Gildi varðveislu gamals borgarmynsturs.

Á uppbyggingarárunum eftir Seinni heisstyrjöldina reið yfir mikil endurreisn evrópskra borga, og voru farnar mismunandi leiðir í því efni en þó aðallega tvær.

Annars vegar með gagngerðri uppbyggingu með byggingu gler- og steinsteypuhalla þar sem loftárásir höfðu gereytt gömlum borgarhlutum eða þá niðurrifi á gömlum húsum og byggingu stórra steinsteypu-, stál- og glerhalla í staðinn.

Á Íslandi birtist þetta meðal annars í hugmyndum um niðurrif "ónýtra fúaspýtukofa" á borð við Bernhöftstorfuna þar sem átti í staðinn að reisa nútímalegan stóran steinsteypuklump yfir stjórnarráð Íslands.

Í Stokkhólmi og fleirum borgum ruddu steinsteypukassarnir lægri og vinalegri húsum burtu, og telja margir Svíar nú að þar hafi verið gengið of langt og að þessi hluti borgarinnar sé full kaldranalegur og fráhrindandi.

á hinn bóginn var í sumum eyddum borgarhlutum í Evrópu endurreist hin fyrri byggð.

Sumar borgir eins og Prag sluppu bæði við loftárásir og niðurrif í þágu steypukassastefnunnar og hafa notið síns gamla sjarma síðan.

Baráttan fyrir varðveislu hinnar aðlaðandi og vinalegu ásýndar og dýrmæts menningarsögulegs gildis hins gamla miðbæjar Reykjavíkur hefur staðið fram á þennan dag, en endurbygging húss í gamla miðbænum, sem greint er frá í tengdri frétt á mbl.is er vonandi eitt af táknum um að sú barátta hafi ekki verið háð til einskis.   


mbl.is Endurbyggt í upprunalegri mynd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kannski að tveir stórbrunar í Reykjavík 1915 og 1944 og einn í Keflavík 1935 hafi gert það að verkum að menn hafi ekki kunnað að meta gömul og lúin timburhús.  Kannski að fólk sem var að drepast úr lungnasjúkdómum í bröggunum hafi heldur ekki kunnað gott að meta.  En hinir dásamlegu hippar kenndu okkur að sjá hlutina í réttu ljósi.  Nú endurbyggja þeir fornminjar af miklum móð.  Það er aldeilis yndislegt.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 21.12.2015 kl. 10:02

2 identicon

 Margar stórborgir státa af fallegum, mörg hundruð ára byggingum sem enn standa og þykja mikil prýði.

Gallinn við okkar mörg hundruð ára byggingar, ef einhverjar eru, að þetta voru yfirleitt hús, byggð af vanefnum og oft lélegir fúahjallar.

það má eiginlega segja að uppbygging Reykjavíkur, og reyndar margra annars staða út á landi, hafi ekki hafist fyrr en eftir aldamót 1900.

Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 21.12.2015 kl. 11:13

3 Smámynd: Hallgrímur Hrafn Gíslason

Gdansk var endurreyst í upprunalegu útliti eftir seinna stríð, mjög flott og ekki hægt að ímynda sér annað en húsin séu eldgömul

Hallgrímur Hrafn Gíslason, 21.12.2015 kl. 11:31

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Allir erlendir ferðamenn sem dvelja hér á Íslandi fara upp í Breiðholt til að skoða þar blokkirnar og hippann Sigmund Davíð Gunnlaugsson.

Þorsteinn Briem, 21.12.2015 kl. 14:14

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þorsteinn Briem, 21.12.2015 kl. 14:20

6 identicon

Það sem þú kallar aðlaðandi og vinalega ásýnd í gamla miðbænum er í rauninni birtingarmynd kúgunar og ofríkis.  Sumir máttu en aðrir ekki. 

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 21.12.2015 kl. 14:36

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Kúgun og ofríki bakarans í Bakarabrekkunni.

Bakarabrekkan - Reykjavíkurborg

Þorsteinn Briem, 21.12.2015 kl. 15:43

8 identicon

"Það sem þú kallar aðlaðandi og vinalega ásýnd í gamla miðbænum er í rauninni birtingarmynd kúgunar og ofríkis."

Rök???

Þorvaldur S (IP-tala skráð) 21.12.2015 kl. 22:57

9 identicon

Alfreð Rosenberg fékk ekki að endurbyggja fallegt hótel eftir brunann 1944 en Morgunblaðið fékk að reisa sína höll.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 21.12.2015 kl. 23:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband