Einu sinni voru hús Framsóknarforkólfanna flottust.

Ţađ er mér í barnsminni ţegar nokkur hundruđ metra löng gönguferđ nćgđi til ađ fara á milli andstćđra póla í íslensku ţjóđfélagi um miđja síđustu öld.

Ég var oft hjá ömmu Ólöfu og afa Finni á Ásvallagötu 51, sem bjuggu ţar í tćplega 50 fermetra íbúđ í Verkamannabústöđunum.

Hann var múrari en ţau fluttust ekki til Reykjavíkur frá Örćfum og Síđu í Skaftafellssýslu fyrr en á ţrítugsaldri.

Ţau voru ţví alţýđufólk og verkalýđssinnar og lifđu spart.

Viđ Áavallagötu var lítiđ fjárbú ţar sem hafnarverkamađurinn Ţórarinn á Melnum drýgđi lágar og stopular tekjur međ ţví ađ hafa nokkrar kindur og hćsn.

Ţađ hefur veriđ erfitt líf á kreppuárunum.

Á morgnana fór hann niđur ađ höfn og beiđ í biđröđ verkamanna eftir ţví ađ fá vinnu ţann daginn.

14 ára fékk ég ađ upplifa ţađ, hvađ ţađ var fyrir hann og ađra verkamenn ađ bíđa ţar og vera kannski hafnađ í nokkra daga en komast síđan ađ í óákveđinn tíma. 

Ađ vera kannski rekinn og ráđinn á víxl.

Ég fékk vinnu eftir nokkra daga fyrir jólin ţegar fleiri verkamenn ţurfti og líka  vegna ţess ađ afi ţekkti verkstjórann svo vel.

Kunningjasamfélagiđ var ţarna yfirsterkara hugsjónum sósíalismans og ég hef oft síđan veriđ hugsi yfir ţví ađ hafa kannski tekiđ af lífsbjörg einhvers sem ekki komst ađ.

Ţađ ţurfti ađeins ađ ganga 200 metra frá verkamannabústöđunum til ţess ađ detta inn í eitt mesta fátćkrahverfi bćjarins, braggahverfiđ Kamp Knox.

Og síđan var ađeins 200 metra spölur upp eftir Hofsvallagötunni ađ tveimur af flottustu íbúđarhúsum Reykjavíkur.

Annađ ţeirra var hús Jónasar frá Hriflu ráđherra 1927-31 og formanns Framsóknarflokksinns til 1944, viđ horniđ á Hávallagötu og Hofsvallagötu, - en efst viđ Hofsvallagötu var ennţá flottara, dýrara og íburđarmeira hús Vilhjálms Ţórs, forstjóra SÍS og ráđherra 1942-44.

Á villum ţeirra var ekki ađ sjá ađ ţeir vćru málsvarar fátćkra bćnda, vinnuhjúa og verkafólks.

Vestar viđ´Ásvallagötu var síđan miklu yfirlćtislausara hús Eysteins Jónssonar alţingismanns og ráđherra Framsćoknarflokksins 1927-31, 1934-42, 1947-1949 og 1950-51.

Eysteinn barst lítt á, var skíđamađur og náttúruunnandi, og umtalađ var, ađ hann hyglađi aldrei sjálfum sér ţótt hann stundađi fyrirgreiđslupólitík ađ hćtti stjórnmálamanna.


mbl.is 130 milljóna höll á Sólvallagötu
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Flosi Kristjánsson

Gárungarnir töluđu um ađ Jónas hafi búiđ á Leiti en Vilhjálmur á Ofanleiti! Skilningur manna á ţessum heitum var náttúrlega sá ađ Vilhjálmur leit niđur á Jónas! Reyndar fékk hús Jónasar seinna nafniđ Hamragarđar. Gekk síđan í ţjónustu starfsmanna Sambandsins sem félagsheimili, ef ég man rétt.

Flosi Kristjánsson, 21.1.2016 kl. 16:23

2 identicon

Gaman ađ rekast á endurminningar jafnaldra af Vesturbćnum í Reykjavík.

Ég átti á ţessum árum vinkonu í Kamp knox og líka ađra sem bjó á Víđimelnum í  "heildsala villu".

Á heimilinu í Kamp knox leiđ mér hálf illa ţví ţar var allt  svo fágađ og fínt ađ ég ţorđi mig hvergi ađ hreyfa en í "heildsalavillunni" réđi hávćr og skapmikil húsmóđir ríkjum og ţar ţorđi ég varla ađ anda.

Ţú nefndir ekki Melabraggann.                                               Ţangađ fór ég ţessum tíma daglega til ađ afhenda eina áskrifenda Moggans ţar blađiđ sitt. Sá hét  Vilhjálmur Björgvin Guđmundsson en var ţekktur sem Villi eđa Vilhjálmur frá Skálholti.  Hann var skáld og trúlega sjentilmađur líka, ţví hann opnađi alltaf dyrnar ţegar hann heyrđi útburđarstelpuna nálgast, heilsađi henni vingjarnlega, sagđi nokkur orđ um veđriđ, daginn og veginn og ţakkađi svo fyrir blađiđ.

...................

Ég er ekki viss um ađ ţú farir međ rétt mál ţegar ţú nefnir hús Jónasar í upptalningunni um húsaeign "framsóknarkólfanna".                         

Mig grunar ađ húsiđ sem ţú vísar til hafi, á ţeim tíma sem Jónas bjó ţar, veriđ eign Sambands Íslenskra Samvinnufélaga og búseta hans ţar hafi trúlega veriđ hluti af "eftirlaunkjörum" hans sem skólastjóra Samvinnuskólans.

Ég er heldur ekki viss um ađ Vilhjámur Ţór passi vel inn í hugtakiđ  "Framsóknarkólfur".

Eftir ţví sem ég best veit misnotuđu hvorki Jónas frá Hriflu, Vilhjálmur Ţór né Eysteinn Jónasson valdastöđur sínar í eigin hagsmuna skyni.   

Agla (IP-tala skráđ) 22.1.2016 kl. 18:34

3 identicon

Skemmtileg lýsing af sárum raunveruleika alţýđufólks. Er reyndar nokkuđ viss um ađ hjarta Eysteins hafi slegiđ vinstra megin.

Davíđ Heiđar Hansson (IP-tala skráđ) 24.1.2016 kl. 10:37

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband