Píratabylgjur inn á landsfundina?

 

Nú þegar sjást þess merki að hið mikla, langvinna og stöðuga fylgi Pírata í skoðanakönnunum er farið setja mark sitt á landsfundi Sjalla og Vg.

Það er einkum unga fólkið á þessum fundum sem hefur ókyrrst og vill hrista upp í þeim til þess að sporna gegn frekari flótta ungs fólks úr þeim yfir til Pírata. 

Heyra mátti á einni rásinni síðdegis, að ungir Sjálfstæðismenn hafi lagt fram upp undir hundrað breytingatillögur við drög að stefnu Sjallanna og þykir sumum hinna eldri Sjálfstæðismanna þær vera svo róttækafar, að þeir eru þegar farnir að blogga um þörf á nýju stjórnmálaafli fyrir þá sem muni hugsanlega hrökklast úr flokknum vegna þess hve hann sé orðinn kratískur.

Meðal þess sem fer fyrir brjóstið á þessum órólegu flokksmönnum eru tillögur um aðskilnað ríkist og kirkju, réttindi samkynhneigðra og transfólks og flóttamannastefna flokksins.

Hjá Vg má sjá róttækar tillögur svo sem um slit stjórnmálasambands við Ísrael og flutning innanlandsflugs til Keflavíkur.

Á síðasta landsfundi Samfylkingarinnnar átti unga fólkið drjúgan þátt í ýmsum nýjum vendingum, svo sem varðandi olíuvinnslu á Drekasvæðinu og afglæpavæðingu fíkniefna.

Það kraumar mikil óánægja meðal ungs fólks vegna húsnæðismálanna, þar sem það hefur dregist aftur úr jafnöldrum sínum í nágrannalöndunum, en slíkt gæti orðið einn af hvötunum til þess að ungt og vel menntað fólk flytji úr landi.


mbl.is Sóley Björk gegn Birni Vali
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

1.9.2015:

Aðeins 5,9% kjósenda í aldurshópnum 30 ára og yngri segjast ætla að kjósa Framsóknarflokkinn og einungis 11,6% styðja Sjálfstæðisflokkinn.

Stærsti stuðningshópur Framsóknarflokksins eru kjósendur 50 ára og eldri, 13,9% kjósenda 50-59 ára styðja flokkinn og 13% kjósenda 60 ára og eldri.

Þorsteinn Briem, 24.10.2015 kl. 01:17

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Í gær:

"Samkvæmt nýrri könnun Gallup eru 55,5% landsmanna hlynntir því að ríki og kirkja verði aðskilin en 23,9% eru andvígir aðskilnaði og 21,5% tóku ekki afstöðu.

Stuðningur við aðskilnaðinn hefur aukist umtalsvert frá því í september á síðasta ári
þegar 50,6% vildu skilja ríki og kirkju að."

Fleiri hlynntir aðskilnaði ríkis og kirkju


Þorsteinn Briem, 24.10.2015 kl. 01:44

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

1.4.2015:

"12. mars síðastliðinn tilkynnti Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra Evrópusambandinu að Ísland væri ekki lengur umsóknarríki."

Straumurinn til Pírata eftir 12. mars síðastliðinn

Þorsteinn Briem, 24.10.2015 kl. 01:55

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Síðastliðinn þriðjudag:

""Krónan gerir það að verkum að við þurfum að hugsa í höftum, verðtryggingu og einhverjum vúdú-seðlabankavöxtum sem að hafa áhrif sem við þekkjum ekki fyrirfram."

"Þetta sagði Helgi Hrafn Gunnarsson formaður Pírata í ræðu á Alþingi í dag.

Í ræðunni sagðist Helgi Hrafn ávallt komast að þeirri niðurstöðu að íslenska krónan sé í grundvallaratriðum gallaður gjaldmiðill.

Krónan búi ekki bara til óstöðugleika, heldur knýi hún fram "skítmix" á borð við verðtryggingu."

"Það er sama hvað okkur finnst um Evrópusambandið, við verðum að takast á við vandamálið sem er íslenska krónan.""

Formaður Pírata kemst ávallt að þeirri niðurstöðu að íslenska krónan sé gallaður gjaldmiðill

Þorsteinn Briem, 24.10.2015 kl. 01:57

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

17.8.2015:

"Samkvæmt skoðanakönnun Gallup er helmingur landsmanna, 50,1%, andvígur aðild Íslands að Evrópusambandinu.

Fylgjendur aðildar eru 34,2% en 15,6% segjast hvorki vera fylgjandi né andvígir inngöngu í sambandið."

Skoðanakannanir um aðild Íslands að Evrópusambandinu eru lítils virði þegar samningur um aðildina liggur ekki fyrir.

Tugþúsundir Íslendinga hafa ekki tekið afstöðu til aðildarinnar og aðrar tugþúsundir geta að sjálfsögðu skipt um skoðun í málinu.

Fólk tekur afstöðu til aðildarinnar fyrst og fremst út frá eigin hagsmunum, til að mynda afnámi verðtryggingar, mun lægri vöxtum og lækkuðu verði á mat- og drykkjarvörum með afnámi allra tolla á vörum frá Evrópusambandsríkjunum.

Og harla ólíklegt að meirihluti Íslendinga láti taka frá sér allar þessar kjarabætur.

Þorsteinn Briem, 24.10.2015 kl. 02:00

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ísland gæti fengið aðild að gengissamstarfi Evrópu, ERM II, þegar landið fengi aðild að Evrópusambandinu.

"The currency of Denmark, the krone (DKK), is pegged at approximately 7.46 kroner per euro through the ERM.

Although a September 2000 referendum rejected adopting the euro, the country in practice follows the policies set forth in the Economic and Monetary Union of the European Union and meets the economic convergence criteria needed to adopt the euro."

10.2.2015:

"Í Danmörku hafa lágir vextir á húsnæðislánum einnig styrkt efnahagslífið og komið því enn betur í gang.

Nú er hægt að fá lán til 30 ára með föstum 1,5 prósenta vöxtum en aldrei hefur verið boðið upp á lægri fasta vexti.

Þessi lán eru óverðtryggð."

Þorsteinn Briem, 24.10.2015 kl. 02:01

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

25.8.2015:


Þorsteinn Briem, 24.10.2015 kl. 02:05

9 identicon

Þú ert með þetta Ómar.  Það er ekki við því að búast að bankavinirnir Samfylking og VG skilji að húsnæðismálin standa ungu fólki nær en ESB og Ísrael.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 24.10.2015 kl. 09:55

10 identicon

"kraumar mikil óánægja meðal ungs fólks vegna húsnæðismálanna"

en engar raunhæfar tillögur um úrbætur hjá neinum

Grímur (IP-tala skráð) 24.10.2015 kl. 14:35

11 Smámynd: Herbert Guðmundsson

  Er Steini Briem, hið algera undrabarn, orðinn ritstjóri hjá þér Ómar - eða ertu kannski sjálfur Steini í leyni?

Herbert Guðmundsson, 24.10.2015 kl. 15:26

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sem sagt, ekkert málefnalegt frá Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum frekar en fyrri daginn.

Þorsteinn Briem, 24.10.2015 kl. 17:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband