Slæm reynsla Republikana af róttækum frambjóðendum.

Republikanar hafa telft fram róttækum hægri mönnum í forsetakosningum en það hefur ekki gefist vel.

Hugmyndin að baki slíkum framboðum er sú að gefa kjósendum tækifæri til að kjósa á milli andstæðra meginstefna.

Barry Goldwater, sem boðinn var fram gegn Lyndon B. Johnson 1964, var ágætur og gegn maður, en fór hinar mestu hrakfarir, svo að Johnson vann fágætan yfirburðasigur.

Hann var að vísu heppinn hvað það snerti að Víetnamstriðið og umrótið í þjóðfélaginu, sem var að gerjast, var hvergi nærri komið á það stig sem það var fjórum árum seinna.

En 1968 buðu Republikanar fram hinn reynslumikla Nixon gefn Hubert Humphrey, sem þótti bæðið litlaus og lítt þekktur, - og það svo mjög að upphrópun Republikana, "Humphrey who?" beit einna best.  

Framboð Goldwater 1964 gaf kannski tóninn fyrir því að svona framboð Republikana yrðu ekki líkleg til árangurs í framtíðinni, en nú siglir Donald Trump með himinskautum í forkosningum Republikana.

Trump er greinilega orðinn svo sjálfsöruggur að hann lætur meira að segja jákvæð ummæli um Ku Kux Klan fjúka, en ekki minnist ég þess að Barry Goldwater hafi árætt neitt slíkt fyrir hálfri öld.

Nú benda skoðanakannanir til þess að Trump eigi litla möguleika gegn sterkum frambjóðanda frá Demókrötum og það bendir til þess að svipað eigi við um framboð hans nú og annarra á jaðrinum fyrr á tíð.


mbl.is Clinton og Sanders ynnu Trump
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Auðvitað vill Donald Trump banna 1,7 milljörðum múslíma, um fjórðungi mannkynsins, að koma til Bandaríkjanna.

Öll múslímaríkin í heiminum, um sextíu, myndu þá væntanlega banna öllum Bandaríkjamönnum að koma til þeirra ríkja og hætta öllum samskiptum við Bandaríkin.

Þorsteinn Briem, 1.3.2016 kl. 13:18

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Veit ekki betur en að milljónir múslíma fljúgi sem ferðamenn til Evrópusambandsríkjanna ár hvert og geti beðið þar um hæli ef þeim sýnist svo.

Og Kínverjar sem fljúga með farþegavélum inn á Schengen-svæðið, til dæmis til Noregs, geta beðið þar um hæli ef þeir nenna því.

Og sömu sögu er að segja um Mexíkóa sem fljúga til Bandaríkjanna.

Múrar hafa enga þýðingu til lengdar í frjálsum heimi.

Öðru máli gegnir hins vegar um Norður-Kóreu.

Þorsteinn Briem, 1.3.2016 kl. 13:27

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Bretland:

"The Muslim population was 2.7 million in 2011, making it the second-largest religion group in the United Kingdom."

Fróðlegt væri að vita hvernig Donald Trump vill til að mynda koma í veg fyrir að breskir múslímar fljúgi til Bandaríkjanna.

Þorsteinn Briem, 1.3.2016 kl. 13:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband