Árangur ISIS í smáu og stóru.

Frankensteininn, sem magnaður var upp í svonefndu "Arabísku vori", þar sem Bandaríkjamenn dældu vopnum og stuðningi til "mótmælenda og frelsissveita" í Sýrlandi, sækir enn í sig veðrið og nær árangri í smáu og stóru, eins og fréttin um stafsetningarvillu 10 ára drengs í breskum skóla og afleiðingar hennar ber með sér.

Ótti, skelfing og tortryggni eru að hertaka alla hugsun og umræðu og eyðileggja þann frið, öryggi og rósemi hugans sem á að vera aðall lýðræðislegrar vestrænnar mennningar.

Nákvæmlega það sem ISIS-menn stefna að.

Því hatrammari, stanslausari og sjúklegri sem umræðan um múslima verður, því ánægðari geta ISIS menn orðið, enda drepa þeir nær eingöngu múslima, sem ekki þýðast ofbeldis- og öfgafullan boðskap þeirra.  


mbl.is Yfirheyrður vegna stafsetningarvillu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er þetta ekki stefna ESB og Nató?  Gereyðing þjóða í nafni fjölmenningar?

http://www.ruv.is/frett/frakkar-vildu-halda-ahrifum-i-n-afriku

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 20.1.2016 kl. 12:10

2 Smámynd: Sveinn R. Pálsson

Einmitt, Bandaríkjamenn dældu vopnum og stuðningi í uppreisnarsveitirnar. Nú er viðurkennt að það sé ekki hægt að aðgreina þessar uppreisnarsveitir, milli þeirra streyma vopn og mannafli, þannig að vopnin frá Bandaríkjamönnum hafa farið til ISIS. ISIS eru einhver hæðilegustu samtök seinni tíma. Banaríkjamenn og NATO hafa stutt þá óbeint, þar til Rússar blönduðu sér í málið.

Sveinn R. Pálsson, 20.1.2016 kl. 12:17

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Auðvitað vill Donald Trump banna 1,7 milljörðum múslíma, um fjórðungi mannkynsins, að koma til Bandaríkjanna.

Öll múslímaríkin í heiminum, um sextíu, myndu þá væntanlega banna öllum Bandaríkjamönnum að koma til þeirra ríkja og hætta öllum samskiptum við Bandaríkin.

Þorsteinn Briem, 20.1.2016 kl. 14:03

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Tyrkir hafa átt stóran þátt í velgengni Þýskalands og innflytjendur hafa haldið sjávarútveginum gangandi hér á Íslandi.

Turks in Germany

Þorsteinn Briem, 20.1.2016 kl. 14:03

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

27.3.2015:

"The number of people of working age in Germany will fall by around a third by 2050 if Europe's biggest economy does not increase immigration from countries outside the European Union, a study published on Friday said.

Germany will need between 276,000 and 491,000 net immigrants from non-EU countries each year to safeguard its levels of prosperity and economic activity, said the study by the Bertelsmann foundation.

It predicted the working-age population would drop to under 29 million from about 45 million today if immigration didn't pick up. Raising the retirement age to 70 and increasing the number of women in the workforce would only add around 4.4 million to the number of employed, the study added.

According to latest statistics, the number of foreigners living in Germany grew by 519,340, or 6.8 percent, in 2014 against the previous year -- many of them Syrians fleeing war and Romanians and Bulgarians seeking work."

Germany needs more immigration from non-EU-countries - study

Þorsteinn Briem, 20.1.2016 kl. 14:05

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

8.1.2016:

"Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að á næstu árum breytist Íslendingar í innflytjendaþjóð.

Eftir tiltölulega skamman tíma verði útlendingar um fimmtungur þjóðarinnar.

Fyrirsjáanlegur sé skortur á vinnuafli sem kalli á að hingað komi tvö til þrjú þúsund útlendingar til starfa á ári.

Það er óhætt að fullyrða að samsetning íslensku þjóðarinnar er að breytast og muni breytast mikið á næstu árum. Þetta á einnig við um aldurssamsetninguna.

Þeim sem eru eldri en sjötugir á eftir að fjölga ört. Árgangar sem komu í heiminn eftir seinni heimsstyrjöldina eru nú að komast á þennan aldur."

Íslendingar að breytast í innflytjendaþjóð

Þorsteinn Briem, 20.1.2016 kl. 14:08

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

8.1.2016:

"
Tölur sem ASÍ birti í gær staðfesta að bætt efnahagsskilyrði hafa ekki dregið úr brottflutningi Íslendinga, heldur hafi hann þvert á móti aukist."

Þorsteinn Briem, 20.1.2016 kl. 14:12

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þeir sem segja að múslímar geti ekki búið með öðrum íbúum Evrópu:

Nokkur dæmi:

Albanía:

"According to 2011 census, 59% of Albania adheres to Islam."

Kosovó:

Um 96% íbúanna eru múslímar.

Bosnía:

"45 percent of the population identify religiously as Muslim."

Makedónía:

"Muslims comprise 33% of the population."

Þýskaland:

"A 2009 estimate calculated that there were 4.3 million Muslims in Germany."

Bretland:

"The Muslim population was 2.7 million in 2011, making it the second-largest religion group in the United Kingdom."

Frakkland:

"In 2003, the French Ministry of the Interior estimated the total number of people of Muslim background to be between 5 and 6 million."

Rússland:

"There are 9,400,000 Muslims in Russia as of 2012."

Þorsteinn Briem, 20.1.2016 kl. 15:29

9 identicon

Í kjölfar frétta af ofbeldisverkum múslima í Evrópu, og náttúrulega víðar, þá reyna vinstrimenn og aðrir s.k. "fjölmenningarsinnar, af öllum mætti að berja niður umræðuna sem eðlilega hefur farið fram í kjölfarið. Menn nota þar öll tiltæk vopn, eins og lygar, ýkjur, þöggun og hótanir.

Maður fær nú reyndar smá fortíðarhroll þegar maður les bloggin hans Ómars, því á einhvern hátt eru Bandaríkjamenn enn valdir að öllum hörmungum samtímans. Það er meira að segja Bandaríkjamönnum að kenna að 1300 ára gömul hugmyndafræði sé að útryḿa öllum minnihlutahópum sem verða á vegi þeirra. Bandaríkjahatur gafst náttúrulega vel í vinstrikreðsunni á sínum tíma, áður en spilaborgin endanlega féll. Ekki viss um að það hafi sömu áhrif í dag. Ekki að það sé skortur á vinstrimönnum sem hata Bandaríkjamenn, bara að það að fólk er almennt greindara en svo, að svoleiðis fordóma og haturstefna virki í dag.

Eitt er það sem ekki hefur breyst hjá vinstrimönnum, og það er að óvinur Bandaríkjanna, er vinur minn. Og þá skiptir engu þó þessi vinur sé miskunarlaus morðhundur. Það kennir sagan okkur.

Hilmar (IP-tala skráð) 20.1.2016 kl. 16:30

10 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég hef alla tíð dáðst að hlut Bandaríkjamanna í að koma Evrópu til hjálpar þegar stefndi í valdatöku skelfilegasta stjórnmálaafls á Vesturlöndum, villimennskunnar í nasisma Hitlers.

Samkvæmt þessum skilningi mínum eru skoðanir þeirra Bandaríkjamanna, sem ekki eru sammála Donald Trump, sama og að vera óvinir eigin þjóðar og vinir miskunnarlausra morðhunda.

Ómar Ragnarsson, 20.1.2016 kl. 20:26

11 Smámynd: Matthildur Jóhannsdóttir

Ég aftur á móti velti fyrir mér kennaranum sem hefur ekki manndóm til að ræða við nemanda sinn. Og kærir í raun hann og froreldrana. Mér varð það á að segja við son minn fyrir framan kennaran hans. "Stopp nú er nóg komið, Þú ert á seinasta séns." (ég þekkti ekki kennaran neitt hafði hitt hana þrisvar og hann hafði verið hjá henni í 3 mánuði) Kennarinn kærði mig fyrir þessi orð. Andlegt ofbeldi.Og svo líka fyrir að hann er skítugur/sóði. En ég vil taka fram að hann á systir sem fer í bað annan hvern dag en það gengur ylla að koma honum í sturtu.Hann er að verða 13 ára.Og ég var búin að byðja um hjálp frá kennaranum, að hún ýtti við pilti með hreynlæti.Sumir kennarar telja sig vera samfélagslega löggu. 

Hvað fynnst ykkur um nýja stefnu hér á landi að börn séu ekki með neina ábyrgð og foreldrar séu sektaðir fyrir gerðir barna sinna? t.d 15 ára piltur skrópar í skóla. Og einstæð móðir er sektuð? Áhún að taka pilt undir hendina spriklandi og setja hann í sturtu eða skólan? Þó svo að hann sé stærri og sterkari en hún?

Á hvaða aldri eiga börn að læra ábyrgð. Að mínu mati hægt og rólega en ekki allt þegar þau eru 18 ára.

Matthildur Jóhannsdóttir, 21.1.2016 kl. 16:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband