Bráðavaktin í bílageymslunni "leikrit"?

Að undanförnu hafa hálkuslys og slæm flensa skapað örtröð á spítalanum í Fossvogi. Þetta get ég borið vitni um vegna alls sautján ferða þangað í eftirlit og sjúkraþjálfun vegna slæms axlarbrots.

Bílastæðið er sprungið við spítalann og menn aka bílum sínum út fyrir það og upp á skafla til að leggja þeim.

Í ljósi fullyrðinga annars þátttakendanna í umræðu um Landsspítalanna þess efnis að sjúkrarúm í bílakjallaranum hafi verið "sviðsett leikrit" leyfi ég mér að spyrja, hvort örtröð á bílastæðunum alla daga, sem maður kemur þarna, sé "sviðsett leikrit."

Þegar ég kom í fyrsta eftilit eftir slysið fór lunginn af deginum í að bíða í troðfullri deildinni. "Sviðsett leikrit"?

En í umræðuþættinum Eyjunni voru sett fram tvenn alvarleg ummæli, líka hinum megin við borðið.

Annars vegar var stjórn spítalans sökuð um að hafa "sett upp leikrit" til þess að knýja á um auknar framkvæmdir á lóð Landsspítalans við Hringbraut.

Nú væri búið að flytja rúmin úr bílageymslunni og það sannaði að þetta hefði verið plat af verstu gerð. Svona rétt eins og að minni örtröð daginn eftir að ég kom í eftirlit á bráðadeildinni sannaði að öngþveitið daginn áður hefði verið "sviðsett leikrit".

Þetta voru alvarlegar ásakanir því að þegar svona lagað er sett fram, verður að krefjast gagna, en ekkert slíkt var gert.

Önnur fráleit fullyrðing var borin fram í þættinum varðandi það að alls staðar erlendis hefði gefist illa að hanna sjúkrahús frá grunni á auðri lóð.

Ég hef áður sagt frá ferð minni til að skoða sjúkrahús í Noregi 2005, og segja frá og sýna myndir af sjúkrahúsinu í Osló, sem var flottasta og besta sjúkrahús Evrópu þegar ég skoðaði það 2005, hannað frá grunni á auðri lóð, og hins vegar sjúkrahúsið í Þrándheimi, sem ég tók líka myndir af, og var sagt í Noregi á þeim tíma að það sjúkrahús væri "víti til varnaðar" vegna þess hve mislukkaður bútasaumurinn væri.

Það er alvörumál þegar maður, sem á að vera sérfræðingur í stórmáli, sem hægt á að vera að treysta, setur svona lagað blákalt fram.

Og leiðinlegt fyrir hann líka, því að þegar svona augljós rangfærsla er viðhöfð í grundvallaratriði málsins, varpar það rýrð á aðrar fullyrðingar þessa manns, sem hann segir byggðar á vönduðum vinnubrögðum og staðreyndum.


mbl.is Ferðamaður slasaðist við Víti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta með rúmmin í bílageymslunni, er allveg ljóst gerðist sama dag og rétt eftir að farið var að tala um vifilstaði, og þau voru aldrei notuð, end aþessi staðsetning aldrei í lagi fyrir veikt fólk. svo það þarf ekkert að efast um að þarna hafi verið leikrit á ferð. hitt er satt að bútasaumur er aldrei betri en að byrja frá grunni. það hafa dæminn marg sannað sig um allan heim

jon (IP-tala skráð) 14.3.2016 kl. 09:32

2 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Það kom líka fram að þetta væri "fjöldahjálparaðstaða"  En fréttamenn gerðu allt til að selja áhorfendum þá ímynd að þetta væri hluti af aðstöðuleysinu á bráðadeildinni og forstjórinni leyfði það í áróðursskyni. Spurning hvort forstjórinn hafi ekki fyrirgert starfi sínu í þessum móðursýkisviðbrögðum vegna skrifa forsætisráðherra.  Ef heilbrigðisráðherra lýsir ekki yfir stuðningi við Pál og spítalastjórnina strax í dag þá er Páll fokinn.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 14.3.2016 kl. 10:58

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ákveðið hefur verið að Landspítali-Háskólasjúkrahús verði áfram við Hringbraut samkvæmt deiliskipulagi fyrir Landspítalann við Hringbraut sem samþykkt var af borgarstjórn Reykjavíkur 13. desember 2012 eftiröll sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu höfðu samþykkt svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins, þar sem gert er ráð fyrir að Landspítalinn verði áfram við Hringbraut.

Þorsteinn Briem, 14.3.2016 kl. 13:00

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sumir hafa misst vatnið á fæðingardeild Framsóknarflokksins út af því að flugvöllur verði ekki skammt frá Landspítalanum við Hringbraut.

En sumum, til að mynda Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni og Ómari Ragnarssyni, finnst hins vegar allt í lagi að færa Landspítalann frá flugvellinum á Vatnsmýrarsvæðinu á annan stað á höfuðborgarsvæðinu.

Fyrir Hrunið hér á Íslandi haustið 2008 var hægt að reisa nýtt og stórt sjúkrahús á Landspítalalóðinni við Hringbraut og lóðin hefur ekki minnkað eftir Hrunið.

Þorsteinn Briem, 14.3.2016 kl. 13:08

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Miðja íbúafjöldans á höfuðborgarsvæðinu, frá Kjalarnesi að Hafnarfirði, er vestan Kringlumýrarbrautar í Reykjavík:

Íbúafjöldi á höfuðborgarsvæðinu
1. janúar 2014:

Reykjavík 121.230 (58,1%),

Kópavogur 32.308 (15,5%),

Hafnarfjörður 27.357 (13,1%),

Garðabær 14.180 (6,8%),

Mosfellsbær 9.075 (4,4%),

Seltjarnarnes 4.381 (2,1%).

Samtals 208.531.

Sunnan Reykjavíkur og Seltjarnarness (í Kópavogi, Garðabæ og Hafnarfirði) 73.845 íbúar.

Í Laugardal, Árbæ, Breiðholti, Grafarvogi, Grafarholti, Úlfarsárdal, Mosfellsbæ og á Kjalarnesi 74.970 íbúar.

Í Háaleitis- og Bústaðahverfi 14.519 íbúar.

Á Seltjarnarnesi, í Vesturbæ, Miðbæ, Hlíðum, Holtum, Túnum og Teigum 45.064 íbúar, eða 30.545 fleiri en í Háaleitis- og Bústaðahverfi.

Og póstnúmer 105 Reykjavík er að langmestu leyti í Hlíðum, Holtum og Túnum vestan Kringlumýrarbrautar.

Miðja íbúafjöldans á höfuðborgarsvæðinu
, frá Kjalarnesi að Hafnarfirði, er því vestan Kringlumýrarbrautar í Reykjavík, nálægt Klambratúni (Miklatúni) og því skammt frá Landspítalanum.

Ef
hins vegar engin byggð væri vestan Kringlumýrarbrautar, í Reykjavík og á Seltjarnarnesi, væri miðja íbúafjöldans á höfuðborgarsvæðinu í Háaleitis- og Bústaðahverfi.

Þorsteinn Briem, 14.3.2016 kl. 13:12

6 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Fyrstu tvö kommentin við pistilinn, - að hvað var ég að lesa þar?

Ómar Bjarki Kristjánsson, 14.3.2016 kl. 16:53

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Í gær, mánudag:

"Framkvæmdir við Landspítalann eru hafnar ... Kristján Þór [Júlíusson heilbrigðisráðherra] bendir á að verkið sé hafið á grundvelli samþykktar Alþingis.

"Alþingi hefur síðast fyrir þremur mánuðum gengið frá fjárlögum fyrir þetta ár og á þeim grunni er ég að vinna að framgangi málsins."

Að því vinni líka þingflokkur Sjálfstæðisflokksins. Þar hafi málið verið rætt í dag og var niðurstaðan sú að halda sömu stefnu í málinu.

"
Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins stendur við fjárlög ársins 2016 og ríkisfjármálaáætlun til ársins 2019," segir heilbrigðisráðherra."

Þorsteinn Briem, 15.3.2016 kl. 14:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband