að Ísland væri ekki lengur umsóknarríki."

        Straumurinn til Pírata eftir 12. mars síðastliðinn

        Þorsteinn Briem, 23.10.2015 kl. 15:01

        8 Smámynd: Þorsteinn Briem

        Síðastliðinn þriðjudag:

        ""Krónan gerir það að verkum að við þurfum að hugsa í höftum, verðtryggingu og einhverjum vúdú-seðlabankavöxtum sem að hafa áhrif sem við þekkjum ekki fyrirfram."

        "Þetta sagði Helgi Hrafn Gunnarsson formaður Pírata í ræðu á Alþingi í dag.

        Í ræðunni sagðist Helgi Hrafn ávallt komast að þeirri niðurstöðu að íslenska krónan sé í grundvallaratriðum gallaður gjaldmiðill.

        Krónan búi ekki bara til óstöðugleika, heldur knýi hún fram "skítmix" á borð við verðtryggingu."

        "Það er sama hvað okkur finnst um Evrópusambandið, við verðum að takast á við vandamálið sem er íslenska krónan.""

        Formaður Pírata kemst ávallt að þeirri niðurstöðu að íslenska krónan sé gallaður gjaldmiðill

        Þorsteinn Briem, 23.10.2015 kl. 15:41

        9 identicon

        það ætti að byrja á því að sekta alþingismenn fyrir að sitja hjá við atkvæðgreiðslur

        Líkt og fólk í verkfalli er hýrudregið fyrir að vera ekki í sinni vinnu

        Grímur (IP-tala skráð) 23.10.2015 kl. 16:12

        10 identicon

        Ég ber mesta ábyrgð á þessari tillögu og vísa í leynilegu atkvæðagreiðsluna um stjórn RÚV þar sem einn stjórnarmeirihlutaþingmaður kaus með minnihlutanum og kom þannig í veg fyrir 6/3 skiptinguna þegar stjórnarmönnum var fjölgað.

        Að framfylgja eigin sannfæringu er stundum erfiðara fyrir suma en að fylgja hjörðinni.

        RÚV atkvæðagreiðslan var allavega kveikjan að hugmyndinni.

        Björn Leví (IP-tala skráð) 23.10.2015 kl. 18:41

        Bæta við athugasemd

        Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

        Innskráning

        Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

        Hafðu samband