Einn sá allra fallegasti.

Ég minnist þess enn hvað ég varð hrifinn af BMW 507 sportbílnum, þegar hann kom fram 1956.BMW_507[1]

Þessar bogadregnu línur voru svo vel heppnaðar vegna þess að þær féllu óvenjulega vel inn í svonefnt "forward look" sem Virgil Exner hjá Chrysler innleiddi á þessum árum, en "forward look" leiddi hins vegar yfirleitt af sér ansi kantað útlit.

Enn þann dag í dag er BMW 507 einn allra fallegasti bíll allra tíma.

Einn af frægum, sem keypti BMEW 507 var Elvis Presley, þegar hann gegndi herþjónustu í Vestur-Þýskalandi.BMW_700_Sport

Á þessum árum reru BMW verksmiðjurnar lífróður vegna þess að þær vantaði bíla í þeim verðflokkum sem mest sala var í.

Þeir voru með stóra og afar gamaldags bíla, sem áttu ekki roð í Benzana, og síðan með örbílinn BMW Isetta, sem var á hraðri útleið vegna stórbatnandi lífskjara í Vestur-Þýskalandi.  

1959 duttu verksmiðjurnar niður á einstaklega vel heppnaðan og fallegan tveggja strokka smábíl, BMW 700, sem bjargaði þeim frá gjaldþroti.BMW_1800_TI-SA_1965_white_vr_TCE[1]

Hann var með loftkældri "boxara" vél í sönnum BMW vélhjóla stíl og lagði grunninn að jafn vel heppnuðum millistærðarbíl, BMW 1500 og 1800, sem varð fyrirrennari BMW 1600 og BMW 3-seríunnar sem enn lifir góðu lífi.   

Á miðmyndinni má sjá BMW 700 sport, sem ég gæti vel hugsað mér að eiga ef ég ætti fyrir honum.

En næstneðsta myndin er af BMW 1500, en toppurinn á þróun hans í aðeins minni bíl var BMW 2002 turbo sem var og er klassabíll og erfði útlitið að mestu frá 1500 bílnum.

Væri ekki amalegt að eiga einn slíkan, 172 hestöfl í um 1100 kílóa bíl. 2002_ti_PL[1]

BMW hékk á "forward look" í 35 ár, en sumir lýstu því útliti með orðunum "gríptu mig, ég er að detta fram fyrir mig!"  


mbl.is Fágætur Bimmi brátt boðinn upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband