Hin "banvæna blanda." Þráast við - ríkisstjórnin."

Þegar Hrunið varð 2008 varð til hugtakið "hin banvæna blanda", þ.e. stjórnmál og fjármál.

Allur aðdragandi Hrunsins, allt aftur til einkavinavæðingar bankanna 2003 þótti bera merki um þessa banvænu blöndu og hún birtist aftur og aftur í rannsóknarskýrslu Alþingis þar sem talið var brýnt að taka upp ný vinnubrögð til þess að þetta gerðist ekki aftur.

En fólk er fljótt að gleyma, bæði þessu, og líka því að lægsta olíuverð í áratugi og dæmalaus þensla vegna fjölgunar ferðamanna eru aðalástæður þess að vel gengur í þjóðarbúskapnum núna, og hvorugt af þessu stafar af einhverjum sérstökum aðgerðum þessarar ríkisstjórnar eða aflanna, sem að henni standa.

Þvert á móti hefur verið söngur þeirra í í bráðum tvo áratugi að stóriðjan væri það eina sem gæti "bjargað landinu" og að fánýtt og fráleitt væri að "eitthvað annað" gæti þar komið í staðinn.

Nú hefur sama staða komið upp og fyrst eftir Hrunið, að hreinsa til og losa okkur við hina "banvænu blöndu" stjórnmála og fjármála, sem enn hefur orðið lýðum ljós.

En þrátt fyrir einstaka ummæli um umbætur virðist aðalverkefni laskaðrar ríkisstjórnar vera að þráast við.

Þetta er "þráast við ríkisstjórnin" eða "afneitunarríkisstjórnin."  

 

 


mbl.is Fjármálakerfið taki breytingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragna Birgisdóttir

Peningar+stjórnmál= Eitur.

Ragna Birgisdóttir, 8.4.2016 kl. 08:40

2 Smámynd: Ragna Birgisdóttir

http://www.frettatiminn.is/aldagomul-politisk-og-vidskiptaleg-spilling/

Ragna Birgisdóttir, 8.4.2016 kl. 09:03

3 identicon

Þetta er einkennileg grein hjá Gunnari Smára.  Hann einblínir á baráttu stjórnvalda við fólk og fyrirtæki og tregðu almennings við að greiða skatta þegar fyrir liggur að það gilda ekki sömu reglur fyrir stjórnmálamenn og almenning.  Samvinnufélögin nutu skattfríðinda á meðan almenningur var skattpíndur.  Almenningur borgar auðlegðarskatt á meðan lífeyrisréttindi stjórnmálamanna eru undanþegin skattlagningu.  Hann er einfaldlega ekki marktækur maðurinn.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 8.4.2016 kl. 10:33

4 identicon

Sjá "Haftatímabilið var hræðilegt stríð í 30 ár"  Rætt við Guido Bernhöft stórkaupmann.  Vísir 5. ágúst 1978:26.

http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=248372&pageId=3375911&lang=is&q=STR%CD%D0%20%ED%2030%20%C1R

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 8.4.2016 kl. 10:45

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn gapa nú mjög um hagvöxt hér á Íslandi síðastliðin ár en útflutningur á þjónustu hefur skapað þann hagvöxt.

Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn hafa ekkert gert til að skapa þennan hagvöxt, heldur þvert á móti gapað af mikilli lítilsvirðingu um ferðaþjónustu hér á Íslandi.

Þorsteinn Briem, 8.4.2016 kl. 11:11

6 identicon

Er vinnumannsal í íslenskri ferðaþjónustu sem sagt á stefnuskrá Samfylkingar og VG?  Gott að fá það á hreint.  Höftin eru þeim kær.  Það var reyndar vitað fyrir. 

http://www.visir.is/vinnumansal-i-islenskri-ferdathjonustu/article/2016160218887

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 8.4.2016 kl. 11:17

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn fyrir verkföllin hér á Íslandi undanfarin ár:

"Miklar launahækkanir valda verðbólgu."

Verðbólgan hér er 1,5%.

Stýrivextir Seðlabanka Íslands eru hins vegar 5,75%.

Þorsteinn Briem, 8.4.2016 kl. 12:03

10 identicon

Það er rétt hjá þér Ómar, fólk er fljótt að gleyma, t.d. virðist þú vera búinn að gleyma því hvað vinstristjórnin þeirra Jóhönnu og Steingríms þráaðist við að segja ekki af sér og voru tilefnin þeirra til að segja af sér talsvert meiri og alvarlegri heldur en hjá SDG.

Síðan er grátbroslegt að heyra hræsnina í þessari blessuðu stjórnarandstöðu um að koma valdinu til fólksins og þess háttar, ekki voru þau svona áköf með það þegar þau voru í stjórn.

Halldór (IP-tala skráð) 8.4.2016 kl. 15:16

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

Verðbólga hér á Íslandi í janúar 2009: 18,6%.

Verðbólga hér á Íslandi í apríl 2013: 3,3%.

Hagvöxtur
hér á Íslandi árið 2009: Mínus 6,7%.

Hagvöxtur hér á Íslandi árið 2012: Plús 1,4%.

Halli á ríkissjóði
Íslands árið 2008: 216 milljarðar króna.

Halli á ríkissjóði Íslands árið 2012: 36 milljarðar króna.

Þorsteinn Briem, 8.4.2016 kl. 15:35

12 identicon

Það er allt betra en vinstri stjórn (gúmmítékkagengið)

Wilfred (IP-tala skráð) 8.4.2016 kl. 21:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband