Nauðsynlegur og löngu tímabær viðbúnaður.

Bæði Íslendingar og útlendingar verða hissa þegar þeim er sagt frá því að hraun hafi runnið eftir ísöld alla leið frá virkjanasvæði Tungnaár og Þjórsár niður Skeið og Flóa og í sjó fram.

Þetta er aðeins eitt af mörgum dæmum um það, hve eldsumbrot geta haft óskaplegar afleiðingar á hinum eldvirka hluta landsins.

Það var fyrir löngu kominn tími til að efla viðbúnað gegn náttúruhamförum í því landi þar sem einhver mikilvirkustu náttúruöfl, sem finnast á byggðu bóli, geta hvenær sem er valdið gífurlegum usla og tjóni.

Það er því vel að á vegum Landsnets séu möguleikar á slíku rannsakaðir og fundið út og æft hvernig best sé að bregðast við því.   

 


mbl.is Viðbrögð við eldgosi og flóðum æfð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er gott að finna út hvar þurfi að leggja háspennulínur yfir hálendið og þétta raforkunetið. Útkoman úr æfingunni er mikilvægt innlegg í umræðuna um öflugri og fleiri tengingar landshluta, og jafnvel landa, á milli.

Vagn (IP-tala skráð) 12.11.2015 kl. 22:57

2 identicon

Það er ekki spurning um hvort, heldur hvenær það gerist

Björn J. Guðjohnsen (IP-tala skráð) 13.11.2015 kl. 06:28

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Jæja? Háspennulína frá virkjununum við Tungnaá og Þjórsá norður um Sprengisand myndi einmitt liggja um hamfarasvæði.

Almennileg háspennulína í vestur frá svæðunum og síðan norður í land myndi einmitt ekki verða á þessum varasömustu hamfarasvæðum.

Ómar Ragnarsson, 13.11.2015 kl. 21:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband