Annað Hrun, fyrr og öðruvísi en búast mátti við.

Ísland hlaut þá vafasömu frægð 2008 að hér varð banka- og efnahagshrunið meira en í öðrum löndum.

Í viðreisnarstarfinu eftir Hrunið höfum við að vísu skapað okkur nokkurn orðstír fyrir árangur, en æ víða hefur samt mátt sjá merki um svipuð fyrirbrigði og skópu Hrunið.

Þess vegna hefur þeim áhyggjum verið lýst hér á síðunni að annað hrun væri í vændum.

En eftir einhvern mesta bombuþátt, sem í minnumm má hafa í sjónvarpi hér á landi nú áðan, er ljóst að orðið hefur annað hrun, fyrr en búast mátti við og með annarri birtingarmynd, -  þeirri, að nú teljumst við fremstir meðal þjóða hvað varðar þá miklu spillingu sem fylgir erlendum aflandssvæðum, hröpum á áliti á alþjóða vettvangi og hljótum af því vafasama frægð.

Þjóðarleiðtogi okkar er í vafasömum félagsskap með Pútín og Poroshenko og hvergi hafa verið stofnuð fleiri aflandssfélög miðað við fólksfjölda en á Íslandi.

Varaformaður Framsóknar lét sér hvergi bregða og sagði að engar nýjar upplýsingar hefðu birst varðandi Wintris-málið og virðast forystumenn flokksins ekki sjá neitt athugavert við gerðir forsætisráðherra.

Langt er síðan manni hefur samt liðið jafn illa yfir atviki á skjánum og í aðdraganda þess að hann gekk á dyr úr viðtali og vanlíðan hans skein af honum.

Teikna hefði mátt Gosanef á marga aflandssvæðaíslendingana þegar þeir reyndu að bjarga sér með undanbrögðum. 


mbl.is Seldi hlutann degi fyrir breytingu á lögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fjallað var um Sigmund Davíð í þætti Anne Will á þýsku stöðinni ARD í kvöld. Þar var sýndur kafli úr viðtalinu sem birt var í Kastljósinu. Voru þátttakendur sammála um að þetta viðtal við forsætisráðherra væri alveg einstakt.

Eins og nú er komið málum finnst mér ekki annað koma til greina en að ríkisstjórnin segi af sér, burt sé frá því hvort vantrauststillaga komi fram. Forseti skipi utanþingsstjórn þar til kosningar verða haldnar.

Þá finnst mér ekki annað koma til greina en að Ólafur Ragnar sitji áfram sem forseti. 

Hörður Þormar (IP-tala skráð) 3.4.2016 kl. 20:49

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson þarf að segja af sér bæði sem þingmaður og forsætisráðherra strax á morgun og boða verður til alþingiskosninga.

Annað liti mjög illa út fyrir okkur Íslendinga sem þjóð.

Þorsteinn Briem, 3.4.2016 kl. 21:02

3 Smámynd: Ragna Birgisdóttir

Hvar er forseti vor Ólafur Ragnar Grímsson..? Frá honum heyrist ekkert? Er hann í visiteringu í Rússlandi ? 

Ragna Birgisdóttir, 3.4.2016 kl. 21:03

4 identicon

hvaða nýjar upplýsíngar komu þarna fram. eina sem ég sá var ein dagsetníng 31.desember. sem vekur visulega upp spurníngar. hvor sigmundur þarf að seigja upp starfi vegna veit ég ekki. en þau seigjast hafa silað sínum skattékjum á íslandi ekki ætla ég að reingja það, nema annað komi í ljós. en það er nokkuð merkilegt að það virðist vera að gjaldkeri samfylkíngarinar virðist hafa haft annað ráðgjafarfyrirtæki sér til aðstoðar þá er spurt hver lak því. ekki virðist það hafa verið jóhannes. þá hefur hann verk að vinna að vinna úr þeim gögnum

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 4.4.2016 kl. 05:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband