Það eru nýir tímar en nátttröllin þráast við.

Á yfirborðinu var nýtt og ferskt fólk mun fleira sem settist á þing og í ríkisstjórn 2013 en oftast áður.

En nú er komið í ljós að að mörgu leyti hefur núverandi stjórnarmeirihluti ekki áttað sig á því að tímarnir hafa breyst síðan Sjallar og Framsókn sátu saman í stjórn 1931-34, 1939-42, 1947-1956, 1974-1978, 1983-1987 og l995-2007.

Náttröll nútímans átta sig ekki á gerbreyttu umhverfi á öld upplýsinga og netmiðla.

Árin 1971, 1974, 1978 og 1983 fóru stjórnarmyndanir fram þegar Sjónvarpið var lokað í júlímánuði.

Það er löngu liðin tíð. 

Allar stjórnarkreppur á Íslandi fram til 2009 vöktu enga alþjóðlega athygli, og meira að segja Búsáhaldabyltingin og fall stjórnar Sjalla og Samfylkingar vöktu ekki neitt viðlíka athygli og atburðir síðustu daga.

Ástæðan er ekki aðallega tæknibylting heldur líka að aflandsfélagamálin eru alþjóðleg og okkar forsætisráðherra efst á blaði hjá tugum helstu fjölmiðla heims í stærsta gagnaleika sögunnar.

Svo er að sjá að nútíma hugmyndir um vanhæfi hafi ekki skilað sér til okkar eins og nauðsynlegt er.

Ísland er eina landið meðal vestrænna lýðræðisríkja þar sem almennar kosningar voru dæmdar ógildar af miklu minna tilefni en í löndum, eins og Þýskalandi, þar sem mun meiri misfellur leiddu ekki til ógildingar af hálfu stjórnlagadómstólsins þar, heldur aðeins til fyrirmæla um lagfæringar.  

Enda véfengdi Hæstiréttur ekki niðurstöður Stjórnlagaþingkosninganna, aðeins smávægileg framkvæmdaratriði, sem vógu hvort annað upp, annars vegar að fjarlægur möguleiki hefði verið til að kosningin væri ekki 100% leynileg og hins vegar að frambjóðendur hefðu ekki verið með fulltrúa sína við talningu.

Ísland er líka eina landið í Evrópu sem hefur lögfest Árósasáttmálann á þann hátt, að hann nær ekki tilgangi sínum hér á landi.

Ísland hefur hunsað álit mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna varðandi kvótakerfið og því er logið upp í alla heimsbyggðina að öll orka landsins sé fengin með endurnýjanlegum og hreinum orkugjöfum.

Margt fleira mætti nefna til að sjá ástæðu þess að útlendingum sýnist hér vera bananalýðveldi og vita þeir þó ekki um þrjú af ofantöldum atriðum.  

Það eru nýir tímar sem krefjast nýrra vinnubragða, en nátttröllin, sem dagaði uppi í morgunbirtunni þegar ljósi var beint að svonefndum Panamaskjölum, ætla að þráast við að víkja fyrir nýrri hugsun 21. aldarinnar.


mbl.is Kalla Ísland bananalýðveldi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þorsteinn Briem, 7.4.2016 kl. 00:05

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þorsteinn Briem, 7.4.2016 kl. 00:10

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þingmenn:

Píratar 29,

Vinstri grænir 8,

Samfylkingin 7.

Samtals 44 af 63 (70%).

Þorsteinn Briem, 7.4.2016 kl. 00:19

6 identicon

Einhvernveginn frá upphafi þessa máls vissi ég, og eflaust flest allir, hvernig þetta myndi enda. Svona. það er komið 2016 og við þurfum að fara að hætta að sætta okkur við svona bull frá ráðandi mönnum í valdastöðum í þjóðfélaginu. svona háttsemi á sér bara stað á þeim stöðum í heiminum sem við viljum helst ekki lifa í en einhvernvegin gerum við það samt og af því að okkur hefur verið sama þá hefur þetta viðgengst of lengi. t.d. bara það að sigmundur davíð segi ekki af sér þingmennsku líka segir allt sem segja þarf. það er löngu tímabært að þeir sem eru kosnir á þing séu þingmenn og ráðherrar séu það ekki. forsætisráðherra skipar ráðherra sem eru ráðherrar en eiga ekki að vera þingmenn.

Þórarinn Snorrason (IP-tala skráð) 7.4.2016 kl. 00:26

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Kallinn nú er kominn heim,
kellan hans á pening,
ekki vill þó út í geim,
upp fékk sex á tening.

Þorsteinn Briem, 7.4.2016 kl. 00:55

8 identicon

Þau eru víða nátttröllin.  Þegar Björk Guðmundsdóttir talaði um rednecks þá var hún örugglega að tala um fólk sem borgar skattana sína.

http://www.vb.is/skodun/aflandsfelog-bjarkar-gudmundsdottur/126670/

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 7.4.2016 kl. 01:06

9 identicon

Elín. Það er samt ekki sjálfgefið að það hafi verið neitt ólöglegt. Munurinn er hins vegar að hún segir frá því sjálf en SDG reynir eins og hann getur að ljúga og snúa út úr. Auk þess er hún tónlistarmaður og hefur enga skyldu til að vera með sitt uppi á borðum fyrir almenning. En þegar ráðherra er með svona mál í feluleik og reynir svo að ljúga um það, þá er það spilling. Það er líka spilling að Sigurður Ingi og Bjarni Ben skuli báðir reyna að verja það sem SDG gerði og leyfa honum að sitja áfram á þingi. Sem sagt sama hugarfar, sama spillingin. Allir vita líka að Sigurður Ingi er bara strengjabrúða SDG þannig að ekkert breytist í raun. Þetta eru eins og börn sem segjast ekki hafa laumast í kökuna þótt þeir séu með kremið langt út á kinnar. Þessi mál hefðu öll átt að vera uppi á borðum löngu fyrir síðustu kosningar þannig að framsókn var í raun kosinn inn á fölskum forsendum, og þess vegna verður að boða til kosninga strax. En nátttröllin viðurkenna auðvitað ekkert svoleiðis. 

Davíð (IP-tala skráð) 7.4.2016 kl. 06:59

10 identicon

Sá erlendu blaðamaður sem kallar Ísland banalýðveldi út af málum SDG er sjálfur í sama gæðaflokki og þeir sem kasta mat í Alþingishúsið eða önnur hús.

Ef eitthvert álíka apparat og „stjórnlagaþingið" á að fá bindandi umboð til að breyta stjórnarskránni þá árf fyrst að breyta stjórnarskrá landsins á löglegan hátt þannig að hún geri ráð fyrir slíkri samkundu.

Að túlka spurninguna: Á að taka mið af tillögu stjórnarskrárráðs eins og spurt væri hvort samþykkja ætti tillöguna óbreytta er út í hött.

Það er furðulegt að SDG, sem mér fannst frekar glöggur spyrill í sjónvarpinu á sínum tíma, skuli hantera sín mál svo klaufalega. En enginn má sköpum renna.

Spurngin sem enginn viti borinn maðurs spyr ógrátandi: Af hverju komst Norræna velferðarstjórnin upp með að brjóta stjórnarskrána ekki bara einu sinni, heldur tvisvar.

Af hverju er fólki sem þykir sjálfsagt að það brjóti stjórnarskrána ekki hent út af Alþingi?

Virðingarfyllst.

Aðalsteinn Geirsson (IP-tala skráð) 7.4.2016 kl. 07:16

11 Smámynd: Elle_

Af hverju komst Norræna velferðarstjórnin upp með að brjóta stjórnarskrána ekki bara einu sinni, heldur tvisvar.

Af hverju er fólki sem þykir sjálfsagt að það brjóti stjórnarskrána ekki hent út af Alþingi?

Góðar spurningar. Og af hverju kemur það sama fólk núna og þykist geta verið í stjórn? Það má aldrei verða.

Elle_, 7.4.2016 kl. 07:40

12 identicon

Það eru margar hliðar á þessu Davíð. Hafa ekki allir skyldur við samfélagið? Ég get ekki séð að sérstakar reglur eigi að gilda fyrir tónlistarmenn. Mér þykir það sérstaklega ógeðfellt þegar manneskja sem borgar ekki til samfélagsins talar með fyrirlitningu og yfirlæti um rednecks. Þar fyrir utan finnst mér það vera spilling þegar tónlistarkennsla er svelt en tekin er upp sérstök Biophilia kennsla.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 7.4.2016 kl. 08:07

13 identicon

Síðustu stjórn var líka stjórnað af nátttröllum sem gátu aldrei unnið saman. Þeirra tími kom, og fór. Nýjir tímar kalla á breyttar aðferðir. Það er sem betur fer annað fólk núna sem áttar sig á þessu. 

Davíð (IP-tala skráð) 7.4.2016 kl. 08:14

14 Smámynd: Ragna Birgisdóttir

Og enn er fólk ekki að átta sig á aðalatriðum þessarar byltingar. Þetta er spurning um SIÐFERÐI. Að hér verði tekið þannig til að pólitískt kjörnir fulltrúar skulu fara í öllu eftir siðareglum sem samfélagið og Alþingi og löggjafinnog stjórnarskráin setur þeim. Ef að fólki finnst allt í lagi að fólk reyni að stinga undan fjármunum til þess að sleppa við að borga skatt,þá segir það bara allt um þeirra upplag.Þessar þúsundir sem mæta nú á Austurvöll eru sem betur fer með siðferðisvitundina í lagi. Þau vilja samfélag fyrir alla ekki einhverja útvalda pólitíkusa og persónulega vini þeirra.

Ragna Birgisdóttir, 7.4.2016 kl. 09:05

15 identicon

Elín. Vissulega eiga allir að skila til samfélagsins og ég veit ekki betur en að umræddur tónlistarmaður búi og borgi skatta á Íslandi þessa dagana, og hafi skilað mjög miklu til samfélagsins í gegnum tíðina þrátt fyrir að hennar tekjur hljóti að koma fyrst og fremst erlendis frá ólíkt SDG sem fór út með pening héðan. Ég ætla annars ekkert að fullyrða neitt um hennar mál en hún hefur náttúrulega ekki alltaf verið búsett né skattskyld á Íslandi og ég vona bara hennar vegna að allt hafi verið samræmi við gildandi lög á hverjum stað. Ef þú heldur að ég sé að leggja til að sér reglur gildi um tónlistarmenn þá ertu heldur betur að misskilja. Ráðherrar starfa hins vegar í umboði og á kostnað almennings og þurfa að njóta trausts. En vissulega er ömurlegt að tónlistarkennsla sé að svelta. En hver ber ábyrgð á því?

Davíð (IP-tala skráð) 7.4.2016 kl. 09:35

16 Smámynd: Ragna Birgisdóttir

https://soundcloud.com/larahanna/olafur-eliasson-i-indefence-um-skattaskjol-og-samninga-vi-slitabuin   þetta ættu ALLIR að hlusta á.

Ragna Birgisdóttir, 7.4.2016 kl. 09:55

17 identicon

Ég benti á þetta viðtal hér á þessari síðu 5. apríl þegar þú varst upptekin við að segja að ég væri bæði málefnaleg og skemmtileg Ragna Birgisdóttir.  Það er partur af vandamálinu að fólk hefur mjög selektíva sjón og heyrn.  Þú meðtalin.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 7.4.2016 kl. 10:14

18 Smámynd: Ragna Birgisdóttir

Takk fyrir það Elín.Ég er nú ekki hér inn á síðunni hjá Ómari á hverjum degi og þetta fór framhjá mér enda hef ég í ýmsu að snúast eins og þú örugglega líka.En það breytur því ekki að mér finnst þú mjög málefnaleg og skemmtileg :)  Datt í hug að benda ykkur á nýjasta útspil snillingana á þingi að nú á að sleppa Kaupþingsmönnum sem fengu hér dóm fyrir alvarlegt fjármálamisferli úr fangelsi,það verður gaman að sjá nöfnin þeirra poppa upp þegar að birtur verður næsti listi skattaskjólseigenda.http://stundin.is/frett/kaupthingsmenn-leystir-ur-haldi-i-dag/

Ragna Birgisdóttir, 7.4.2016 kl. 13:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband