Verslað með tugi landa eftir hentugleikum.

Þjóðir sem ráða yfir smáþjóðum víla ekki fyrir sér að versla með þær minni eftir því sem vindurinn blæs.

Stundum líkist þetta uppboði þegar stórveldin kalla saman alþjóðlega fundi til þess að "leysa vandamál á friðsamlegan hátt", til dæmis á fundum Bandamanna í Seinni heimsstyrjöldini.

Þá var ríkjum Evrópu skipt upp í áhrifasvæði, og í sumum ákveðið um skiptingu áhrifa innanlands í prósentutölum, til dæmis í Júgóslavíu.

Stalín lyfti ekki litla fingri þegar Bretar hjálpuðu til við að bæla niður uppreisn kommúnista í Grikklandi eftir stríðið og þrátt fyrir mótmæli stjórnuðu Rússar í raun ríkjum Austur-Evrópu að vild í 45 ár eftir stríðið og bældu niður uppreisnir í Ungverjalandi, Tékkóslóvakíu og Póllandi án þess að þurfa að hafa áhyggjur af hernaðaríhlutun Vesturveldanna.

Síðast núna á fundinum um Sýrland voru þau ríki, sem taka beinan þátt í átökunum í Sýrlandi að reyna að komast að samkomulagi um hvernig völdum eða valdaleysi Assads forseta landsins yrði háttað.

Íslendingar voru svo heppnir 1918 að Danir voru í ákveðnum verslunarhug, rétt eina ferðina enn.

Þeir voru tilbúnir til að gefa Íslendingum kost á að fá fullveldi gegn því að íbúar Slésvík-Holstein fengju sjálfir að ákveða, hvort þeir tilheyrðu Þýskalandi eða Danmörku.

Gæfa Íslendinga hvað varðaði það að eiga Jón Sigurðsson var ekki einungis sá málatilbúnaður sem hann stillti upp og sú forysta sem hann veitti í sjálfstæðisbaráttunni.

Jón var nefnilega afar mikilvægur fyrir Dani sjálfa og sjálfsímynd þeirra vegna yfirburða þekkingar sinnar á norrænni menningu og menningararfi, þar sem Íslendingar höfðu gegnt lykilhlutverki við varðveislu hans.

Íslensk tunga og menningararfur var á við tugþúsundir hermanna.

Danskur maður, Rasmus Kristján Rask, var á krítisku tímabili helsti baráttumaður fyrir varðveislu íslenskrar tungu og menningar og enskur maður beitti sér fyrir varðveislu íslenska hundsins.

Ekki þarf annað en að líta á ástand og stöðu mála á Orkneyjum og Hjaltlandi til að sjá hvaða örlög hefðu beðið Íslendinga undir breskri stjórn.

  


mbl.is Ísland ítrekað falboðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hvernig er ástandið núna á til dæmis Vestfjörðum, Kópaskeri og Raufarhöfn?!

Þorsteinn Briem, 31.10.2015 kl. 13:39

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Íslensk sveitarfélög í Evrópusambandinu:

Rúmlega þriðjungi af fjárlögum Evrópusambandsins, um 347 milljörðum evra, var varið til byggðamála á árunum 2007-2013.

Byggðaþróunarsjóður.

Sjóðnum er ætlað að jafna stöðu einstakra svæða. Áhersla er til dæmis lögð á nýsköpun í þekkingariðnaði og rannsóknum, umhverfismál og samgöngur en sérstök áhersla er lögð á dreifbyggð svæði og erfið.

Samstöðusjóður.

Sjóðnum er ætlað að styrkja ríki sem verða fyrir verulegu tjóni af völdum náttúruhamfara, til dæmis veðurs.

Aðlögunarsjóður.

Sjóðnum er ætlað að styrkja væntanleg aðildarríki og veita þeim aðstoð við að undirbúa og uppfylla ýmis nauðsynleg skilyrði fyrir inngöngu í Evrópusambandið.

Félagsmálasjóður.

Sjóðnum er ætlað að jafna félags- og fjárhagslega stöðu íbúa í álfunni. Áhersla er lögð á ýmiss konar menntun og að styrkja stöðu hópa sem eiga undir högg að sækja, til dæmis innflytjenda, fatlaðra, ungs og gamals fólks á vinnumarkaði.

Landbúnaðarsjóður.

Sjóðurinn skiptist í tvennt, annars vegar er um að ræða styrki til bænda og hins vegar styrki til dreifðra byggða.

Styrkir til sjávarbyggða.

Evrópusambandið veitir styrki til sjávarbyggða úr sjóði sem heitir European Fisheries Fund og stuðningurinn byggir á fjórum stoðum:

Aðlögun flotans.

Fiskeldi, vistvænar veiðar, vöruþróun og markaðssetning.

Veiðistjórnun og öryggismál.

Stuðningur við byggðir sem eru að verulegu leyti háðar fiskveiðum og til að stuðla þar að fjölbreyttari atvinnuvegum.


Íslensk sveitarfélög í Evrópusambandinu

Þorsteinn Briem, 31.10.2015 kl. 13:41

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Frá ársbyrjun 2008 hefur verðbólgan hér á Íslandi verið 45%.

Steini Briem, 17.3.2013

Þorsteinn Briem, 31.10.2015 kl. 13:45

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Stýrivextir Seðlabanka Íslands voru komnir í 18% haustið 2008 og verðbólgan hér á Íslandi var 18,6% í janúar 2009, þegar Davíð Oddsson var ennþá bankastjóri Seðlabankans.

Og verðbólgan hér var 84% árið 1983 þegar Ragnar Arnalds, átrúnaðargoð Jóns Vals Jenssonar, var fjármálaráðherra.

Grikkir og Írar hafa því engan áhuga á að leita í hans smiðju varðandi "sjálfstæði" smárra gjaldmiðla og 80% Íra eru ánægð með evruna.

Ef
Írar og Grikkir vildu hins vegar segja sig úr Evrópusambandinu og hætta að nota evruna sem gjaldmiðil sinn væru þeir löngu búnir að því.

Áttatíu prósent Íra ánægð með evruna

Þorsteinn Briem, 31.10.2015 kl. 13:47

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Útlendingar, til að mynda Kínverjar, geta nú þegar átt helminginn af öllum aflakvóta íslenskra fiskiskipa en útlendingar hafa mjög lítið fjárfest í íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum.

23.11.2010:


"Friðrik J. Arngrímsson, [nú fyrrverandi] framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að lögin hafi alltaf verið skýr varðandi erlent eignarhald í sjávarútvegi.

"Erlendir aðilar mega eiga allt að 49,99% óbeint, þó ekki ráðandi hlut, og svona hafa lögin verið lengi," segir Friðrik."

"Nefnd um erlenda fjárfestingu hefur að undanförnu fjallað um málefni sjávarútvegsfyrirtækisins Storms Seafood sem er að hluta til í eigu kínversks fyrirtækis, Nautilius Fisheries.

Eignarhlutur Kínverjanna er
um 44%, beint og óbeint.

Og niðurstaða nefndarinnar er að það sé löglegt."

Þorsteinn Briem, 31.10.2015 kl. 13:54

6 identicon

Steini er með þetta, það þarf ekki að ræða þetta. Sammála aldrei eins og vant

S. Breik (IP-tala skráð) 31.10.2015 kl. 22:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband