Enn eitt dæmið um verðmæti sem hugvit skapar.

Aðdragandinn að uppgangi fyrirtækisins Arctic Trucks er orðinn að minnsta kosti 25 ár.

Á níunda áratugnum urðu miklar framfarir í gerð jöklajeppa, sem byggðust að mjög miklu leyti á tilkomu 38 tommu radial dekkja og 44 tommu dekkja af gömlu gerðinni.

Tvö bílaumboð, Toyota og Bílabúð Benna, voru framarlega í því að láta breyta bílum og Toyota var farið að bjóða kaupendum jeppanna hjá fyrirtækinu upp á slíkar breytingar á skipulegan hátt.

Snillingar á borð við Frey Jónsson voru tæknilegir bakhjarlar að þessum breytingum, því að því fer fjarri að þær snúist bara um að troða hinum stóru hjólbörðum undir jeppana.

Smám saman varð sterfsemin umfangsmeiri og af þessum grunni spratt fyrirtækið Arctic Trucks sem er sífellt að treysta starfsemi sína og framleiðslu með bættri og þróaðri tækni, byggða á hugviti og reynslu.

Landvinningarnir geta verið óþrjótandi, allt frá Suðurheimskautslandinu til eyðimarka í Arabalöndum.

Starfsemi Arctic Trucks byggist sameiginlegu einkenni skapandi greina, virkjun hæfileika og sköpunarmáttar mannsheilans.

Skapandi greinar gefa nú tugi milljarða inn í þjóðarbúskapinn á hverju ári hafa það fram yfir margar framleiðslugreinar að vaxtarmöguleikarnir geta verið óendanlegir svo framarlega sem hægt er að finna vinnuafl til að vinna úr þeim.  


mbl.is Arctic Trucks verði bílavörumerki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Já, vonum að skapandi greinar haldi áfram að blómstra

Gunnar Th. Gunnarsson, 31.10.2015 kl. 23:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband