"Innra flæðið" í Norður-Ameríku og í Evrópu.

Þegar ferðast er um Bandaríkin sést vel að svokallað "innra flæði" vinnuafls og flutninga er einn af lyklunum af efnahagslífinu þar í landi. Landamæri Þýskalands og Asuturríkis

Flutningabílar, lestir og fólksbílar flæða tugþúsundum saman frjálst og óheft á miklum hraða yfir landamæri ríkjanna 49 ef Kanada er talið með.

Ekki var hróflað við þessu flæði í kjölfar árásanna á Bandaríkin 11. september og heldur ekki eftir hrinu árása í Evrópu 2004 og 2005.

Evrópubúar horfðu á þetta með aðdáun í áratugi áður en þeir fóru út í aðgerðir til að opna landamæri sem flestra af þeim 47 ríkjum sem eru aðilar að Evrópuráðinu og koma á svipuðu flæði vinnuafls og flutninga og er vestanhafs.

Rétt eins og ríki Norður-Ameríku reyna að verja sig fyrir innrás hryðjuverkamanna með sem bestu eftirliti á "ytri landamærum" var ætlunin með Schengensamkomulaginu að líkja eftir því.

Augljóst er á ferðalagi um Evrópu að útilokað er að skrúfa fyrir þetta flæði á milli Evrópuríkja nema að mjög takmörkuðu leyti.

Í staðinn verður að herða og bæta það eftirlit sem heftir ekki innri flutninga og flæði.

Bið í umferðarteppu í á aðra klukkustund á landamærum Þýskalands og Austurríkis um daginn, þar sem meðfylgjandi mynd var tekin, áður en hryðjuverkin voru framin í París, sýndi vel, við hvað er að fást.

Þrátt fyrir þessa miklu truflun tókst lögreglunni ekki að skoða nema örfáa bíla af þeim þúsundum sem stöðvuðust.

Evrópuþjóðir reyndu að læra af Ameríkönum varðandi flæðið um æðakerfi veganna en vakna nú upp við vondan draum og sjá, að líka þarf að læra af Könunum varðandi eftirlit og löggæslu.  


mbl.is Evrópa vakni og verji sig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Evrópusambandsríkin eru ekki eitt ríki.

Bandaríkin eru hins vegar eitt ríki.

Þorsteinn Briem, 20.11.2015 kl. 10:27

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Stórríkið":

"Í reglum Evrópusambandsins er tiltekið að velta sambandsins megi ekki vera meiri en 1,27% af þjóðarframleiðslu aðildarríkjanna en hún er nú rúmlega 1%.

Evrópusambandið fer með samanlagt 2,5% af opinberu fé aðildarríkjanna og ríkin sjálf þar af leiðandi 97,5%."

Þorsteinn Briem, 20.11.2015 kl. 10:29

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Nefndarálit meirihluta utanríkismálanefndar Alþingis um aðild Íslands að Evrópusambandinu:

"Um 45% af útgjöldum Evrópusambandsins renna til landbúnaðar í aðildarríkjunum og 39% til uppbyggingarsjóða."

Þorsteinn Briem, 20.11.2015 kl. 10:39

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Schengenríki sem ekki eru í Evrópusambandinu (Noregur, Ísland og Sviss) hafa engin formleg völd þegar ákvarðanir eru teknar sem varða samstarfið og hafa í raun aðeins kost á því að taka upp þær reglubreytingar sem því fylgja eða segja sig úr því ella."

Schengen-samstarfið

Þorsteinn Briem, 20.11.2015 kl. 10:41

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

"EES-réttur öðlast ekki bein réttaráhrif með sama hætti og bandalagsréttur.

Hins vegar er skylt að taka hann í landslög í þeim mæli sem nægir til þess að hann geti öðlast sambærileg áhrif að þessu leyti og bandalagsréttur."

Stefán Már Stefánsson lagaprófessor, Evrópusambandið og Evrópska efnahagsvæðið, bls. 168.

Þorsteinn Briem, 20.11.2015 kl. 10:42

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Eiríkur Bergmann Einarsson forstöðumaður Evrópufræðaseturs Háskólans á Bifröst:

"Til að mynda er Svíþjóð aðeins gert að innleiða hluta af heildar reglugerðaverki Evrópusambandsins.

Og ... okkur Íslendingum er nú þegar gert að innleiða ríflega 80% af öllum þeim lagareglum Evrópusambandsins sem Svíum er gert að innleiða."

Það er nú allt "fullveldið".

Og enginn stjórnmálaflokkur, sem á sæti á Alþingi, vill segja upp aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu.

Þorsteinn Briem, 20.11.2015 kl. 10:43

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Fjórfrelsið gildir á öllu Evrópska efnahagssvæðinu og það felur í sér frjáls vöru- og þjónustuviðskipti, frjálsa fjármagnsflutninga og sameiginlegan vinnumarkað.

Að auki kveður samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið á um samvinnu ríkjanna á svæðinu í til dæmis félagsmálum, jafnréttis-, neytenda-, umhverfis-, mennta-, vísinda- og tæknimálum."

Þorsteinn Briem, 20.11.2015 kl. 10:47

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þar að auki eru sex Evrópusambandsríki ekki á Schengen-svæðinu.

Þorsteinn Briem, 20.11.2015 kl. 11:26

9 identicon

Ég horfði nú ekki á þetta innra flæði "vinnuafls og flutninga" með aðdáun.  Ég horfði á mjólkurfernurnar með myndum af týndum börnum og vorkenndi foreldrunum.  Þetta var ekki vondur draumur sem hægt var að vakna upp af heldur blákaldur veruleikinn.  Það þurfti engin hryðjuverk til að sjá hvað þetta var ömurlegt kerfi.  Bara Cheerios á morgnana. 

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 20.11.2015 kl. 11:40

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

14.9.2015:

"There are 26 countries in Schengen - 22 EU members and four non-EU.

Those four are: Iceland and Norway (since 2001), Switzerland (since 2008) and Liechtenstein (since 2011)."

"Andorra and San Marino are not part of Schengen, but they no longer have checks at their borders.

There is no date yet for Cyprus, which joined the EU in 2004, or for Bulgaria and Romania, which joined in 2007."

"The UK and Republic of Ireland have opted out.

The UK wants to maintain its own borders, and Dublin prefers to preserve its free movement arrangement with the UK - called the Common Travel Area - rather than join Schengen.

The UK and Ireland began taking part in some aspects of the Schengen agreement, such as the Schengen Information System (SIS), from 2000 and 2002 respectively.

The SIS enables police forces across Europe to share data on law enforcement.

It includes data on stolen cars, court proceedings and missing persons."

Schengen: Controversial EU free movement deal explained - BBC

Þorsteinn Briem, 20.11.2015 kl. 11:48

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

Davíð Oddsson var forsætisráðherra þegar Ísland fékk aðild að Evrópska efnahagssvæðinu 1. janúar 1994 og Schengen-samstarfinu 25. mars 2001.

Þorsteinn Briem, 20.11.2015 kl. 13:25

12 identicon

Er þetta allt satt Steini?

S. Breik (IP-tala skráð) 20.11.2015 kl. 14:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband