Af hverju ekki fleiri ríki?

Sádi-Arabía er einræðisríki stórfelldra mannréttindabrota á grundvelli forneskjulegra trúarbragða.

Valdhafarnir eru umvafnir rotinni spillingu.

En ekkert ríki heims vogar sér annað en að makka rétt við þetta olíuauðugasta ríki heims, sem ræður ferðinni í orku- og efnahagsmálum heimsins.

Sérkennilegt er af hverju Sádar taka einir ríkja óstinnt upp að njóta ekki lengur friðhelgi bandarískra dómstóla vegna hryðjuverkaárása á bandarískri grund.

Af hverju gera ekki fleiri ríki það?

Við fyrstu sýn virðist það benda til að Sádarnir hafi óhreint mjöl í pokahorninum.

Eða þá að hinir firrtu valdhafar telja sig vera í svo sterkri stöðu vegna olíuauðsins, að þeir komist upp með það sem aðrir þora ekki.  


mbl.is Hóta að selja allar bandarískar eignir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nú verður Angela Merkel að beygja sig fyrir Erdogan

Hörður Þormar (IP-tala skráð) 16.4.2016 kl. 15:36

2 identicon

Sæll Ómar - sem og aðrir gestir, þínir !

Saúdí- Arabía: er samnefnari, fyrir allan þann viðbjóð og hörmungar, sem Múhameðstrúin stendur fyrir, um gervalla veröldina, þar sem þessi mengun hefir náð, að stinga rótum, á annað borð.

Ekki í neinu ofsagt - hér að ofan, hjá þér: Ómar.

Með beztu kveðjum: sem oftar - af Suðurlandi / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 16.4.2016 kl. 15:38

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sjálfur ertu viðbjóður og fasisti, Óskar Helgi Helgason.

Þegar kristnir menn drepa einhvern eða limlesta eru sem sagt allir kristnir menn vondir menn.

Þorsteinn Briem, 16.4.2016 kl. 16:14

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

"... er ég einlægur fylgismaður Falangisma Francós heitins Ríkis marskálks á Spáni, ..."

"Öxulveldin Þýskaland
og Ítalía studdu uppreisn falangista, enda verulegur skyldleiki þeirra við þýska nasismann og ítalska fasismann."

Þú ert fasisti og viðurkennir það sjálfur, Óskar Helgi Helgason.

Þorsteinn Briem, 16.4.2016 kl. 16:17

5 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Sádarnir eru með mest viðskifti beint við USA, þess vegna er þetta svona, held ég.

Þeir eru líka iðnastir við að flytja út hryðjuverkamenn.  Flestir aðrir halda sínum teroristum til heimilis og einkanota.  (Sem ég skil ekki.  Af hverju segja þeir þeim ekki bara að hypja sig, eins og sádarnir?)

Þetta eru sádar búnir að komast upp með áratugum saman.  Alveg síðan þeir fundu olíuna.

Ásgrímur Hartmannsson, 16.4.2016 kl. 16:18

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Fimm fjölmennustu trúarbrögð heims (tölurnar eru fjöldi fylgjenda):

                          Þorsteinn Briem, 16.4.2016 kl. 16:21

                          7 Smámynd: Þorsteinn Briem

                          Í Þýskalandi gilda einfaldlega lög um ærumeiðingar eins og til að mynda hér á Íslandi.

                          Sakaði Er­dog­an um mök við dýr

                          "234. gr. Hver, sem meiðir æru annars manns með móðgun í orðum eða athöfnum, og hver, sem ber slíkt út, skal sæta sektum eða fangelsi allt að 1 ári.
                            
                          235. gr. Ef maður dróttar að öðrum manni einhverju því, sem verða myndi virðingu hans til hnekkis, eða ber slíka aðdróttun út, þá varðar það sektum eða fangelsi allt að 1 ári.
                            
                          236. gr.ærumeiðandi aðdróttun höfð í frammi eða borin út gegn betri vitund, þá varðar það fangelsi allt að 2 árum.

                          aðdróttun birt eða borin út opinberlega, enda þótt sakaráberi hafi ekki haft sennilega ástæðu til að halda hana rétta, þá varðar það sektum eða fangelsi allt að 2 árum.
                            
                          237. gr. Ef maður bregður manni brigslum án nokkurs tilefnis, þá varðar það sektum, þótt hann segi satt."

                          Almenn hegningarlög nr. 19/1940

                          Þorsteinn Briem, 16.4.2016 kl. 16:33

                          8 identicon

                          Komið þið sælir - að nýju !

                          Ásgrímur !

                          Rétt athugað: af þinni hálfu, sem vænta mátti.

                          Steini Briem !

                          Ákjósanlegt væri nú: værir þú eins vel að þér í Mannkynssögunni - og þeir Ómar síðuhafi og fjölfræðingur, sem og Ásgrímur og Hörður Þormar.

                          Endilega - reyndu að skvetta hugarfars brenglunar skólpi þínu / sem vanvizku og meðvirkni þinni með þessum villimönnum (Múhameðsku ófétunum) yfir mig, dreng stauli.

                          Við Eyrbekkingar: erum jú, ýmsu vanir.

                          Oftlega hefir hvarflað að mér - hvernig þú hefðir verið útsmoginn vel í, að bera blak af Dr, Gerlach hinum Þýzka, á 4ða áratug síðustu aldar, þegar hann var að bardúsa hér á landi, í þágu Nazistanna / líkt:: sem og Einari Olgeirssyni og Stalínista hyski hans, um og eftir miðbik síðustu aldar, jafnframt.

                          Já: alveg endilega, skvettu mykjuhræring þínum að vild á mig Steini minn, hafir þú einhverja nautn af því: mögulegasmile,, en gæti ekki verið, að það færi með þér sjálfum, fremur: þó mér  sé ætlað:: sbr. vikni Ástralska bjúgverpilsins Briem´ara dreng kvöl ?

                          Það lætur oft hæðst: í tómu tunnunum, þó ''fín'' ættanöfnin kunni að bera !

                          Ekki - illa meint, alls ekki.

                          Hinar sömu kveðjur: sem aðrar áður / meðaumkvunar blendnar þó, til Steina blessaðs - vonum: að hann nái að braggast, sem skjótazt //   

                          Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 16.4.2016 kl. 16:39

                          9 Smámynd: Þorsteinn Briem

                          "95. gr. Hver, sem opinberlega smánar erlenda þjóð eða erlent ríki, æðsta ráðamann, þjóðhöfðingja þess, fána þess eða annað viðurkennt þjóðarmerki, fána Sameinuðu þjóðanna eða fána Evrópuráðs, skal sæta sektum eða fangelsi allt að 2 árum.

                          Nú eru sakir miklar og varðar brot þá fangelsi allt að 6 árum.
                          ..."

                          Almenn hegningarlög nr.19/1940

                          Þorsteinn Briem, 16.4.2016 kl. 16:49

                          10 Smámynd: Þorsteinn Briem

                          Það er einfaldlega dómstóla að meta hvenær of langt er gengið en enginn myndi verða dæmdur fyrir það eitt að kalla einhvern bjána, jafnvel þó að um þjóðhöfðingja væri að ræða, eða svara í sömu mynt þegar á hann er ráðist opinberlega.

                          Þegar menn hins vegar ítrekað ráðast hér opinberlega á fólk fyrir það eitt að aðhyllast ákveðin lögleg trúarbrögð er um alvarlegt lögbrot að ræða, Óskar Helgi Helgason.

                          Þorsteinn Briem, 16.4.2016 kl. 17:13

                          11 identicon

                          Sælir - sem fyrr !

                          Steini Briem !

                          Það er sama: hversu þú blaðrar og þvaðrar, og með kjánalegar tilvísanir í ólög rotins og dauðs íslenzks Lýðveldis, reyndu bara að róa þig niður dreng stauli, og sjá:: það tekur enginn neitt frekar mark á þér, en vind gnauðinu upp við (vind) myllurnar hans Landsvirkjunar- Harðar fyrir ofan Búrfellsstöð í Eystri- hreppi (Gnúpverjahreppi): þér, að segja.

                          Jafnvel - að fólk hlustaði fremur, eftir slætti spaðanna þar innfrá, fremur en innihaldslausa endurtekninga stagli, þínu.

                          Mig undrar svo sem ekkert: að Ómar síðuhafi / sem margir annarra, séu orðnir Hund leiðir á þér, Steini minn.

                          Af einhverju - stafar það, alla vegana.

                          Því - miður.

                          Sömu kveðjur - sem seinustu, vitaskuld / 

                          Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 16.4.2016 kl. 17:16

                          12 Smámynd: Þorsteinn Briem

                          "The majority of Kurds today are Muslim, belonging to the Shafi school of Sunni Islam."

                          27.1.2015:

                          Konur í fararbroddi í sigri hersveita Kúrda á Íslamska ríkinu:

                          Þorsteinn Briem, 16.4.2016 kl. 17:21

                          13 Smámynd: Þorsteinn Briem

                          "65. gr. Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti. ..."

                          Stjórnarskrá Íslands

                          Þorsteinn Briem, 16.4.2016 kl. 17:30

                          14 Smámynd: Þorsteinn Briem

                          "233. gr. a. Hver sem með háði, rógi, smánun, ógnun eða á annan hátt ræðst opinberlega á mann eða hóp manna vegna þjóðernis þeirra, litarháttar, kynþáttar, trúarbragða eða kynhneigðar sæti sektum eða fangelsi allt að 2 árum."

                          Almenn hegningarlög nr. 19/1940

                          Þorsteinn Briem, 16.4.2016 kl. 17:38

                          15 identicon

                          .... ''Stjórnarskrá Íslands'' cryfrownsmile

                          Er = hentistefnuplagg ísl. burgeisa og afætna, af ýmsu tagi, síðan 1944.

                          Í grunninn: gjafa friðþægingar snepill Kristjáns IX. til Íslendinga, á heimsku- og sýndar hátíðinni á Þingvöllum, árið 1874.

                          Kanntu annan: Steini ?

                          ÓHH

                          Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 16.4.2016 kl. 17:43

                          16 identicon

                          Það er ekki skrýtið að Mogginn skuli hafa rekið þennan skítalubba

                          Hilmar (IP-tala skráð) 16.4.2016 kl. 19:03

                          17 Smámynd: Jóhann Kristinsson

                          Það er verið að deila um að opinbera 28 síður frá svokallaðri 9/11 Rannsóknárskýrslu og einhver fylgiskjöl sem ekki hafa verið gerð opinber.

                          Obama hefur verið að akitera fyrir því að þessar 28 blaðsíður og fylgiskjöl fái ekki að líta dagsinsljós, so to speak, en þingið er að gera eitthvað í því að opinbera þetta allt saman.

                          Jammm, hvað hafa Sátarnir að fela, en hingað til hafa þeir verið að akitera fyrir því að opinbera þetta allt, af því að þeir héldu að það yrði aldrei gert.

                          Vonandi fá allir að sjá þessi merkilegu plögg, en ég held að það verði ekkert nýtt sem kemur fram, það bara staðfestir það.

                          Kveðja frá Houston

                          Jóhann Kristinsson, 16.4.2016 kl. 20:09

                          18 identicon

                          Sennilega hafa fleiri sagt eitthvað þó fréttnæmast þyki ummæli Sáda. Það er nefnilega ekki rétt að löggjöfin sé bundin við bandarískra grund. Og það verður dómstóla að ákveða hvort um tengingu við hryðjuverk sé að ræða eða ekki. Hægt væri að kæra Ísrael drepi þeir bandarískan þegn í Palestínu. Breta ef eldflaug þeirra hittir bandaríska hermenn í Afganistan. Ættingjar fallins ISIS liða með bandarískt vegabréf gætu kært Rússa. o.s.frv. Það getur verið mjög erfitt fyrir öll samskipti ríkja að setja utanríkismál í hendur dómstóla. Stjórnvöld munu ekki hafa vald til að ákveða hvaða ríki verða kærð, hvernig dómstólar túlka löggjöfina og hver refsingin verður.

                          Hábeinn (IP-tala skráð) 17.4.2016 kl. 03:29

                          19 Smámynd: Ómar Ragnarsson

                          Það er úr vöndu að ráða þegar lesin eru stóryrði eins og sjá má hér að ofan í allt of miklum mæli. "Er til of mikils mælst að biðja um að að lyfta þessari umræðu upp á bara örlítið hærra plan?"

                          Ómar Ragnarsson, 17.4.2016 kl. 14:39

                          20 Smámynd: Jóhann Kristinsson

                          Svo má auðvitað deila um, er USA að gefa höggstað á sjálfum sér ef þessi lög sem eru í meðferð í þinginu verða að lögum? Þá má búast við að það verði þúsundir skaðabótamála sem verða höfðuð gegn Ríkistjórn USA.

                          Eins og sagt er oft í mínu nágrenni "damed of you do, damed if you Don't." sem sagt tvíeggjað sverð.

                          Þar af leiðandi verður ekkert að þessum lögum og þessar 28 síður og önnur fylgiskjöl fá ekki að líta dagsins ljós frekar en hið svokallaða "110 ára leinibox" skjöl á Íslandi.

                          Við megum ekki gleyma því að yfirstéttarelítan í USA og á Íslandi, kemur til að verja sig og sína.

                          Niðurstaðan er; við fáum aldrei að sjá þessi skjöl, en ef það gerist, þá verð ég mjög hissa og almenningur hefur þá virkilega storkað yfirstéttarelítunni.

                          Kveðja frá Houston

                          Jóhann Kristinsson, 17.4.2016 kl. 16:23

                          21 Smámynd: Höfundur ókunnur

                          Sæll Ómar, 

                          það er ekki alveg rétt að ekkert annað ríki vogi sér annað en að makka rétt við Sádana.  Íran þorir að standa gegn þeim, sést best á síðasta OPEC fundi.

                          Höfundur ókunnur, 18.4.2016 kl. 13:04

                          Bæta við athugasemd

                          Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

                          Innskráning

                          Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

                          Hafðu samband