Aftur komið 2012?

"Mig dreymdi´að það væri komið árið 2012..." var sungið fyrir hálfri öld. 

Nú má kannski snúa þessu við og syngja:

"Mig dreymdi´að það væri komið aftur 2012...?.

Árið 2012 vísaði nefnilega forsetinn í það að óvissutímar ríktu og að þess vegna gæfi hann kost á sér til áframhaldandi setu í embætti, en eftir atvikum gæti sá tími orðið tvö ár í stað fjögurra. 

Nú er komin upp óvænt og fordæmalaus staða í íslenskum stjórnmálum. Nýr flokkur nýtur um og yfir 35% stöðugs fylgis í bráðum heilt ár og svipuð ólga skekur þjóðfélagið og 2008 hvað varðar hinn siðferðilega hluta Hrunsins. 

Dæmalaus fjöldi frambjóðenda er kominn fram vegna komandi forsetakosninga og galli núverandi fyrirkomulags eru umræddir. 

Hafi verið mikil ástæða fyrir Ólaf Ragnar að hans mati að bjóða sig fram 2012 gæti niðurstaða hans allt eins orðið sú að þessu sinni, að bæta tveimur árum eða fleirum við setu sína á Bessastöðum með því að bjóða sig fram á svipuðum forsendum og 2012. 

Framboðsfrestur rennur ekki út fyrr en 21. maí, svo að hann hefur meira en mánuð til að velta málinu fyrir sér, og mánuður er langur tími í pólitík. 


mbl.is Forsetinn flýtir heimför
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Kirkjugarðar heimsins geyma ómissandi fólk."

Sjálfsagt að einn mesti hrunvaldurinn verði áfram forseti Íslands.

Þorsteinn Briem, 4.4.2016 kl. 12:21

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hver sagði skömmu fyrir Hrunið hér á Íslandi haustið 2008:

"Þarf þessi maður ekki að fara í endurhæfingu, ég bara spyr!"

Og nú vill þessi kona verða forseti Íslands.

Þorsteinn Briem, 4.4.2016 kl. 12:25

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Og ekki var núverandi forseti Íslands betri en kúlulánafólkið, enda dýrkaður af Framsóknarflokknum:

Ólafur Ragnar Grímsson í London 3. maí 2005 - "How to succeed in modern business":

"No one is afraid to work with us; people even see us as fascinating eccentrics who can do no harm and therefore all doors are thrown wide open when we arrive."

"I have mentioned this morning only some of the lessons which the Icelandic voyage offers, but I hope that my analysis has helped to clarify what has been a big mystery to many.

Let me leave you with a promise that I gave at the recent opening of the Avion Group headquarters in Crawley.

I formulated it with a little help from Hollywood movies:

"You ain't seen nothing yet!""

Þorsteinn Briem, 4.4.2016 kl. 12:26

5 Smámynd: Már Elíson

1-4# = Vanviti.

Már Elíson, 4.4.2016 kl. 18:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband