Þingmenn Reykjavíkur kyngdu samgöngubótum fyrir Álftanesveg.

Þingmenn Reykjavíkur kyngdu þeim bita eftri Hrun að engar bitastæðar endurbætur á vegakerfi Reykjavíkur yrðu fram til ársins 2020, heldur skyldi lögð gersamlega óþarfur Álftanesvegur á fölskum forsendum, sem áður hafa verið raktar í blaðagrein í Morgunblaðinu fyrir tveimur áruum. 

Gefnar voru þær forsendur fyrir nýjum vegi, að umferðin væri of mikil, vegurinn of hættulegur og nýr vegur frá grunni væri eina lausnin.

Hið rétta var að umferðin var langt fyrir neðan þau viðmiðunarmörk sem í gildi voru og eru varðandi breikkun, 22 vegakaflar með meiri slysatíðni á höfuðborgarsvæðinu og að ef menn vildu endinlega gera Álftanesveg betri hefði verið auðvelt að gera það á margfalt ódýrari hátt en að leggja nýjan veg.

Nú blasir nýi vegurinn við. Leiðin hefur lengst um 100 metra á leiðinni úteftir, þegar aka þarf um nýtt hringtorg, og í báðar áttir er ekið um lengstu blindbeygju á Íslandi eftir því sem næst verður komið. 1100 metrar úteftir og 1500 metrar inneftir.

Mun lengri hluti nýja vegarins er blindur en var á gamla veginum, sem þar að auki bauð upp á möguleika til að minnka blindbeygjur. Nýi vegurinn er ekki hættuminni en hinn gamli var heldur  er því jafnvel öfugt farið.

Þegar ákveðið var að leggja veginn stóð til sameining Garðabæjar og Álftaness, en eftir hana hefði ríkið losnað við að leggja veginn.

Þingmenn Reykjavíkur liðkuðu því til fyrir því að hægt yrði að velta kostnaði við óþarfan veg yfir á íslenskan almenning með því að afsala Reykvíkingum möguleikum á vegabótum í allt að áratug.  


mbl.is Sundabrautin ofan í skúffu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þingmenn Reykjavíkur kyngdu Sundabraut fyrir stóraukið fé í almenningssamgöngur á Hbsvæðinu en það er hugsanlegt að stuðningur Gb hafi verið keyptur fyrir Álftanesveg?

Stefán Benediktsson (IP-tala skráð) 26.11.2015 kl. 11:11

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég hef breytt fyrirsögninni aðeins, því að kannski kynni Sundabraut að hafa verið kyngt hvort eð er í ljósi Hrunsins. Hitt blasir við að samgöngubætur í Reykjavík voru lagðar til hliðar.

Ómar Ragnarsson, 26.11.2015 kl. 11:36

3 identicon

Skipulagsyfirvöldum í Reykjavík virðist í talsverðan tíma hafa verið frekar illa við stór samgöngumannvirki. Þetta er ekki eina stóra samgöngumannvirkið sem ríkið var tilbúið að ráðast í en borgin var ekki til í.

ls (IP-tala skráð) 26.11.2015 kl. 12:11

4 identicon

Núverandi meirihluti í Reykjavík (og sá næst á undan líka) virðist almennt vera mjög í nöp við allt sem heitir ökutæki og samgöngumannvirki fyrir þau. Þannig virðist það almennt vera stefnan að torvelda almennt alla umferð um borgina nema hjólandi. Í því sambandi hefur verið varið hundruðum milljóna ef ekki einhverjum milljörðum í að breyta góðum vegum í torfæra með því að mjókka götur, gera þær hlikkjóttar, setja hraðahindranir á þær o.s.frv. Það virðist því vera almennt stefnan að í þessu eina bæjarfélagi landsins sem er þannig að þar þarf á ökutækjum að halda til að komast leiðar sinnar á skikkanlegum tíma sé stefnt að því að verði ekkert nhægt að fara nema gangandi, hjólandi eða í hestakerru. Ég held að við ættum alvarlega að fara að huga að því að flytja stóran hluta opinberrar þjónustu úr þessu sveitarfélagi og í eitthvert annað sveitarfélag sem leggur áherslu á góðar samgöngur fyrir alla.

Sigurður Geirsson (IP-tala skráð) 26.11.2015 kl. 12:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband