Að hika er sama og að tapa.

Markmið árásanna á Bandaríkin 11. september 2001 var að eyðileggja það frelsi, jafnrétti, bræðralag, mannréttindi, öryggi og frið, sem þróast hefur á Vesturlöndum og víðar um heim síðan í amerísku og frönsku byltingunum seint á 18. öld.

Allar gerðir ofsafenginna hryðjuverkamanna síðan þá hafa miðað að þessu sama, svo sem um miðjan síðasta áratug í Madrid og London.

Ætlunin er að láta ógn og skelfingu vegna hryðjuverka leiða af sér hatur, ósætti, átök og nógu mikla skerðingu mannréttinda til að rífa vestræn samfélög og friðinn í þeim niður, ekki bara með árásum utan frá, heldur líka innan frá.

Þetta má ekki gerast og hér má ekki hika aða hrekjast undan.

Í kjölfar árásarinnar á Charlie Hebdo í fyrravetur fóru leiðtogar fjölda ríkja sérstaklega til Parísar til þess að sýna fram á óhagganlega samstöðu gegn ófriði, úlfúð og ótta.

Augljóst er að árásinni í fyrrakvöld er sérstaklega beint að þeim mikilvæga miðpunkti alþjóðasamfélagsins sem á að verða í París eftir hálfan mánuð.

Nú ríður á að hika ekki eða hopa gagnvart eyðingaröflum ofstopafullra glæpamanna, heldur safna liði og taka hraustlega á móti á þann eina táknræna hátt sem mögulegur er, líkt og gert var eftir síðasta hryðjuverk í París.

Jafnframt þessu verður að sýna fyllstu hörku og samstöðu gegn ISIS í Sýrlandi og uppræta þessi samtök ógnar, forneskju, dauða og kúgunar.   

 


mbl.is Ekki hætt við loftslagsráðstefnuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Árásirnar beinist gegn almenningi, ekki stjórnmálamönnum.  Vestrænir stjórnmálamenn hafa verið uppteknir við að sparka í Rússa undanfarið og sýnt þannig óhagganlega samstöðu sína gegn ófriði.  Heimurinn batnar ekkert við það að Vinstri græni olíuflokkurinn fari ásamt sínum saumaklúbbi til Parísar í innkaupaferð fyrir jólin.  Jafnvel þó þau kalli grínið loftslagsráðstefnu.  

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 15.11.2015 kl. 11:22

2 identicon

Merkileg kenning. Að hryðjuverkamennirnir hafi ráðist á París, vegna loftslagsráðstefnu 30. nóvember.
Snilldarkenning.
Ómerkilegri menn en ég gætu spurt, af hverju réðust þeir ekki á París 30. nóvember?

Svarið er auðvitað, að ráðist er á Rarís 11. nóvember, til að rugla fólk í ríminu.
En Ómar lætur ekki plata sig. Hann hefur aldrei látið kuldartrúarmenn plata sig.

Og rétt er það, að þjóðarleiðtogar söfnuðust saman í París þegar hryðjuverkamenn réðust á París á afar óheppilegum tíma, þegar engin loftslagsráðstefna var á döfinni. Og það er líka rétt að þjóðarleiðtogar mættu til að sýna Frökkum samstöðu, og til að árétta að þeir væru tilbúnir til að gera allt sem þurfti til að vinna bug á hryðjuverkum, jafnvel þó að til þess þyrfti að gera nákvæmlega ekkert.

Og þjóðarleiðtogarnir eiga örugglega eftir að mæta allir aftur til Parísar, til að árétta að þeir séu tilbúnir til að gera allt til að stöðva hryðjuverk, líka að gera ekki neitt. Þeir gæta þess líka örugglega að minnast á hversu falleg fjölmenningin sem þeir standa fyrir, er. Þeir koma einnig til með að tala um hversu nauðsynlegt það er, að standa saman um grunngildin, frelsi, jafnrétti og bræðralag, og nauðsyn þess að fólk nýti ekki frelsi, jafnrétti og bræðralag, til þess að tala um eitthvað sem þeim þykir óþægilegt að hlusta á, t.d. hversu misheppnuð fjölmenning er.

Ég gætti þess sérstaklega í þessari athugasemd, að minnast ekkert á múslima og íslam, en það er grundvallar nauðsyn, ef maður ætlar að spila með góða fjölmenningarfólkinu.

Hilmar (IP-tala skráð) 15.11.2015 kl. 12:17

3 identicon

"Jafnframt þessu verður að sýna fyllstu hörku og samstöðu gegn ISIS í Sýrlandi og uppræta þessi samtök ógnar, forneskju, dauða og kúgunar."

Hvað ef vandinn er innan Frakklands sjálfs?

Er þá ekki jafn mikið út í hött að ráðast á ISIS í Sýrlandi eins og þegar Bandaríkjamenn réðust gegn Írak vegna árásanna á tvíburaturnana?

Ekki það að sjálfsagt er að ráðast á ISIS fremur en að styðja þau og er sú stefnubreyting ágæt út af fyrir sig, en ef orsökin er ekki fundin eða viðurkend þá verður lækningin kák! 

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 15.11.2015 kl. 13:23

4 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Heldur fólk virkilega að VG sé að halda þessa ráðstefnu í París?

Ómar Bjarki Kristjánsson, 15.11.2015 kl. 14:10

5 identicon

Það er eitthvað mikið að, en þó ekki við öðru af búast af vinstri grænum olíuflokki, þegar félagslega útskúfun er kölluð friðsamleg sniðganga.  Af hverju er nauðgun ekki alveg eins skilgreind sem friðsamleg samvera?  Það er ekki hinum friðelskandi að kenna þó að gagnaðilinn kunni ekki gott að meta.  Eða hvað?

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 15.11.2015 kl. 14:23

6 identicon

Þetta voru börn, Ómar. Ætlarðu að sprengja þau
í loft upp hvar sem til þeirra næst í Arabaheiminum?

Það er varðstaða við öll landamæri Evrópu sem
skiptir öllu máli. Allt annað er fíflarí og vitleysa.

Húsari. (IP-tala skráð) 15.11.2015 kl. 16:00

7 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Eitt "barnið" hefur reynst vera 29 ára gamall maður.

Ómar Ragnarsson, 16.11.2015 kl. 00:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband