Þetta var hægt áfallalaust fyrir 60 árum.

Ég vann í nokkur sumur á unglingsárum við gröft á húsgrunnum og hitaveituskurðum og lengst af við að bora holur fyrir sprengiefni í klappir og við það að ganga tryggilega frá fyrir sprengingar.

Sprengt var í óteljandi skipti og aldrei fór neitt úrskeiðis.

Ég skil ekki af hverju ekki er hægt að gera þetta núna eins og fyrir 60 árum.


mbl.is Ótrúleg heppni að ekki varð slys
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Hugsanlega vegna þess að ný og öflugri sprengiefni eru komin í dag. En samt ætti þetta að vera öruggara því að í dag er miklu meiri þekking komin í þessa grein. Það hlýtur þessvegna að vera reynslulaus/ reynslulausir sprengjumenn sem hafa komið fyrir hleðslunum  eða bergið eitthvað ófyrirséð.

Jósef Smári Ásmundsson, 21.11.2015 kl. 08:12

2 identicon

Þeir eru ekki með þungu motturnar.

GB (IP-tala skráð) 21.11.2015 kl. 09:11

3 identicon

Þeir eru að spara með því að hafa hleðslunar sem stærstar. Ræktunarsamband X- og Y (dulnefni nema fyrri hlutinn) sprengdu næstum húsið sem ég bjó í fyrir 25 árum, í loft upp, þegar verið var að spengja fyrir Heilsugæslumiðstöð Vesturbæjar! Sprungur og lagnir fóru úr skorðum! Farið var í skaðabótamál sem við unnum! Verst er að eftirlit skuli ekki hafa verið bætt aldarfjórðungi síðar!undecided

Hrúturinn (IP-tala skráð) 21.11.2015 kl. 11:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband