Varaformaður Framsóknar: Bara persónuleg kennitala viðkomandi.

Í útvarpsviðtali í morgun sagði varaformaður Framsóknarflokksins að í aflandsfélagamálunum svonefndu og hliðstæðum málum ætti aðeins að skoða fjármál sem væri skráð á persónulega kennitölu viðkomandi.

Samkvæmt þessari kenningu skipta aðrar kennitölur ekki máli, hvorki maka né einkahlutafélaga sem menn kunna að stofna til að færa fjárhagslega starfsemi sína til.

Nú ætti almenningur að skilja hvers vegna hann á að falla fram og samþykkja það að forsætisráðherranum hafi ekki borið skylda til að greina frá eignum konu hans.

Og ef SDG hefði átt svona peninga sjálfur hefði hann samkvæmt þessum Framsóknarskilningi getað stofnað ehf um þá fjármálastarfsemi sem þá hefði þá ekki komið nokkrum við, úr því að hún var ekki skráð á persónulega kennitölu hans.

Í ljósi þessa er skiljanlegt að forystumenn Framsóknarflokksins fari fram á það við almenning að hann falli fram og lofi og tilbiðji forsætisráðherrann fyrir að hafa veitt upplýsingar sem honum hafi ekki borið skylda til að veita, já, og sjái, að auðvitað á ekki að orða vantraust á ráðherrann, heldur þvert á móti, - hans sé mátturinn og dýrðin að eilífu. Amen.

 


mbl.is Snýr fyrst og fremst að Sigmundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

4 Smámynd: Ragna Birgisdóttir

Búkollur landsins jórtrandi á bási leggja meira fram í þjóðarbúið en Framsókn :P Bæði í máli og auðlegð :)

Ragna Birgisdóttir, 31.3.2016 kl. 13:34

6 identicon

Sumir tónlistarmenn sem hafa verið að gera sig gildanadi í íslenskri pólitík hafa aldrei gefið upp neitt til skatts á Íslandi, rýrir það trúverðuleika þeirra?

Grímur (IP-tala skráð) 31.3.2016 kl. 20:15

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hvaða tónlistarmenn eru það, "Grímur"?!

Hvers vegna skrifar þú ekki hér undir þínu fulla nafni og kennitölu?


Rýrir það ekki trúverðugleika þinn?!

Þorsteinn Briem, 31.3.2016 kl. 20:32

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Eiríkur Elís Þorláksson lektor við lagadeild Háskólans í Reykjavík segir það ekki breyta neinu varðandi meint vanhæfi þó ráðherrann hafi unnið gegn hagsmunum konu sinnar."

"Þá skipti það heldur ekki máli að umræddar eignir séu séreign eiginkonunnar, vanhæfið, sé það til staðar, sé hið sama, enda sé hún það tengd honum að vanhæfisreglur eigi við um hann sem ráðherra."

"Eiríkur Elís segir að umræðan um málið hvað varði vanhæfið hafi verið á verulegum villigötum.

Þannig hafi aðstæður verið bornar saman við það að allir alþingismenn hefðu þá verið vanhæfir í sumum málum tengdum hruninu, til dæmis þegar ákveðið var að gera innistæður í bönkum að forgangskröfum.

Þessu sé gjörólíku saman að jafna við mál forsætisráðherra. Hæfisreglur varðandi alþingismenn séu af allt öðrum toga.

Þannig verði alþingismenn aðeins vanhæfir í málum þar sem um er að ræða fjárveitingar til þeirra sjálfra."

"Eiríkur Elís bendir á að forsætisráðherra væri því ekki vanhæfur til að fjalla um málið sem alþingismaður.

Hins vegar hafi hann gert það sem forsætisráðherra og þar gildi hæfisreglur stjórnsýslunnar sem séu miklu strangari en hæfisreglur alþingismanna og svipi hæfisreglum sem gildi um ráðherra raunar til hæfisreglna dómara."

"Samkvæmt upplýsingum frá embætti ríkisskattstjóra eru hjón samsköttuð óháð því hvort annað hjónanna á eignir en hitt ekki. Þau séu sameiginlega ábyrg gagnvart skattayfirvöldum."

Þorsteinn Briem, 31.3.2016 kl. 21:05

10 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Varaformaður Framsóknarflokksins er haldinn alvarlegri siðblindu.

Jón Ingi Cæsarsson, 1.4.2016 kl. 11:39

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

"In Norway, for instance, everyone has been able to see how much you earn and how much tax you pay since 1814.

Until recently the data was only available at the town hall or in expensive printed books, rather like the Yellow Pages, but these days it is all available online."

Þorsteinn Briem, 1.4.2016 kl. 14:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband