Nú eða aldrei?

80 ára reynsla af launadeilum, verkföllum, dýrtíð, gengisfellingum og verðbólgu sýnir, að aðeins einu sinni á þessum langa tíma tókst að vinna eitthvert mesta stjórnmálaafrek Íslandssögunnar með Þjóðarsáttinni 1990.

Hún sló á víxlhækkanir kaupgjalda og verðlags og verðbólguna að mestu næstu tólf á, en upp úr aldamótum 2000 fór smám saman af stað sú svikamylla uppblásinnar þenslu sem leiddi til efnahagshruns 2008.

Á sama árabili höfðu nágrannaþjóðir okkar á Norðurlöndum þokast inn í ástand samráðs og samheldni á vinnumarkaðnum sem þar hefur ríkt síðan og ríkir enn og er alger andstæða þess gamalkunna óróa og upplausnar sem íslenski vinnumarkaðurinn er nú í.

Salek-hópurinn er vonarljós sem ekki má slokkna.

Undanfarin misseri hefur verið að myndast sefjun á ýmsum stöðum í þjóðfélaginu í anda þeirrar sefjunar sem ríkti á árunum 2002 til 2008.

Aðvörunarljós blikka, meðal annars þess efnis að við séum að sigla inn í svipað ástand og ríkti á langvarandi verðbólgutímum þar sem krónan varð smám saman að örmynt í öllum skilningi.

Ef ekki næst fram svipað hugarfar og svipaðar aðgerðir og í Þjóðarsáttinni 1990 getur hvað sem er gerst í atburðarás sem gæti fært okkur annað efnahagshrun.

Það má ekki verða.

Það er nú eða aldrei.


mbl.is Salek fundar á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Tek undir með þér Ómar að svona getur þetta ekki gengið. 

Það á að láta samtök ríkisstarfsmanna deila, þrasa eða koma sér saman um hlutfallið á milli launa hinna einstöku launa hópa ríkisstarfsmanna. 

Þegar það hefur gerst þá geta samtök ríkisstarfsmanna og ríkið samið í einu lagi fyrir alla ríkisstarfsmenn. 

Það gengur ekki að fólk sem starfar við stjórnsýslu, löggæslu og heilbrigðisþjónustu hafi verkfallsrétt.  Þessu fólki á að tryggja laun með skilvirku kerfi á undan öðrum launþega samtökum.  Þau laun eru þá viðmið sem ekki er hægt að brjóta nema með alvarlegum afleiðingum fyrir yfganginn.

Agaleysi, virðingaleysi íslendinga er verulegt og það verður ekki lagað nema með herþjónustu, þar sem núverandi uppalendur skortir kunnáttu og þrek til þess verks. 

Hrólfur Þ Hraundal, 27.10.2015 kl. 12:43

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hér á Íslandi er þingræði og ríkisstjórnin er ekki Alþingi.

Og Alþingi hefur ekki veitt utanríkisráðherra umboð til að slíta aðildarviðræðunum við Evrópusambandið.

Umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu er því enn í fullu gildi.

Skýringar við stjórnarskrá Íslands

Þorsteinn Briem, 27.10.2015 kl. 18:22

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þetta vilja Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn:

22.8.2009:

"Fyrri myndin segir okkur að innlend heimili skuldi að meðaltali ríflega tvö- til þrefalt meira en önnur (vestræn) heimili sem hlutfall af ráðstöfunartekjum eða sem svarar um fjórföldum ráðstöfunartekjum.

Seinni myndin segir okkur að greiðslubyrði innlendra heimila sé um það bil tvöfalt meiri en hjá öðrum (vestrænum) þjóðum eða að um 30-35% af ráðstöfunartekjum fer í að þjónusta þær skuldir sem hvíla á heimilum landsins að meðaltali.

Sé tekið tillit til að vextir eru hærri hér en víðast hvar annars staðar verður myndin enn svartari (gefið að lánstími sé álíkur).

Lítill hluti greiðslnanna fer þá í að borga niður höfuðstól lánsins en yfirgnæfandi hlutfall af heildargreiðslubyrðinni fer í vaxtagreiðslur.

Eignamyndun er því mun seinna á ferðinni."

Skuldir heimilanna

Þorsteinn Briem, 27.10.2015 kl. 18:24

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Skoðanakannanir um aðild Íslands að Evrópusambandinu eru lítils virði þegar samningur um aðildina liggur ekki fyrir.

Tugþúsundir Íslendinga hafa ekki tekið afstöðu til aðildarinnar og aðrar tugþúsundir geta að sjálfsögðu skipt um skoðun í málinu.

Fólk tekur afstöðu til aðildarinnar fyrst og fremst út frá eigin hagsmunum, til að mynda afnámi verðtryggingar, mun lægri vöxtum og lækkuðu verði á mat- og drykkjarvörum, fatnaði og raftækjum með afnámi allra tolla á vörum frá Evrópusambandsríkjunum.

Og harla ólíklegt að meirihluti Íslendinga láti taka frá sér allar þessar kjarabætur.

Þorsteinn Briem, 27.10.2015 kl. 18:25

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ísland gæti fengið aðild að gengissamstarfi Evrópu, ERM II, þegar landið fengi aðild að Evrópusambandinu.

"The currency of Denmark, the krone (DKK), is pegged at approximately 7.46 kroner per euro through the ERM.

Although a September 2000 referendum rejected adopting the euro, the country in practice follows the policies set forth in the Economic and Monetary Union of the European Union and meets the economic convergence criteria needed to adopt the euro."

10.2.2015:

"Í Danmörku hafa lágir vextir á húsnæðislánum einnig styrkt efnahagslífið og komið því enn betur í gang.

Nú er hægt að fá lán til 30 ára með föstum 1,5 prósenta vöxtum en aldrei hefur verið boðið upp á lægri fasta vexti.

Þessi lán eru óverðtryggð."

Þorsteinn Briem, 27.10.2015 kl. 18:26

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

29.7.2015:

"Á fyrri hluta árs­ins fluttu 1.140 fleiri er­lend­ir rík­is­borg­ar­ar til lands­ins en frá land­inu. Með þeirri viðbót hafa alls 5.264 fleiri er­lend­ir rík­is­borg­ar­ar flutt til lands­ins en frá land­inu frá árs­byrj­un 2012.

Þró­un­in er þver­öfug hjá ís­lensk­um rík­is­borg­ur­um. Á fyrri hluta árs­ins voru brott­flutt­ir ís­lensk­ir rík­is­borg­ar­ar um­fram aðflutta alls 490 og sam­tals 2.222 frá árs­byrj­un 2012."

19.8.2010:

Rúmlega 36 þúsund íslenskir ríkisborgarar búa erlendis

Íslenskir ríkisborgarar - Brottfluttir umfram aðflutta
árið 2014: Alls 760.

Íslenskir ríkisborgarar - Brottfluttir umfram aðflutta árin 2006-2014: Alls 8.136.

Hagstofa Íslands - Búferlaflutningar milli landa eftir kyni, ríkisfangi og landsvæðum 1986-2014

Þorsteinn Briem, 27.10.2015 kl. 18:35

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

1.4.2015:

"12. mars síðastliðinn tilkynnti Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra Evrópusambandinu að Ísland væri ekki lengur umsóknarríki."

Straumurinn til Pírata eftir 12. mars síðastliðinn

Þorsteinn Briem, 27.10.2015 kl. 18:38

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Fylgi flokka á landsvísu - Skoðanakönnun Gallup 2.10.2015:

Píratar 35%,

Samfylking 10%,

Björt framtíð 6%,

Vinstri grænir 11%.

Samtals 62% og þessir flokkar mynda nú meirihluta borgarstjórnar.

Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur 34% og þar af Framsóknarflokkur 10%.

Og næsta víst, eins og Bjarni Fel. myndi segja, að ríkisstjórn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins kolfellur í næstu alþingiskosningum.

Þorsteinn Briem, 27.10.2015 kl. 18:42

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

1.9.2015:

Aðeins 5,9% kjósenda í aldurshópnum 30 ára og yngri segjast ætla að kjósa Framsóknarflokkinn og einungis 11,6% styðja Sjálfstæðisflokkinn.

Stærsti stuðningshópur Framsóknarflokksins eru kjósendur 50 ára og eldri, 13,9% kjósenda 50-59 ára styðja flokkinn og 13% kjósenda 60 ára og eldri.

Þorsteinn Briem, 27.10.2015 kl. 18:45

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

25.8.2015:


Þorsteinn Briem, 27.10.2015 kl. 18:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband