En huggulegt að vera "bastarður."

Mikla birtu telja ýmsir bandarískir klerkar veita út í samfélagið með því að beita því sem þeir kalla guðsorð í prédikunum sínum.

Klerkurinn sem fordæmdi Obama á sínum tíma og óskaði honum sem skjóts dauða telur sig hafa rétt á að dæma þjóð okkar sem þjóð bastaraða vegna þess hve mörg börn fæðast hér utan kristilegs hjónabands.

Ég hlýt að taka fordæmingu hans til mín, því að samkvæmt skilgreiningu hans er ég bastarður, fæddur áður en foreldrar mínir gengu í hjónaband og eignuðust fimm börn í viðbót.

En huggulegt!

Í ofanálag er konan mín samkvæmt þessu líka bastarður, því að foreldrar hennar gengu aldrei í hjónaband en voru þó í sambúð, gengu saman í gegnum súrt og sætt og eignuðust sjö börn við erfiðar aðstæður sjómannsfjölskyldu á Patreksfirði uns sjórinn tók hann.

Það er dapurlegt á 21. öld að heyra fordæmingar og formælingar öfgamanna hinna ýmsu trúarbragða, sem nota einstakar setningar og orð úr trúarritum til þess að skapa til dæmis þann hrylling og morðæði hryðjuverka, sem nú er ein helsta ógn friðs, frelsis og mannréttinda í heiminum.   


mbl.is „Ísland: Þjóð bastarða“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Hér fyrr á öldum þótti ekkert það slæmt að vera kallaður bastarður.  Vegna þess að, ja, menn voru það.  Þetta var bara "statement of fact," sbr. Vilhjálmur bastarður.

Fólk er fólk, og það hegðar sér alltaf eins.  Menn vissu það þá.

Ef menn vildu vera dónalegir í þá tíð þá notuðu menn annað orð.  Það rímar.

Kirkjan vildi bara hafa sitt, svo þeir komu því inn hjá vitgrönnum almúganum að "bastarður" væri eitthvert blótsyrði.

Ásgrímur Hartmannsson, 27.4.2016 kl. 22:02

2 identicon

Myndirðu samt ekki segja að trúarbrögðin séu mis ofbeldis full Ómar? Og þá er ég að tala um nútíman,,Ég held að það sé nokkuð víst að þessi klerkur er ekki að fara að hvetja neinn til að sptengja sig og aðra í tætlur eða eitthvað þaðan af verra,,,

Alfreð (IP-tala skráð) 27.4.2016 kl. 22:07

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Enginn hefur sýnt fram á að múslímar hafi verið ofbeldisfyllri en til að mynda kristnir menn.

Þorsteinn Briem, 27.4.2016 kl. 22:11

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Voru nasistar í Þýskalandi, fasistar á Ítalíu og Spáni, kommúnistar í Sovétríkjunum, Kína og Norður-Kóreu og til að mynda herforingjastjórnirnar í Suður-Ameríku allir múslímar?!

Þorsteinn Briem, 27.4.2016 kl. 22:23

5 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Málið er, að sumir eru alltaf að tala um að múslímaklerkar segi þetta og hitt og heimfæra það síðan uppá alla múslima.  En þá gleyma þeir alveg að minnast á þessa hlið.  Þ.e.a.s., að fjölmargir kristir predikarar víða um heim, - eru að segja alveg jafn ótrúlega hluti og sumir múslima predikarar, td. í landi svo sem Bandaríkjunum.

Eg horfði á þessa predikun að mestu leiti hjá Andesrson, sem er talsvert löng.

Það er rétt sem bent er á ofar, að fyrr á tíð var þetta orð ekkert endilega neikkvætt, komið úr frönsku og þýddi bara afkvæmi eða afleggjari.

En Andreson er að vísa til Biblíunar og þá aðallega gamla testamentis þar sem börn ógiftra eru stranglega fordæmd og slíkt athæfi allt.  Og í framhaldi er hann að tala um endalok heimsins o.s.frv. eins og bandarískir predikarar gera gjarnann.

Hann vísar td. til 5. Mósebókar, kafla 23. vers 2:

,,Enginn bastarður má vera í söfnuði Drottins, jafnvel ekki tíundi maður frá honum má vera í söfnuði Drottins."

Ómar Bjarki Kristjánsson, 27.4.2016 kl. 23:17

7 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Ps.  Er nefnilega svo ótrúlegt, ef fólk fer að pæla í því, hve Gala testamennti er klárt og skýrt óhugnalega strangt eða gefur ógnvekjandi strangar reglur.

Það var beisiklí ekki möguleiki að eignast barn utan hjónabands.  Það var bara óhugsandi.  Jú jú, voru aðrir tímar þarna þegar þetta var skrifað lengst aftur á steinöld.  Má kannski réttlæta þannig einhvernvegin.

Í þessu samhengi, óhugnalega strant tekið á barneign utan hjónabands, - þá er svo sérstakt og í vissum skilningi byltingakennt, - að Jesú á að hafa fæðst utan hjónabands!  Eða hjónabandið ekki fullkomnað.

Kristni tók þetta alltaf alvarlega, þ.e. þessar reglur allar í Mósebókunum varðandi samlífi allskonar.

Þá er samt eftirtektarvert, að þær virðast lengi hafa verið að festast í sessi hér, sbr.  að Jón Arason mátti nú ekki einu sinni eiga börn yfirhöfuð, - að hann áttu fullt af börnum, - og þá eru rúmlega 500 ár frá kristintöku!

Þessvegna hafa sumir fræðimenn viljað halda fram, að kristnitaka hafi ekker orðið hér að ráði fyrr en með Siðbótinni svokölluðu eða okkar trú núna Mótmælandatrú.

Þá fóru menn að að rýna eitthvað í Gamla Testamenntu og ráku augun í þetta og uppúr því Stóridómur og 1-2 aldir þar sem var alveg ströng bókstafstrú í gangi, svipað bara og við sjáum í vissum islam löndum núna.  Og þetta er ekkert langt síðan á Íslandi.  

Ómar Bjarki Kristjánsson, 27.4.2016 kl. 23:49

8 identicon

Bastarður er er barn sem getið er af t.d. giftum manni sem eignast barn með annari konu en hann er giftur. En hefur ekkert að gera með ógift par.

Steindór sigurðsson

Steindór Sigurðsson (IP-tala skráð) 28.4.2016 kl. 02:35

9 identicon

Nýja textamentið á nu líka sína spretti (eða þannig).
Í Matteusarguðspjalli 5:32 stendur:

,,En ég segi yður: Hver sem skilur við konu sína, nema fyrir hórsök, verður til þess, að hún drýgir hór. Og sá sem gengur að eiga fráskilda konu, drýgir hór."

Matthías (IP-tala skráð) 28.4.2016 kl. 12:15

10 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Já.  Það er rétt.  Og þar, í NT, þá virðist vilja meina að það sé nóg að huga um af fremsja slíkt.  Þ.e. að hugsunin ein sé nóg.

Hugmyndafræðin virðist hafa verið aska ,,fullkomið" samfélag laust við alla synd.

Og þegar Mótmælandasiður festi rætu hér uppi, þá er eins og menn hafi farið að rýna miklu betur í hvað stæði í raun Biblíunni, - og tekið þetta afar alvarlega.

Þ.e.a.s. að menn héldu og trúðu að með því að taka á þessum atriðum myndi einhvernvegin sjálfkrafa koma betra samfélag.  Og ef ekki væri tekið á því, - þá mundi koma refsing guðs sem m.a. fólst í vondu veðru og náttúruhamförum.  Og þetta er allt örstutt síðan.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 28.4.2016 kl. 13:03

11 identicon

Eruð þið ólæsir eða bara heimskir?  þegar kemur að því að ræða um ofbeldisverk múslima þá æða menn alltaf aftur í fornöld í vanmáttugri tilraun til að milda ofbeldið meðþví aðbenda á eitthvað samsvarani,,einsog það er nú gáfulegt,,,komið þið múslimasleikjurnar með dæmi um ofbeldisverk kristinna manna í líkingu við ofbeldisverk múslima ÚR NÚTÍMANUM,,tek það fram að ég er sjálfur trúlaus og tel trú á eitthvað annað en eiginn mátt merki um heimsku,,en ég er ekki blindur einsog þið,,

Alfreð (IP-tala skráð) 28.4.2016 kl. 19:47

12 identicon

Það er að vísu rétt hjá klerkinum að Ísland sé "femínistahelvíti", en veit hann að Jesús var álitinn vera bastarður af samtímamönnum sínum, því að foreldrar hans, María (Miriam) og Jósef voru aðeins trúlofuð, en ekki gift þegar hann kom undir? Og skv. hefðum gyðinga til forna, a.m.k. þess trúflokks í Judeu sem fjölskylda Jesú tilheyrði, var það það sama og að vera óskilgetinn.

Of fyrst þessi klerkur er að óskapast yfir ógiftum mæðrum og lausaleiksbörnum á Íslandi, þá ætti hann líka að gagnrýna Maríu og Jósef. Ó nei, ég var búinn að gleyma því, bandarískir baptistar eru mestu hræsnarar sem til eru...

Pétur D. (IP-tala skráð) 28.4.2016 kl. 21:19

13 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Samkvæmt kenningu Nýja Testamentis var samt guð sem kom þarna að, sbr. getinn af heilögum anda, fæddur af Maríu Mey.

Hinsvegar gefa gyðingar flestir lítið fyrir þetta.  Td. í Ísrael er bara hlegið að þessu.  Þeim ísarelum er alveg slétt sama um einhvern Jesú.

Þessvegna er svo sérkennilegt hjá ofsa-trúarmönnum mörgum, hve mika áherslu þeir leggja á Gamla Testamennti sem er trúarbók gyðinga mestanpart.  Og sjá í Israel einhverja draumsýn sem erfitt er að skilja alveg.

Hinsvegar þekkja muslimar vel til Jesú og hann einn af spámönnum hjá þeim.

Kristni og Islam eru nefnilega svipaðar að sumu leiti.

Margt sem segt er í trúbókum þeirra, þ.e. Nýja Testamennti og Kóran, er vísun í eitthvað ímyndað fyrirmyndarsamfélag, syndlaust, þar sem allir hlýða, sem sagt, lögmáli eða trúarlögum.  Svona útópía.

Að ætla að framfylgja slíku í nútíma er auðvitað óskiljanlegt.  En samt er ekkert langt síðan að menn reyndu það td. á Íslandi.  Örstutt síðan.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 28.4.2016 kl. 21:41

14 identicon

Allt Nýja testamentið var skrifað í myndlíkingum og bæði manneskjur og staðir í NT höfðu fleiri en eitt nafn og auk þess viðurnefni. Viðurnefni Jósefs, föður Jesú var "heilagur andi" og leiðtoginn Simeon var kallaður "erkiengillinn Gabríel". Hvort tveggja í virðingarskyni, enda var Jósef álitinn, a.m.k. meðal Essena, vera afkomandi Davíðs konungs í beinan karllegg.

Eftir að Jósef (heilagur andi) "kom yfir" (sarð) Maríu og hún varð óvænt ólétt (enda coitus interruptus ekki áreiðanlegasta getnaðarvörnin) fóru þau til Simeons (erkiengilsins Gabríels) og spurðu hann ráða. Hann ráðlagði þeim að líta á Jesú sem lögmætan arftaka, þótt hann hefði verið getinn utan hjónabands. Samt varð þessi vafi um rétt Jesú til að erfa konungdæmi Davíðs (þegar þar að kæmi), eftir að valda honum vandræðum síðar meir í samskiptum við íhaldssamari og herskárri meðlimum Essena.

Þegar Jesús fæddist í marzmánuði árið 7 BCE, var María að sjálfsögðu ekki hrein mey, enda afmeyjuð a.m.k. 9 mánuðum fyrr. Hins vegar var siður á þessu svæði og á þessum tíma að kalla ungar ógiftar konur "meyjar". Það þýddi ekki að þær væru hreinar meyjar, einungis að þær væru ógiftar.

Varðandi viðurnefni, þ var Júdas Ískariot síðar kallaður "Satan", sem var ekki mjög virðulegt, en það var einmitt Júdas sem Jesús hitti síðar á sérstökum stað sem kallaður var "Eyðimörkin" til að skeggræða um mögulegan stuðning við Júdas til embættis í skiptum fyrir stuðning Júdasar við Jesú sem réttborinn arftaka (konung). Jesún hafnaði þessu boði og sagðist ætla að styðja framboð prestsins Jonathan Annas, sem Jesús kallaði "föður", enda hærra settur en Jesús í krafti prestsembættisins síns. Síðar áttu bæði Júdas og Annas eftir að svíkja Jesú við réttarhöldin.

Pétur D. (IP-tala skráð) 29.4.2016 kl. 11:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband